MMR kannaði á dögunum tíðni gráturs á meðal Íslendinga og kom í ljós að mikill meirihluti Íslendinga hefur grátið á síðustu tólf mánuðum. Þegar skoðuð voru svör þeirra Íslendinga sem tóku afstöðu í þessari könnun leiddu þau gögn í ljós að íslenskar konur virðast gráta meira en íslenskir karlar.
Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um hversu oft þeir höfðu grátið á síðastliðnum 12 mánuðum voru 72,3% svarenda sem sögðust hafa grátið en 27,7% svöruðu að þeir hefðu aldrei grátið á þessu tímabili.
Spurt var: „Hversu oft hefur þú grátið á síðastliðnum 12 mánuðum?“ Svarmöguleikar voru: „Aldrei“, „Einu sinni“, „Nokkrum sinnum yfir árið“, „Með nokkurra mánaða millibili“, „Einu sinni eða nokkrum sinnum í mánuði“ og „Vikulega eða oftar“.
Samtals tóku 93,8 prósent afstöðu (aðrir svöruðu "Veit ekki/vil ekki svara"). Samtals svöruðu 1021 einstaklingur spurningum könnunarinnar.
Þeir sem tóku afstöðu höfðu 72,3 prósent svarenda grátið síðastliðna 12 mánuði.
Hlutfall karla sem sögðust aldrei hafa grátið var á bilinu 27%-61%, hæst meðal karla 68 ára og eldri (61%) og lægst meðal karla 18-29 ára (4%), segir í tilkynningu frá MMR.
Hlutfall kvenna sem sögðust aldrei hafa grátið var á bilinu 3%-33%, hæst meðal kvenna 68 ára og eldri (33%) og lægst meðal kvenna 18-29 ára (3%).
Af þeim svarendum sem höfðu grátið voru 44 prósent sem sögðu að helsta ástæðan fyrir því að hafa grátið síðastliðna tólf mánuði hafði verið „samhryggð með öðrum“.