Ólafur Ólafsson vísar Al-Thani málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu

domsmal-sigurdur.03-1.jpg
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, aðal­eig­andi Sam­skipa og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kaup­þingi, hefur sent fjöl­miðlum yfir­lýs­ingu vegna dóms Hæsta­réttar í gær í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, þar sem hann var sak­felldur fyrir hlut­deild að mark­aðs­mis­notkun og dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Þar held­ur Ólafur áfram fram sak­leysi sínu og upp­lýsir að hann ætli að vísa mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Ólafur segir að eng­inn sé dóm­ari í eigin sök og því hafi hann leitað eftir áliti frá "sex virtum lög­mönnum og fræði­mönnum í fjórum Evr­ópu­löndum vegna ákærunnar og dóms hér­aðs­dóms. Álitin voru öll sam­hljóða um að ég hefði ekki gerst brot­legur við lög. Laga­reglur um mark­aðs­mis­notkun eru byggðar á evr­ópskum til­skip­unum og eru reglur í ein­stökum löndum að mestu hinar sömu. Mér vit­an­lega eru refs­ingar sem þessar óþekktar í umræddum lönd­um."

Yfir­lýs­ingin er svohljóð­andi:



"Nið­ur­staða Hæsta­réttar í gær olli mér veru­legum von­brigðum og áfalli. Ég hef alltaf trúað því að ég yrði sýkn­aður af öllum liðum þeirrar ákæru sem mér var birt á sínum tíma, enda er ég sak­laus af því sem á mig var bor­ið.

Eng­inn er dóm­ari í eigin sök og því leit­aði ég eftir áliti frá sex virtum lög­mönnum og fræði­mönnum í fjórum Evr­ópu­löndum vegna ákærunnar og dóms hér­aðs­dóms. Álitin voru öll sam­hljóða um að ég hefði ekki gerst brot­legur við lög. Laga­reglur um mark­aðs­mis­notkun eru byggðar á evr­ópskum til­skip­unum og eru reglur í ein­stökum löndum að mestu hinar sömu. Mér vit­an­lega eru refs­ingar sem þessar óþekktar í umræddum lönd­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir sak­fell­ingu getur dóm­ur­inn ekki bent á nein hald­bær sönn­un­ar­gögn eða fram­burði vitna sem stað­fest gætu efni ákærunn­ar. Gild­is­hlaðnar og inni­stæðu­lausar álykt­anir dóms­ins breyta þar engu um. Engu að síður kemst dóm­ur­inn að því að ég hafi gerst sekur um mark­aðs­mis­notk­un.

Hæsti­réttur sýkn­aði mig hins vegar rétti­lega af ákæru um umboðs­svik og snéri þar við dómi hér­aðs­dóms.

Mér rann kalt vatn milli skinns og hör­unds þegar ég las bók fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ara um síð­ustu jól. Í bók­inni segir um dóms­for­set­ann, Markús Sig­ur­björns­son, á blað­síðu 383 að hann sé „afar leik­inn í að semja langa lög­fræði­texta, þar sem enda­skipti eru höfð á hlut­um. Ein­falt verður flókið og satt ósatt.“ Ég neit­aði að trúa þeim ásök­unum sem þarna koma fram og í síð­ari skrifum höf­und­ar. Við lestur þessa dóms fá orð höf­undar allt aðra merk­ingu í mínum huga.

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara var meðal ann­ars sett á lagg­irnar til að sefa reiði borg­ar­anna í land­inu, svo vitnað sé til frum­varps til laga um emb­ætt­ið. Ég held að eins­dæmi sé að laga­texti sé rök­studdur með þessum hætti í vest­rænu sam­fé­lagi. Ljóst er að dóm­ur­inn í gær fellur vel að þessum til­gangi en bygg­ist ekki á atvikum máls­ins og gild­andi lög­um. Mín reynsla er sú að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara virði í engu þá grund­vall­ar­skyldu við rann­sókn saka­máls að gætt skuli hlut­lægni og sann­leik­ans leit­að. Eflaust hefur þrýst­ingur frá stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi eftir þær raunir sem þjóðin gekk í gegnum árin eftir banka­hrunið haft mikið að segja um nálgun emb­ætt­is­ins.

Ég hugsa með hryll­ingi til þeirra fjöl­mörgu ein­stak­linga sem eru í blóma lífs­ins og bíða nú dóms vegna meintrar mark­aðs­mis­notk­unar ef Hæsti­réttur sér ekki að sér og dæmir eftir lög­um. Ég óska engum þess að þurfa að sæta með­ferð af þessu tagi og því álagi sem fylgir fyrir ein­stak­linga og aðstand­endur þeirra.

Íslenskt rétt­ar­kerfi hefur dæmt sak­lausa menn seka. Ég velti vöngum yfir því hvort rétt­ar­ríki sé við lýði á Íslandi. Ég er sann­færður um að lands­menn vilja ekki búa í sam­fé­lagi þar sem réttar­ör­yggi þeirra er ekki tryggt og mann­rétt­indi ekki virt. Ég hef því ákveðið að vísa mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í von um að dóm­ur­inn taki málið fyr­ir, enda var við með­ferð máls­ins brotið gegn grund­vall­ar­rétt­indum ein­stak­linga sem njóta verndar stjórn­ar­skrár­innar og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None