Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason og leikstjórinn Sævar Guðmundsson hafa unnið að heimildarmynd um íslenska karlalandsliðið frá því sumarið 2013. Þeir ætla að fylgja liðinu eftir í gegnum undankeppnina og óhætt er að segja að sagan sem Sölvi og Sævar ætluðu að segja hafi snúist upp í enn meira ævintýri en upphaflega mátti ætla.
Sölvi og Sævar hafa, vegna vinnslu myndarinnar, fengið betra aðgengi að landsliðinu en almennt þekkist, líkt og sést á neðangreindri stiklu úr myndbandinu.
https://www.youtube.com/watch?v=JEMRKYXO6_M
Sölvi segir í samtali við Kjarnann að verkefnið sé kostnaðarsamt og að Kvikmyndasjóður Íslands hafi enn ekki séð sér fært að veita því fjárhagsstuðning. “Til þess að þessi mynd um einstaka atburði í íslenskri íþróttasögu geti orðið að veruleika reiðum við okkur á stuðning landsmanna.” Þeir hafa því farið af stað með hópfjármögnun á Karolina fund til að ná í það fjármagn sem upp á vantar.
Hægt er að sjá stöðu verkefnisins hjá Karolina Fund og heita á það hér.