Nauðasamningar gömlu bankanna uppfylla í stórum dráttum stöðugleikaskilyrði

18598766342_cd570ececc_z.jpg
Auglýsing

Þau drög að nauða­samn­ingum sem slitabú föllnu bank­anna þriggja hafa sent inn til Seðla­bank­ans upp­fylla "í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um" og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerfi. Ýmis atriði þarf þó að skoða nán­ar, meðal ann­ars áhrif nauð­samn­ing­anna á á lausa­fjár­stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja og sölu­ferli Íslands­banka og Arion. "Sú skoðun er á loka­stigi og í fram­haldi af því gætu skap­ast for­sendur fyrir nán­ari opin­berri kynn­ing­u". Þetta kemur fram í svar­bréfi Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra til Indefence-hóps­ins sem birt var á vef Seðla­banka Íslands í dag.

InDefence- hóp­ur­inn, sem er þekkt­astur fyrir and­stöðu sína gagn­vart Ices­a­ve-­samn­ing­un­um, hefur und­an­farið látið sig afnám hafta og þá aðferð­ar­fræði sem beitt er við þá aðgerð sig varða. Hóp­ur­inn telur að ­kröfu­hafar föllnu bank­anna séu að fá afslátt með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags sem þeir eigi engan rétt á. Þess í stað eigi að leggja á slita­búin stöð­ug­leika­skatt upp á 39 pró­sent.

Í síð­ustu viku sendi hóp­ur­inn seðla­banka­stjóra bréf þar sem þess var kraf­ist að hann myndi sam­stundis birta hin svoköll­uðu stöð­ug­leika­skil­yrði sem slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­banka þurfa að upp­fylla til að geta greitt stöð­ug­leika­fram­lag og kom­ast hjá skatt­lagn­ingu.

Auglýsing

Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans mun sam­eig­in­legt stöð­ug­leika­fram­lag slita­bú­anna þriggja vera frá 330 til 380 millj­arðar króna en stöð­ug­leika­skattur á að skila allt að 850 millj­örðum króna. Þau „spara“ sér því allt að 520 millj­arða króna með því að mæta þeim frekar en að greiða stöð­ug­leika­skatt.

Stöð­ug­leika­skil­yrðin þegar birtÍ svar­bréfi Más kemur fram að stöð­ug­leika­skil­yrðin hafi þegar verið birt og vísar hann í yfir­lýs­ingu Seðla­bank­ans frá 8. júní, sama dag og rík­is­stjórnin kynnti áætlun um losun hafta, því til stuðn­ings. "Þar kemur fram að við mat á hugs­an­legum und­an­þágum vegna nauða­samn­inga muni bank­inn horfa til þess að i) gerðar verði ráð­staf­anir sem dragi nægi­lega úr nei­kvæðum áhrifum af útgreiðslum and­virðis eigna í íslenskum krón­um, ii) að öðrum inn­lendum eignum fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja í erlendum gjald­eyri verði breytt í lang­tíma­fjár­mögnun að því marki sem þörf krefur og iii) að tryggt verði, í þeim til­vikum sem það á við, að lána­fyr­ir­greiðsla stjórn­valda í erlendum gjald­eyri sem veitt var nýju bönk­unum í kjöl­far hruns á fjár­mála­mark­aði verði end­ur­greidd. Ofan­greint er kjarni stöð­ug­leika­skil­yrð­anna sem byggt verður á við mat á und­an­þágu­beiðnum og nauða­samn­ings­drögum búa föllnu bank­anna."

Nú sé unnið að því að heim­færa þessi skil­yrði upp á þá aðila sem falla undir stöð­ug­leika­skatt og hyggj­ast fara leið und­an­þágu á grund­velli nauð­samn­ings og stöð­ug­leika­skil­yrða. Már segir að þó sú vinna sé vel á veg komin sé henni ekki lok­ið. Það sé því ekki á þessu stigi hægt að birta nið­ur­stöðu þeirrar vinnu að svo stöddu.

 

Laga­legur ágrein­ingur vegna skatts myndi tefja losun haftaÍ bréfi InDefence-hóps­ins til Más var einnig spurt hvernig stöð­ug­leika­skattur og nauða­samn­ingar á grund­velli stöð­ug­leika­skil­yrða geti verið efna­hags­lega jafn­gild með hlið­sjón að greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­inn­ar. Í svari Más seg­ir: "Í því sam­bandi er mik­il­vægt að hafa í huga að mark­mið stöð­ug­leika­skatts­ins er ekki að afla rík­is­sjóði tekna heldur að koma í veg fyrir óstöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­málum og fjár­mála­ó­stöð­ug­leika við slit búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja. Því mark­miði er einnig hægt að ná með öðrum hætti en skatti á allar eignir slita­bú­anna óháð mis­mun­andi sam­setn­ingu eigna og krafna búanna og án þess að tekið sé til­lit til þess að fram­lag búanna til greiðslu­jafn­að­ar­vand­ans er mis­mik­ið."

Að sögn Más heur skatt­lagn­ing­ar­leiðin vissa ann­marka. Meðal ann­ars feli hún í sér meiri hættu á eft­ir­málum og laga­legum ágrein­ingi sem myndi leiða til þess að losun fjár­magns­hafta myndi ganga hægar en ella. "Há­marks­fjár­hæð stöð­ug­leika­skatts­ins (án frá­drátt­ar­liða) ætti því ekki að bera saman við fjár­hæð stöð­ug­leika­fram­lags, heldur verður að einnig taka til­lit til ann­arra þátta nauða­samn­ings­leiðar sem stuðlar að stöð­ug­leika," segir Már.

Í aðdrag­anda þess að stjórn­völd kynntu aðgerðir sínar um losun hafta höfðu átt sér stað samn­inga­við­ræður milli þeirra og stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna um hvernig þeir ætl­uðu að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­un­um. Kröfu­haf­arnir höfðu þegar fall­ist á að gera það áður en áætl­unin var kynnt. Síðan þá hafa slita­stjórnir Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans allar sent ­Seðla­bank­anum beiðnir um und­an­þágur frá fjár­magns­höftum og lagt fram drög að nauða­samn­ingum sem Seðla­bank­inn hefur haft til með­ferð­ar.

Í bréfi Más til InDefence seg­ir: "Svo er að sjá að til­lög­urnar upp­fylli í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­málum og tryggi fjár­mála­legan stöð­ug­leika. Ýmis atriði hefur þó þurft að skoða nán­ar, m.a. áhrif á lausa­fjár­stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja og sölu­ferli Íslands­banka og Arion. Sú skoðun er á loka­stigi og í fram­haldi af því gætu skap­ast for­sendur fyrir nán­ari opin­berri kynn­ing­u."

Hægt er að lesa bréf Más í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None