Tryggvi Gunnarsson, Umboðsmaður Alþingis, telur að Seðlabanka Íslands hafi skort lagaheimild til þess að stofna Eignasafn Seðlabanka Íslands í sérstöku dótturfélagi. Félagið hefur innan sinna vébanda eignir upp á hundruð milljarða króna, sem að mestu hafa komið í „fang“ bankans eftir hrunið.
Þetta er athyglisverð niðurstaða og verður áhugavert að sjá hvernig Seðlabanki Íslands svarar þessum athugasemdum. Kjarninn hefur ítrekað spurst fyrir um eignir Eignasafnsins og óskað eftir ítarlegum upplýsingum um félagið, enda á almenningur eignirnar og hefur þannig hagsmuna að gæti þegar kemur að rekstri þess og starfsemi.
Það er skemmst frá því að segja að mikið ógagnsæi hefur einkennt þetta eignasafn almennings, og erfitt að nálgast upplýsingar um það sem eru skýrar og tæmandi. Vonandi stendur slíkt til bóta, enda ætti ekki að vera þarna neitt að fela.