Nefndarmenn í endurupptökunefnd víkja sæti í máli Ólafs Ólafssonar

olafur_13.jpg
Auglýsing

Tveir aðal­menn og einn vara­maður í end­ur­upp­töku­nefnd hafa vikið sæti vegna van­hæfis í máli sem Ólafur Ólafs­son, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm í Al Than­i-­mál­inu, lagði fyrir nefnd­ina í síð­asta mán­uði. Á meðal þeirra sem vikið hafa sæti er Björn L. Bergs­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar. Auk hans hafa vikið Þór­dís Inga­dóttir og Sig­urður Tómas Magn­ús­son, vara­mður Þór­dísar í nefnd­inni. Lög­maður Ólafs hefur einnig farið fram á að Krist­björg Steph­en­sen, borg­ar­lög­maður og vara­maður Björns í nefnd­inni, víki sæti. Frá þessu er greint í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar segir að nefnd­ar­menn­irnir víki allir sæti vegna tengsla. Björn vegna þess að hann var settur rík­is­sak­sókn­ari í málum sér­staks sak­sókn­ara á tæp­lega eins og hálfs árs tíma­bili, Þór­dís vegna þess að hún er per­sónu­legur vinur Björns Þor­valds­son­ar, sak­sókn­ara í Al Than­i-­mál­inu, og Sig­urður Tómas vegna þess að hann hefur starfað sem ráð­gjafi fyrir sér­stakan sakókn­ara frá árinu 2009. Lög­maður Ólafs telur Krist­björgu auk þess van­hæfa vegna þess að hún er vin­kona Bjargar Thoraren­sen, eig­in­konu Mark­úsar Sig­ur­björns­sonar hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem var einn dóm­ar­anna í Al Than­i-­mál­inu. Enn á eftir að skipa nýjan nefnd­ar­mann í stað Þór­dísar og Sig­urðar Tómasar og í kjöl­farið verður mögu­legt van­hæfi Krist­bjargar tekið til umfjöll­unar í end­ur­upp­töku­nefnd.

Rangur ÓliÓlafur Ólafs­son, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða fyrr á þessu ári fyrir mark­aðs­mis­notk­un, óskaði eftir því um miðjan maí við end­ur­upp­töku­nefnd að málið verði tekið til með­ferðar og dóms­upp­sögu að nýju hvað hann varð­ar. Helsta ástæðan fyrir beiðn­inni er sú að í dómi Hæsta­réttar voru sönn­un­ar­gögn í mál­inu rang­lega met­in, að mati Ólafs. Í til­kynn­ingu sem Þórólfur Jóns­son, lög­maður Ólafs, sendi frá sér af þessu til­efni segir að þetta atriði hafi haft veiga­mikil áhrif á nið­ur­stöðu dóms­ins.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Að mati Ólafs lagði Hæsti­réttur rangt mat á sím­tal tveggja manna, þar sem annar vísar til sam­tals við ótil­greindan mann sem kall­aður var „Óli“, um til­tekna þætti við­skipt­anna sem málið tók til. Í vitn­is­burðum fyrir hér­aðs­dómi og öðrum sönn­un­ar­gögnum máls­ins kemur skýrt fram að þarna var átt við Ólaf Arin­björn Sig­urðs­son lög­mann. Þrátt fyrir þessa stað­reynd telur Hæsti­réttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafs­son­ar.

Auglýsing

Um grund­vall­ar­at­riði er að ræða. Af umræddu sím­tali er sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafs­son hafi verið upp­lýstur um til­tekna þætti við­skipt­anna, þrátt fyrir að fyr­ir­liggj­andi gögn sýni ann­að. Ekk­ert annað í mál­inu sýnir fram á meinta vit­neskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga for­senda er horn­steinn­inn að sak­fell­ingu Ólafs í dómi Hæsta­réttar sem telur að á grunni sím­tals­ins sé hafið yfir skyn­sam­legan vafa að Ólafur Ólafs­son skyldi njóta arðs til jafns við Al Thani.

Verj­endur höfðu ekki tæki­færi til þess að leið­rétta þessi mis­tök Hæsta­réttar því sím­talið var ekki tekið til efn­is­legrar með­ferðar í mál­flutn­ingn­um, fyr­ir­liggj­andi gögn bentu ekki til þess að vafi ríkti um þetta atriði og ekk­ert gaf til kynna að dóm­ar­arnir skildu efni sím­tals­ins með öðrum hætti en hér­aðs­dóm­ur, ákæru­vald, verj­endur og ákærðu.

Það er grund­vall­ar­at­riði þegar ein­stak­lingur er dæmdur í fang­elsi að það sé gert á réttum for­sendum og for­svar­an­legu mati á gögnum máls­ins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varð­ar, og er því beiðst end­ur­upp­töku máls­ins.“

Eig­in­konan skrif­aði greinEnd­ur­upp­töku­beiðnin hefur átt sér nokkurn aðdrag­anda. Ingi­björg Krist­jáns­dótt­ir, eig­in­kona Ólafs Ólafs­son­ar, skrif­aði grein í Frétta­blaðið í byrjun apríl þar sem hún sagði að eig­in­maður sinn hafi verið dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða á grund­velli mis­skiln­ings.

Í grein­inni segir að í upp­hafs­for­sendur dóms­ins vísi Hæstiréttir til sím­tals í gögnum máls­ins þar sem ítrekað komi fram að rætt hafi verið við „Óla“ um nákvæma útfærslu við­skipt­anna. „Hæsti­réttur fer manna­villt í rök­stuðn­ingi sínum og ályktar að hér sé átt við eig­in­mann minn, Ólaf Ólafs­son, en hið rétta er að um er að ræða lög­fræð­ing með sama for­nafni sem er sér­fræð­ingur í lögum um kaup­hall­ar­við­skipt­i,“ segir Ingi­björg í grein sinni. Hún full­yrðir að bæði ákæru­valdið og hér­aðs­dómur hafi áttað sig á því að umrætt sím­tal var ekki við Ólaf, eig­in­mann henn­ar.

Ingi­björg telur þennan mis­skiln­ing vera grafal­var­legan þar sem Hæsti­réttur dragi, að hennar mati, mjög víð­tækar álykt­anir af sam­tal­inu strax í upp­hafi dóms síns.

Mis­skiln­ingur að um mis­skiln­ing sé að ræðaBjörn Þor­valds­son, sem sótti Al Than­i-­málið fyrir hönd emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, sagði það hins veg­ar mis­skiln­ing hjá Ingi­björgu  að eig­in­maður hennar hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings.

Það sé alveg skýrt að í því sím­tali þar sem rætt hafi verið um „Óla“ sem Hæsti­réttur fjallar um sé verið að ræða Ólaf Ólafs­son, ekki lög­fræð­ing með sama for­nafni sem sé sér­fræð­ingur í kaup­hall­ar­við­skipt­um.   „Ég held að þetta sé mis­skiln­ingur hjá henni. Hún vitnar þarna í sím­tal sem á sér stað og getið er í dómn­um. Bæði í ljósi þess sem fram kemur í sím­tal­inu og sam­heng­is­ins þá er í fyrsta lagi alveg klárt mál að það er verið að tala um Ólaf Ólafs­son í þessu sím­tali. Í öðru lagi, sem kemur í ljós fyrir öllum sem lesa dóminn, þá eru fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem benda til aðkomu Ólafs. Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður,“ sagði Björn í sam­tali við Kjarn­ann í a­pr­íl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None