Ný útgáfa af QuizUp komin út - algjörlega endurhannaður leikur

--orsteinn-Baldur-Fri--riksson-2.jpg
Auglýsing

Ný útgáfa af íslenska spurn­inga­leiknum QuizUp er komin út, en í henni er lögð aukin áhersla á sam­skipti og það að tengja not­endur leiks­ins sam­an.

Í nýja leiknum er frétta­veita svipuð því sem þekk­ist hjá ýmsum sam­fé­lags­miðlum þar sem hægt er að skoða upp­færslur ann­arra not­enda. Þá er búið að bæta leit­ar­mögu­leika í leikn­um. Önnur nýj­ung er að nú er hægt að spila spurn­inga­leik­inn í borð- og far­tölvum í gegnum vef­síð­una QuizUp.com.

Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Plain Vanilla, sem gefur leik­inn út, segir fyr­ir­tækið gríð­ar­lega spennt fyrir nýju útgáf­unni af QuizUp. „Við erum búin að leggja allt okkar hug­vit í þessa nýju útgáfu og þetta er því mjög stór dagur í sögu fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir Þor­steinn í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing

QuizUp.com 4 Svona lítur nýi leik­ur­inn út.

 

Hann segir nýju útgáf­una byggja á sömu hug­mynd og hafi heillað fólk við eldri útgáfu leiks­ins, sem kom út árið 2013, en nú sé sjónum beint að því að efla sam­fé­lags­hluta leiks­ins. „Þar erum við að hvetja not­endur til að kynn­ast öðrum not­endum sem deila sömu áhuga­málum og er eitt­hvað sem bætir alveg nýrri vídd við QuizUp upp­lifun­ina. Ég hvet Íslend­inga til að prófa þessa nýju útgáfu og gefa okkur sitt álit. Leik­ur­inn er að öllu leyti hann­aður á Íslandi, nánar til­tekið á Lauga­vegi 77, þar sem vinna nú um 85 manns.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None