„Neytendur eiga rétt á því að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim vöru eða þjónustu,“ segir í frétt á vefsíðu Neytendastofu í tilefni af útgáfu leiðbeininga um auðþekkjanlegar auglýsingar. „Margir lesendur átta sig ekki á að bloggarar fá gefins vörur eða fá greitt fyrir að fjalla um tilteknar vörur eða þjónustu. Þá getur oft verið erfitt fyrir lesendur dagblaða og tímarita að átta sig á því hvað er auglýsing og hvað er umfjöllun,“ segir í frétt Neytendastofu.
Bent er á að duldar auglýsingar séu bannaðar á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu. Markmiðið með banninu sé fyrst og fremst til þess að vernda neytendar. „Málið snýst um traust og heiðarleika. Neytandinn þarf að geta treyst því að um raunverulegar skoðanir og lýsingar á vörunni og þjónustunni sé að ræða og að þær séu ekki keyptar. Það er óheiðarlegt að dylja tilgang skilaboðanna þegar um markaðssetningu er að ræða. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða áhrifagjarna neytendur eins og börn og unglinga.“