Neytendasamtökin kröfðu bakarí svara - Sykurálagning horfin?

sykur.jpg
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tök­unum hafa borist margar fyr­ir­spurnir frá ára­mótum vegna breyt­inga á virð­is­auka­skatti og afnáms vöru­gjalda, þar á meðal syk­ur­skatts­ins svo­kall­aða. Þar sem bak­arí nota mik­inn sykur í kökur og bakk­elsi hafa margar kvart­anir beinst að bak­ar­í­um. Sam­kvæmt svörum sextán bak­aría við fyr­ir­spurnum Neyt­enda­sam­tak­anna hafa þau tekið út syk­ur­á­lagn­ingu sem var áður fyrir hendi vegna syk­ur­skatts­ins svo­kall­aða, en um leið hækkað vörur almennt vegna hækk­unar á virð­is­auka­skatti, en hann hækk­aði úr 7 í 11 pró­sent um ára­mót.

Neyt­enda­sam­tökin telja þessa könnun sýna að eðli­lega hafi verið staðið að verð­breyt­ingun í bak­ar­í­un­um, sem svör­uðu spurn­ingum sam­tak­anna.

Sæta­brauð fellur undir toll­skrár­núm­erið 1905.9049, kökur og konditor­stykki, en þegar syk­ur­skatt­ur­inn var lagður á var lagt vöru­gjald á vörur sem falla undir þennan flokk upp á 21 kr./kg en jafn­framt höfðu fyr­ir­tækin heim­ild til að reikna vöru­gjaldið (syk­ur­skatt­inn) út frá raun­veru­legu syk­ur­inni­haldi.

Auglýsing

sykurinn

Svör bak­ar­í­anna, sem Neyt­enda­sam­tökin kröfðu svara, fara hér að neð­an, orð­rétt eins og þau komu til sam­tak­anna.

Bern­höfts­bak­arí

Engar verð­breyt­ingar voru á bakk­elsi og tertum um síð­ustu ára­mót. Bak­aríið seg­ist nota eins lít­inn sykur og mögu­legt er, það hafi greitt syk­ur­skatt­inn á hvert kíló og þannig hafi þessar breyt­ingar komið út á sléttu hvað varðar þessar vör­ur, þ.e. hækkun virð­is­auka­skatts vóg upp á móti afnámi syk­ur­skatts.Björns­bak­arí Skúla­götu

Þegar syk­ur­skattur var lagður á keypti bak­aríið birgðir af sykri og því var verði ekki breytt. Þegar þær syk­ur­birgðir klár­uð­ust seint í haust var ljóst að þessi skattur yrði lagður af og var því áfram óbreytt verð. Um ára­mót hækk­uðu vörur því aðeins sem nam hækkun virð­is­auka­skatts.Bæj­ar­bak­arí

Verð var ekki hækkað þegar syk­ur­skatt­ur­inn var lagður á. Til stóð að hækka verð vegna breyt­inga á virð­is­auka­skatti, en þegar svar barst hinn 14. jan­úar sl. hafði það ekki verið gert.Jói Fel

Um ára­mót voru vörur sem báru syk­ur­skatt lækk­aðar í verði sem honum nam (21 kr. á hvert kíló vöru sem er með sykri). Síðan voru allar vörur hækk­aðar um 2-4% vegna hækk­unar á virð­is­auka­skatti.Kornið

Engar verð­breyt­ingar höfðu átt sér stað frá mars 2013. Um ára­mótin voru hækk­anir almennt 3-4% og mestar 6% en einnig voru vöru­liðir sem breytt­ust ekki í verði. Tekið var mið af þróun fram­leiðslu­kostn­aðar síð­ustu tvö árin.Krist­jáns­bak­arí

Um ára­mótin var verð á vörum sem báru syk­ur­skatt lækkað sem honum nam. Þá hækk­aði verð um 4% vegna hækk­unar á virð­is­auka­skatti. Vörur sem báru syk­ur­skatt hækk­uðu um ca. 2,5% þar sem syk­ur­skattur vóg um 1,5%.Köku­hornið

Þegar syk­ur­skatt­ur­inn var lagður á var verði ekki breytt og því ekki svig­rúm til lækk­ana nú. Hækk­anir vegna breyt­inga á virð­is­auka­skatti tóku gildi um ára­mót.Köku­list

Þegar svar barst hinn 19. jan­úar var enn verið að nota sykur sem keyptur hafði verið með syk­ur­skatti. Um ára­mót var á verð á vörum hækkað um 3%, m.a vegna launa­skriðs.Myllan, tertugall­erí

Myllan hækk­aði ekki verð þegar syk­ur­skatt­ur­inn var lagður á og hefur því verði ekki verið breytt vegna afnáms hans. Verð hækk­aði í sam­ræmi við hækkun virð­is­auka­skatts.Mos­fells­bak­arí

Kökur og sæta­brauð var lækkað um 21 kr. kíló­ið, kex og smákökur um 63 kr. kílóið og konfekt um 116 kr. kíló­ið. Verð hækk­aði í sam­ræmi við hækkun virð­is­auka­skatts.Okkar bak­arí

Í svari dags. 19. jan­úar kom fram að vöru­verði hefði ekki verið breytt vegna þess­ara breyt­inga. Bakk­elsi og kökur sem báru syk­ur­skatt muni ekki hækka og ein­hverjar þeirra muni lækka í verði.Reynir bak­ari

Í svari dags. 15. jan­úar kom fram að verði hefði ekki verið breytt á neinum vörum og ekki hafði verið tekin nein ákvörðun um breyt­ing­ar.Sand­holts­bak­arí

Vöru­verð hefur hækkað aðeins und­an­farið en ekki vegna þess­ara breyt­inga þar sem afnám syk­ur­skatts og hækkun virð­is­auka­skatts jafnar hvort annað út. Verð á ýmsu hrá­efni, t.d. spelt­hveiti, súkkulaði, hnetum og fræj­um, hafi hins vegar hækkað í verði.Bak­arí sem ekki svör­uðuEft­ir­talin bak­arí svör­uðu ekki erindi Neyt­enda­sam­tak­anna þrátt fyrir ítrekun sam­tak­anna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá þeim:  • Bak­ara­meist­ar­inn


  • Björns­bak­arí, sami aðili rekur bak­arí undir þessu heiti á eft­ir­töldum stöð­um: Aust­ur­strönd, Dal­braut, Fálka­götu, Hring­braut og Miklu­braut.


  • Sveins­bak­arí


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None