Mikil mengun á Höfn - fólk beðið um að halda sig inni

holuhraun.jpg
Auglýsing

Mikil brenni­steins­dí­oxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Horna­firði. Meng­un­ar­mælar sýndu að styrkur SO2 væri á bil­inu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almanna­varnir hafa sent út SMS skila­boð til íbúa Hafnar í Horna­firði. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Almanna­vörn­um.

„Al­manna­varnir hvetja íbúa svæð­is­ins til þess að halda til inn­an­dyra, fylgj­ast með fjöl­miðlum og fylgja leið­bein­ingum Umhverf­is­stofn­unar og Land­læknis sem finna má á heima­síðum emb­ætt­anna. Fólk með und­ir­liggj­andi önd­un­ar­færa sjúk­dóma er hvatt til þess að hafa sér­stakar gætur á líðan sinni og hafa strax sam­band við lækni ef það finnur fyrir óþæg­ind­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá er að finna í til­kynn­ing­unni frá Almanna­vörnum leið­bein­ingar til almenn­ings, sem fjöl­miðlar voru beðnir um að birta.

Auglýsing

Þetta fer hér að neð­an, orð­rétt:

„Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veð­ur­stofu Íslands má gera ráð fyrir mik­illi mengun á svæð­inu næsta sól­ar­hring­inn.

Frek­ari ráð­staf­an­ir: 

Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþæg­indum jafn­vel þó það dvelji inn­an­dyra er hægt að grípa til ráð­staf­ana til að draga úr styrk meng­unar inn­an­húss með því að útbúa ein­faldan hreinsi­bú­að.  1. Takið 5 gr. af venju­legum mat­ar­sóda og leysið upp í 1 lítra af vatni.


  2. Bleytið ein­hvers­konar klút t.d. viska­stykki, þunnt hand­klæði eða gam­al­dags gas­bl­eyju í þess­ari lausn.


  3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr.


  4. Festið þennan raka klút upp á ein­hvers­konar grind, t.d. þurrk­grind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemm­um.


  5. Stillið grind­inni upp í því her­bergi sem ætl­unin er að hreinsa loftið í.


  6. Til að klút­ur­inn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda raka­stig­inu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blóma­úða­brúsa.


  7. Til að auka virkn­ina er gott að láta borðviftu blása á klút­inn. ATH! viftan er raf­magns­tæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úða­brús­anum kom­ist ekki í vift­una. Viftan þarf að standa í öruggri fjar­lægð frá klút­um, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klút­inn yfir sjálfa vift­una.


  8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klút­ur­inn samt gagn sér­stak­lega ef honum er komið fyrir nálægt ofn­um, en loft­flæði er meira við ofna en aðra staði í íbúð­inni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klút­inn yfir ofn­inn, nóg er að hann standi á grind við hlið­ina á ofn­in­um. Gætið var­úðar við raf­magns­ofna, aldrei má hindra loft­flæði að þeim eða breiða neitt yfir þá.


  9. Ef langvar­andi mengun er til staðar þarf að skola klút­inn undir renn­andi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í mat­ar­sóda­lausn­ina.
Að auki er gagn­legt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtu­klef­ann og bað­her­berg­is­dyrnar opn­ar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loft­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None