Minnisblöð sem áttu að geta spillt samningsstöðu ríkisins fengust afhent

Sjúkratryggingar neituðu að afhenda heilsugæslustöð minnisblöð sem send voru til heilbrigðisráðuneytisins og sögðu þau geta spillt samningsstöðu ríkisins í viðræðum við einkareknar heilsugæslur. Í þeim er tekið undir athugasemdir einkarekinna stöðva.

Sýnataka – Suðurlandsbraut
Auglýsing

Einka­rekin heilsu­gæslu­stöð, Heilsu­gæslan Höfða, þurfti að leita á náðir úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál til þess að fá afhent minn­is­blöð sem Sjúkra­trygg­ingar Íslands tóku saman á síð­asta ári og stíl­uðu á heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið. Sjúkra­trygg­ingar höfðu neitað að afhenda gögnin og báru því meðal ann­ars við að afhend­ing minn­is­blað­anna gæti haft áhrif á samn­ings­stöðu rík­is­ins í samn­inga­við­ræðum við einka­reknar heilsu­gæslu­stöðv­ar.

Í minn­is­blöð­un­um, sem Kjarn­inn fékk afhent frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í kjöl­far þess að úrskurð­ar­nefndin skikk­aði Sjúkra­trygg­ingar til að láta Heilsu­gæsl­una Höfða hafa þau fyrr í sumar, taka Sjúkra­trygg­ingar undir nokkuð af þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram af hálfu einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva á und­an­förnum miss­erum, á sama tíma og samn­inga­við­ræður rík­is­ins við einka­reknar heilsu­gæslu­stöðvar hafa staðið yfir.

Jafn­ræðis og gagn­sæis ekki að fullu gætt, að mati Sjúkra­trygg­inga

Fyrra minn­is­blaðið var sett fram þann 13. apríl 2021 af hálfu Sjúkra­trygg­inga. Í því fór starfs­maður hjá deild heil­brigð­is­þjón­ustu hjá Sjúkra­trygg­ingum yfir athuga­semdir sem stofn­unin hafði fengið frá for­svars­mönnum einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva, tók undir nokkuð af þeim og óskaði eftir því að hefja sam­tal við ráðu­neytið um þessi mál.

Meðal ann­ars er í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga tekið undir gagn­rýni á það að starfs­fólk rík­is­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva innan Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (HH) hafi fengið sér­staka COVID-umbun, með ákvörðun Alþing­is, en ekki starfs­fólk einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva.

Auglýsing

Þessar greiðslur fóru fram­hjá því fjár­mögn­un­ar­lík­ani sem notað er fyrir heilsu­gæslu­stöðv­arn­ar, en greiðslu­fyr­ir­komu­lagið til heilsu­gæslu­stöðva á að vera hið sama óháð rekstr­ar­formi og upp­hæð greiðslna að ráð­ast eftir því hversu margir ein­stak­lingar eru skráðir í þjón­ustu hverrar heilsu­gæslu.

„Að mati einka­rek­inna stöðva og SÍ er þessi til­högun í and­stöðu við mark­mið lík­ans­ins um jafn­ræði og gegn­sæ­i,“ segir í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga.

Einnig er gagn­rýnt í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga að sér­stöku við­bót­ar­fjár­magni sem Alþingi ákvað að veita til heilsu­gæsl­unn­ar, til efl­ingar geð­heil­brigð­is­þjón­ustu í veiru­far­aldr­in­um, hafi verið útdeilt utan fjár­mögn­un­ar­lík­ans­ins.

„Þessi ákvörðun vinnur gegn því mark­miði lík­ans­ins að tryggja jafna dreif­ingu fjár­magns í sam­ræmi við fjölda skjól­stæð­inga og gagn­sæi í dreif­ingu fjár­magns. Miðað við þær upp­lýs­ingar sem fyrir liggja þá var veitt nokkuð hærra fjár­magni til Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæðis pr. skráðan ein­stak­ling en til einka­rek­inna stöðv­a,“ segir í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga.

Auk þess er gagn­rýnt í minn­is­blað­inu að á fjár­lögum hvers árs fái Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fé til tækja­kaupa, en þetta er sagt ganga gegn mark­miðum fjár­mögn­un­ar­lík­ans­ins um að allir sitji við sama borð, óháð rekstr­ar­formi. Sér­stök fram­lög rík­is­ins til tækja og bún­aðar hjá Heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nema 62,3 millj­ónum króna á þessu ári, sam­kvæmt fjár­lög­um.

Sjúkra­trygg­ingar segja að þetta sé ekki í sam­ræmi við mark­mið fjár­mögn­un­ar­lík­ans­ins um gegn­sæi og jafn­ræði – „að opin­ber heilsu­gæsla fái fé fram­hjá lík­ani til tækja­kaupa en einka­reknar stöðvar þurfi að fjár­magna sín tækja­kaup af greiðslum sem koma úr lík­an­in­u.“

Sam­keppn­is­staða ekki jöfnuð eins og í Sví­þjóð

Sjúkra­trygg­ingar áttu fund með heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu vegna þess­ara mála 12. maí í fyrra, og í kjöl­farið sendi stofn­unin frá sér annað minn­is­blað til ráðu­neyt­is­ins þann 7. júní með nokkrum við­bót­ar­punkt­um, þar sem sjón­ar­mið stofn­un­ar­innar til mál­anna voru rak­in.

Í því minn­is­blaði kemur meðal ann­ars fram að hug­myndin að fjár­mögn­un­ar­lík­an­inu sem not­ast er við í tengslum við rekstur heilsu­gæslu­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé fengin frá Sví­þjóð og byggi á fram­kvæmd­inni eins og hún hafi verið í hér­að­inu Vest­ur­-Gaut­landi.

Sjúkra­trygg­ingar benda á að inni í lík­an­inu þar séu þættir til þess að jafna sam­keppn­is­stöðu, sem séu ekki til staðar hér. Meðal ann­ars nefnir stofn­unin að í Vest­ur­-Gaut­landi fái einka­reknar stöðvar virð­is­auka­skatts­upp­bót sem bæt­ist ofan á greiðslur til þeirra, þar sem þær geti ekki dregið VSK frá í sinni starf­semi. Einnig benda Sjúkra­trygg­ingar á að í sænska mód­el­inu sé hið opin­bera með eina sjúk­linga­trygg­ingu fyrir alla rekstr­ar­að­ila, en þessu sé ekki að skipta hér.

Í því sam­hengi benda Sjúkra­trygg­ingar á að iðgjöld hafi hækkað veru­lega hjá einka­reknum stöðvum í upp­hafi árs 2021, þegar leg­háls­skimanir færð­ust til heilsu­gæsl­unn­ar, þar sem áhætta auk­ist þegar svo við­kvæmur mála­flokkur bæt­ist við. „Þessi útgjöld eru ein­göngu hjá einka­reknum stöðvum því ríkið kaupir ekki trygg­ingar fyrir sínar stöðv­ar,“ segir í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga.

Auglýsing

Í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga segir að skilja hafi mátt á fund­inum með full­trúum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins að „eðli­legt væri að umb­una rík­is­reknum stöðvum meira því einka­reknar stöðvar væru í flestum til­vikum að greiða hærri laun“ til þess að vega upp á móti þeim fríð­indum sem opin­berir starfs­menn njóti í formi veik­inda­rétt­ar, meira atvinnu­ör­yggis og betri líf­eyr­is.

Í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga segir þó að stofn­un­inni sé „ekki kunn­ugt um að farið hafi fram form­leg grein­ing á launa­greiðslum heilsu­gæslu­stöðv­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem þessi meinti launa­munur kemur fram“.

Nið­ur­greiðsla COVID-­launa­kostn­að­ar?

Þar er einnig ítrek­að, varð­andi við­brögð við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, að einka­reknar heilsu­gæslu­stöðvar hafi sent sitt starfs­fólk á vaktir til starfa við skimanir eins og aðrar heilsu­gæslu­stöðvar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

„Allur kostn­aður vegna við­bún­aðar v. Covid er greiddur utan lík­ans. Þrátt fyrir fyr­ir­spurnir SÍ bæði til HH og HRN hafa ekki feng­ist upp­lýs­ingar um hvort inni í þeim kostn­aði sem greiddur var til HH vegna þessa verk­efnis hafi verið greiðslur v. auk­ins launa­kostn­aðar sem óhjá­kvæmi­lega fylgdi verk­efn­inu. Til dæmis þar sem færri hendur voru á stöð til að sinna verk­efnum þar og þá aukin yfir­vinna ásamt því að vöktum um helgar við skimun fylgir yfir­vinna með til­heyr­andi kostn­aði. Einka­reknar stöðvar hafa ekki fengið neinar greiðslur til að mæta auknum launa­kostn­aði vegna þessa verk­efnis þrátt fyrir að hafa mannað þessa þjón­ustu til jafns með HH, jafnt virka daga sem helg­ar,“ segir í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga.

Þar er einnig fjallað um veg­lega gjöf sem heilsu­gæsl­unni barst í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum í formi hlífð­ar­bún­að­ar, en fram kemur í minn­is­blað­inu að ein­ungis sumar heilsu­gæslu­stöðv­ar, vænt­an­lega þær opin­beru, hafi fengið þeim bún­aði úthlut­að, sem skekki sam­keppn­is­stöð­una, þar sem bún­að­ur­inn sé mjög dýr.

„Þörf fyrir hann er sá sami hjá öllum stöðv­um. Þær stöðvar sem ekki fengu úthlutað af veg­legri gjöf þurftu að kaupa allan sinn hlífð­ar­búnað sjálfar fyrir rekstr­arfé sem kemur ein­göngu úr mód­eli. Ef þessi hlífð­ar­bún­aður hefur að mestu farið til mið­lægrar þjón­ustu vegna skim­ana þá ætti slíkt að koma fram og vera gegn­sætt fyrir alla aðila,“ segir í minn­is­blaði Sjúkra­trygg­inga.

„Megin atriðið í allri þess­ari umræðu er sá, að með mód­el­inu og þeirri fag­legu hug­mynda­fræði sem það byggir á (höfða­tölu­greiðsl­ur) er ætl­unin að tryggja gegn­sæi og jan­fræði milli aðila sem reka heilsu­gæslu­stöðv­ar. Með því að umb­una einum með við­bót­ar­greiðslum fram­hjá lík­ani eða fella niður kostnað hjá einum aðila án þess að það sé bætt upp hjá öðrum þá er verið að skekkja sam­keppn­is­stöð­u,“ segir einnig í minn­is­blað­inu.

Þar er imprað á því að það sé mik­il­vægt að laga sem fyrst þessa hnökra sem nú eru á mód­el­inu, auk þess að tryggja fjár­hags­legan aðskilnað á milli rekstrar Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem snýr að rekstri heilsu­gæslu­stöðva og ann­arra verk­efna sem heilsu­gæslan hefur með hönd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent