Norsk sendinefnd bauð ríkislögreglustjóra hríðskotabyssurnar

ZZZZZMP5-038626-9.jpg
Auglýsing

Norsk sendi­nefnd á vegum þar­lendra varn­ar­mála­yf­ir­valda, sem kom til lands­ins í júní 2013 í boði utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og heim­sótti af því til­efni meðal ann­ar­s æf­inga­að­stöðu lög­regl­unnar á Kefla­vík­ur­flug­velli ásamt full­trúum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og Land­helg­is­gæsl­unn­ar, ámálg­aði við full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra að lög­regl­unni á Íslandi stæði mögu­lega til boða að fá til eignar MP5 hríð­skota­byssur sem verið væri að afleggja hjá norska hern­um.

Þetta segir Jón Bjart­marz yfir­lög­reglu­þjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra í sam­tali við Kjarn­ann. Jón segir norsk stjórn­völd þannig hafa átt frum­kvæðið að því að afhenda íslenskum lög­reglu­yf­ir­völdum hríð­skota­byss­urn­ar. Þá segir hann Land­helg­is­gæsl­una hafa haft milli­göngu um afhend­ingu vopn­anna. Hann getur ekki svarað fyrir það hvort Land­helg­is­gæslan hafi fengið vopn sömu­leiðis frá norska hern­um. Kjarn­inn hefur ekki náð tali af Georgi Lárus­syni, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í dag, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir.

Ákvörð­unin ekki háð sam­þykki inn­an­rík­is­ráð­herraHeim­sókn norsku sendi­nefnd­ar­innar hingað til lands má rekja til sam­starfs þjóð­anna á vett­vangi varn­ar­mála. Jón Bjart­marz segir Rík­is­lög­reglu­stjóra hafa upp­lýst inn­an­rík­is­ráðu­neytið í júlí 2013 um boðið og fyr­ir­ætl­anir emb­ætt­is­ins hafi svo verið kynntar á fundi með Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra í ágúst 2013.

Jón segir ákvörðun emb­ætt­is­ins, um að þiggja gjöf norska stjórn­valda, ekki hafa verið háða sam­þykki inn­an­rík­is­ráð­herra. Sam­kvæmt reglum um vald­beit­ingu lög­reglu­manna og með­ferð og notkun vald­beit­ing­ar­tækja og vopna frá 1999, sé emb­ætt­inu í sjálfs­vald sett að taka ákvarð­anir af þessu tagi.

Auglýsing

Reglur sem ekki fást opin­ber­aðarFyrr­greindar reglur hafa ekki verið gerðar opin­ber­ar. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur stað­fest ákvörðun inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um að synja beiðnum um birt­ingu regln­anna.

Í úrskurði nefnd­ar­innar frá 5. maí síð­ast­liðnum seg­ir: "Í umræddum reglum og skýr­ingum við þær er að finna lýs­ingu á verk­lagi lög­reglu þegar upp koma alvar­leg mál á sviði lög­gæslu þar sem beita þarf valdi. Regl­urnar hafa því að geyma upp­lýs­ingar um skipu­lag lög­gæslu og varða öryggi rík­is­ins. Verði almenn­ingi veittur aðgangur að regl­unum kann það að nýt­ast þeim sem hyggj­ast fremja alvar­leg afbrot og draga úr fæl­ing­ar­mætti lög­regl­unn­ar. Opin­berun regln­anna myndi því raska almanna­hags­mun­um."

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None