Ný hluthafastefna fyrir stórar fjárfestingar hjá Gildi samþykkt

kronurVef.jpg
Auglýsing

Mark­mið Gild­is-líf­eyr­is­sjóðs, með nýrri hlut­hafa­stefnu sem hefur verið sam­þykkt, er meðal ann­ar­s að beita sér sem eig­andi í félögum þar sem sjóð­ur­inn er hlut­hafi, í þeim til­gangi að stuðla að „lang­tíma­hags­munum og sjálf­bærni þeirra og ábyrgum stjórn­ar­hátt­u­m“, að því er segir í til­kynn­ingu frá­stjórn sjóðs­ins en hún­ hefur sam­þykkt nýja hlut­hafa­stefnu Gild­is. Hún markar stefnu og stjórn­ar­hætti sjóðs­ins sem eig­anda í félögum og fyr­ir­tækjum sem hann fjár­festir í.  „Við teljum það eitt af hlut­verkum okkar hjá Gildi að stuðla að ábyrgum og góðum stjórn­ar­hátt­um.  Inn­leið­ing á nýrri hlut­hafa­stefnu er hluti af því og vonum við að stjórnir félaga sem sjóð­ur­inn hefur fjár­fest í og aðilar á mark­aði taki vel í þessa við­leitni sjóðs­ins,“ segir Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is, í til­kynn­ingu.

Gildir um veru­legar fjár­fest­ingar og eignirÁrni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is.

Stefnan gildir um fjár­fest­ingar sem sjóð­ur­inn á veru­legan eign­ar­hlut í og bók­fært virði er yfir millj­arður króna. Veru­legur eign­ar­hlutur telst vera 0,5 pró­sent af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóðs­ins, 5 pró­sent eða meira í hverju félagi eða að sjóð­ur­inn sé meðal fimm stærstu hlut­hafa.

„Inn­lendur hluta­bréfa­mark­aður hefur verið að stækka og efl­ast und­an­farin ár sem leiðir til nýrra vinnu­bragða hags­muna­að­ila á mark­aði, bæði hluta­fé­laga og ekki síður fjár­festa. Sjóð­ur­inn er orð­inn virk­ari hlut­hafi í félögum en áður og vill því axla ábyrgð til sam­ræmis við það hlut­verk. Við end­ur­skoðun hlut­hafa­stefn­unnar horfði stjórn sjóðs­ins meðal ann­ars til þró­unar og umræðu í Evr­ópu og OECD tengdri end­ur­skoðun á reglum um stjórn­ar­hætti og inn­leið­ingu þeirra ásamt umræðu hags­muna­að­ila  hér­lend­is.  Stjórn sjóðs­ins vill í takt við þá þróun leggja sitt af mörkum til þess að bæta stjórn­ar­hætti og stuðla þannig að fram­þróun á inn­lendum hluta­bréfa­mark­að­i,“ segir í til­kynn­ingu frá sjóðn­um.

Auglýsing

Leið­ar­ljós í ákvörð­unumHlut­hafa­stefnan er höfð að leið­ar­ljósi við ákvarð­anir líf­eyr­is­sjóðs­ins um fjár­fest­ingar og segir til um það hvernig Gild­i-líf­eyr­is­sjóður hyggst beita sér sem fjár­festir og hvernig sjóð­ur­inn mun fylgja fjár­fest­ingum sínum eft­ir.  Í nýrri hlut­hafa­stefnu eru m.a. sett fram við­mið um upp­lýs­inga­gjöf hvað varðar starfs­kjör og starfs­kjara­stefn­ur. Jafn­framt vill líf­eyr­is­sjóð­ur­inn stuðla að auknum og gagn­kvæmum sam­skiptum við stjórnir félaga.

Gild­i-líf­eyr­is­sjóður hefur inn­leitt vissar breyt­ingar á und­an­förnum árum í átt að bættum stjórn­ar­hátt­um, s.s. með birt­ingu hlut­hafa­stefnu, sam­skipta- og siða­reglum og skipan val­nefnd­ar.  Á síð­ast­liðnu ári aug­lýsti sjóð­ur­inn eftir ein­stak­lingum sem gefa kost á sér til setu í stjórnum félaga. Við val á ein­stak­lingum sem Gildi til­nefnir og styður til stjórn­ar­setu fylgir sjóð­ur­inn „fag­legu ferli þar sem hæfi, mennt­un, þekk­ing og reynsla er könn­uð. Einnig er hugað að sam­setn­ingu hverrar stjórnar með hlið­sjón af fjöl­breyttri þekk­ingu, reynslu og kynja­hlut­fall­i,“ segir í til­kynn­ingu Gild­is.

Gild­i-líf­eyr­is­sjóður er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins og voru eignir sjóðs­ins í árs­lok 2014 um 400 millj­arðar króna, að því er segir í til­kynn­ingu. Árlega greiða til sjóðs­ins rúm­lega fjöru­tíu þús­und sjóð­fé­lagar og tæp­lega 200 þús­und ein­stak­ling­ar eiga rétt­indi hjá sjóðn­um. Líf­eyr­is­þegar eru um tutt­ugu þús­und tals­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ingu.

HLUT­HAFA­STEFNA GILDIS LÍF­EYR­IS­SJÓÐS

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None