Minnihluti Íslendinga telur að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu best til þess fallnir að leiða leiða fimm málaflokka tengdum grunnstoðum samfélagsins. Málaflokkarnir fimm eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda (fiskveiðar, vatn og orka) og umhverfismál. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Í sömu könnun kom fram að fylgi samtals 36,7 prósent.
Af málaflokkunum fimm var mestur stuðningur við að Sjálfstæðisflokkurinn leiði fjóra málaflokka. Það þarf ekki að koma á óvart enda mælist flokkurinn stærsti flokkur landsins með 27,3 prósent fylgi. Mestur er stuðningurinn við að hann leiði málaflokkinn lög og reglu almennt, en 38,6 prósent svarenda treystu honum best til að leiða þann málaflokk. Sama hlutfall, 38,6 prósent, töldu stjórnarandstöðuflokkinn Vinstri græna best til þess fallinn að leiða umhverfismál. Nánast sama hlutfall telur að Vinstri græn séu best til þess fallinn að stjórna nýtingu náttúruauðlinda (25,4 prósent) og Sjálfstæðisflokkurinn (26,5%).
Allar niðurstöður könnunarinnar hafa vikmörk. Miðað við að svarendur séu 1000 geta þau verið +/- 3,1 prósent.