Nefnd gagnrýndi ívilnunarfrumvarpið harðlega í umsögn

10054231025_e67229c172_z.jpg
Auglýsing

Í umsögn efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um frum­varp til laga um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi, sem var lögð fram 26. nóv­em­ber 2014, er að finna marg­hátt­aða og beitta gagn­rýni á ýmsa þætti frum­varps­ins. Allir nefnd­ar­menn, sama hvar í flokki þeir sitja, skrifa undir umsögn­ina.

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, segir að ekki hafi enn verið tekið til­lit til ábend­inga nefndar hans. „Við vitum að þetta var tekið til skoð­unar hjá atvinnu­vega­nefnd milli ann­arrar og þriðju umræðu vegna þess að ég kall­aði eftir því að það yrði gert. Það virt­ist algjör­lega hafa gleymst að taka til­lit til ábend­inga efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar.“

Búið að fresta afgreiðslu úr atvinnu­vega­nefnd



Frum­varp til laga um íviln­anir til nýfjár­fest­inga hefur verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farna daga eftir að Við­skipta­blaðið upp­lýsti um inni­hald samn­ings sem Matorka og rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­uðu í lok síð­asta mán­aðar á grund­velli frum­varps­ins. Kast­ljós fjall­aði auk þess ítar­lega um samn­ing­inn í gær­kvöldi.

Sam­kvæmt samn­ingnum fær Matorka allskyns íviln­an­ir, meðal ann­ars skatta­af­slætti, sem gætu numið rúm­lega 720 millj­ónum króna. Fyr­ir­huguð heild­ar­fjár­fest­ing fyr­ir­tæk­is­ins er um 1.200 millj­ónir króna og því gæti hlut­fall ívi­lin­anna af nýfjár­fest­ing­unni numið allt að 60 pró­sent, sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins.

Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, sagði við Kjarn­ann í gær að nefnd­in, sem enn er með frum­varpið um íviln­anir til nýfjár­fest­inga til umræðu, hafi ekki vitað neitt um samn­ing atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins fyrr en fyrir skemmstu. Hann hefur frestað afgreiðslu á frum­varp­inu út úr nefnd­inni á meðan að ýmsir þættir þess verða teknir til skoð­un­ar.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is.

Rík­is­skatt­stjóri gerði alvar­legar athuga­semdir



Í umsögn efna­hags- og við­skipta­nefndar kemur meðal ann­ars fram að rík­is­skatt­stjóri hefði gert alvar­legar athuga­semdir við frum­varpið í umsögn sinni um mál­ið. Frum­varpið „auki flækju­stig skatt­lagn­ing­ar, auk þess sem skatt­fram­kvæmd verði dýr­ari með flóknum reglum fyrir til­tekna aðila.“

Nefndin gerir athuga­semd við að sam­kvæmt frum­varp­inu eigi að heim­ila þeim sem fá íviln­anir að greiða 50 pró­sent lægra trygg­inga­gjald. Þann afslátt sé ekki unnt að veita nema með því að „taka álagn­ing­una upp og hand­reikna afslátt­inn og senda svo upp­lýs­ingar til Fjár­sýslu rík­is­ins sem leið­réttir fjár­hæðir til inn­heimtu. Að mati nefnd­ar­innar eru slík vinnu­brögð frá­leit og þarfn­ast frek­ari skoð­un­ar.“

Hún telur einnig að 20 pró­sent eig­in­fjár­við­mið sé of lágt og það gefi of lítið borð fyrir báru fyrir fyr­ir­tækin sem fá ívilnun til að mæta ófyr­ir­séðum áföll­um. „Einnig vakna spurn­ingar um hvort svo lítið eigið fé auð­veldi um of að arður verði tek­inn út skatfrjálst í formi vaxta í stað skatt­skylds arðs. Í því sam­bandi telur nefndin að skoða ætti hvort rétt væri að gera skil­yrði um hærri eig­in­fjár­kröfu, t.d. 40 pró­sent að lág­marki.“

Sam­ráð við lyk­il­að­ila mik­il­vægt til að tryggja vönduð vinnu­brögð



Nefndin seg­ist með­vituð um að íviln­anir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja kunni að skekkja sam­keppni milli fyr­ir­tækja inn­an­lands. Ekki verður hins vegar  fram­hjá því litið „að íslensk fyr­ir­tæki þurfa mörg hver að keppa við erlend fyr­ir­tæki sem njóta marg­hátt­aðra íviln­ana í heima­landi sínu. Einnig keppir Ísland sem stað­setn­ing­ar­kostur um nýfjár­fest­ing­ar, svo dæmi sé tekið á sviði gagna­vera, við önnur lönd sem reyna að laða til sín slíka starf­semi með umtals­verðum íviln­un­um. Þá vekur nefndin athygli á þeim sjón­ar­miðum sem fram komu í umsögn Íslands­stofu við frum­varp­ið.

Í umsögn­inni [frá Íslands­stofu] er meðal ann­ars gagn­rýnt að ekki sé boðið upp á neinar almennar íviln­an­ir, þ.e. sem ekki tengj­ast aðeins skil­greindum svæðum á byggða­korti ESA heldur einnig þáttum á borð við fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem efla rann­sóknir og þró­un, ýta undir umhverf­is­vænni lausnir eða eru á vegum lít­illa fyr­ir­tækja. Slíkur kafli var í lögum nr. 99/2010. Ívilnun í formi þjálf­un­ar­að­stoðar fellur þannig brott en slík ívilnun er mik­il­væg þegar kemur að fjár­fest­ing­ar­verk­efnum sem flytja inn nýja tækni og þekk­ingu. Í ljósi fram­an­greindra athuga­semda ítrekar nefndin mik­il­vægi þess að sam­ráð sé við­haft við lyk­il­að­ila er koma að þessum mála­flokki til að tryggja vönduð vinnu­brögð við vinnslu frum­varpa“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None