Af þeim gjaldþrotum sem orðið hafa frá árinu 1998 eru 49,6 prósent þeirra, eða tæpur helmingur, sex ára eða yngri og 34,3 prósent eru sjö til tólf ára. Einungis sextán prósent félaga voru þrettán ára eða eldri þegar þau fóru í þrot. Hagstofa Íslands birti í morgun í fyrsta skipti tölur um aldursdreifingu hluta- og einkahlutafélaga sem orðið hafa gjaldþrota frá árinu 1998.
Ef aldur hluta- og einkahlutafélaga sem hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta á árinu 2014 er skoðaður, þá sést að 9,1 prósent félaga eru eins til þriggja ára, 23,7 prósent eru fjögurra til sex ára og 30,6 prósent eru sjö til níu ára gömul. Þessi tafla yfir aldursdreifingu verður uppfærð árlega.
Auglýsing