Neytendur og ríkið borga átta milljarða króna á ári í stuðning við mjólkurframleiðslu

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Árin 2011 til 2013 kost­aði mjólk á bænda­verði neyt­endur og íslenska ríkið 15,5 millj­arða króna á ári að jafn­aði, en inn­flutt mjólk hefði kostað tæp­lega 7,5 millj­arða króna, með flutn­ings­kostn­aði. Stuðn­ingur ríkis og neyt­enda við mjólk­ur­fram­leiðslu var því með öðrum orðum átta millj­arðar króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu á Íslandi. Skýrslan var gerð opin­ber í dag.

Skýrslan er unnin fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Í lokakafla skýrsl­unnar eru gerðar til­lögur um breyt­ingar á opin­berum stuðn­ingi við mjólk­ur­fram­leiðslu. Lagt er til að tollar verði lækk­að­ir, svo að fram­leiðsla grann­land­anna verði sam­keppn­is­fær við íslenskar mjólk­ur­af­urðir hér á landi. Í fram­haldi af því má leggja af opin­bert heild­sölu­verð á mjólk­ur­vör­um. "Lagt er til að und­an­þágur mjólk­ur­vinnslu­fyr­ir­tækja frá sam­keppn­is­lögum verði felldar úr gildi. Í stað greiðslna úr rík­is­sjóði fyrir mjólk­ur­fram­leiðslu innan greiðslu­marks (fram­leiðslu­kvóta) komi annað hvort styrkir sem mið­aðir verði við fjölda naut­gripa og hey­feng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetu­styrk­ir. Lagt er til að greiðslu­mark (fram­leiðslu­kvóti) verði aflag­t."

Lág­marks­verð til bænda hefur hækkaðÍ skýrsl­unni segir einnig að lág­marks­verð til bænda hafi hækkað miðað við almennt neyslu­verð síðan 2003. Heild­sölu­verð mjólk­ur­vara hefur á sama tíma lækkað miðað við almennt neyslu­verð og smá­sölu­verð mjólk­ur­vara var lægra árið 2013 en árið 2003 miðað við verð á almennum neyslu­vör­um. "Þegar þróun verðs á ein­stökum mjólk­ur­af­urðum er borin saman við verð á ein­stökum teg­undum ann­arrar mat­vöru kemur í ljós að um 70 pró­sent af öðrum mat­vörum, sem til skoð­unar eru, hækk­uðu meira í verði en mjólk­ur­af­urð­ir," segir í skýrsl­unni.

Á árunum 1986 til 1988 var opin­ber stuðn­ingur við íslenska bændur fimm pró­sent  af lands­fram­leiðslu, að mati OECD, en hlut­fallið var lið­lega eitt pró­sent árið 2013. Árin 1986 til 1988 var íslensk mjólk á bænda­verði níu sinnum dýr­ari en inn­flutt mjólk hefði ver­ið, að mati OECD, en 2011-2013 var hún að jafn­aði um 30 pró­sent dýr­ari.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None