Það boðar gott að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skuli hafa lokið við svæðisskipulag og stefnu til ársins 2040, og hvernig þau ætli saman að vinna að nauðsynlegum verkefnum og framþróun.
Miklu skiptir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gangi í takt, þegar kemur að skipulagi og uppbyggingu. Almenningarsamgöngur, með Borgarlínuna sem kjarnatengingu, er aðeins eitt atriði af mörgum sem þarf að skoða í þessu samhengi.
Rafbílavæðing er til dæmis atriði, sem sveitarfélögin ættu sameiginlega að skoða hvernig mætti flýta fyrir og um leið að undirbúa mikla tæknibyltingu sem framundan er í bílaiðnaði. Fyrir nokkrum vikum hóf Google að setja tvo sjálfakandi rafbíla í almenna umferð í Kaliforníu, langt á undan áætlunum sem kynntar höfðu verið.
Hlutirnir gætu breyst hratt, þegar umferðin er annars vegar, og þá er eins gott að hafa skoðað málin vel og vandlega til framtíðar. Þar er höfuðborgarsvæðið svo sannarlega engin undantekning...