Ólafur Ragnar hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig aftur fram 2016

10054184655-c3865a384f-z.jpg
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, segir að hann líti svo á að meiri­hluti þjóð­ar­innar vilji að mál­skots­réttur for­seta haldi sér. Sagan hafi sýnt að böl­sýn­is­spár þeirra sem harð­ast börð­ust gegn því að for­set­inn gæti sett lög í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hafi alls ekki reynst á rökum reist­ar. Þá hefur hann ekki ákveðið hvort hann ætli að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta aftur á næsta ári, en að hann hafi bæði fengið áskor­anir um að halda áfram og hætta. Ólafur Ragnar verður búinn að vera for­seti Íslands í 20 ár þegar kosið verður til emb­ætt­is­ins á næsta ári.

Þetta kemur fram í við­tali Sölva Tryggva­sonar við Ólaf Ragnar í þætt­inum Fólk og frum­kvæði sem sýndur verður á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut í kvöld.

https://www.youtu­be.com/watch?v=EP­Bc9oMn-zo

Auglýsing

Í við­tali við sjón­varps­þátt­inn Eyj­una í nóv­em­ber 2014 sagði Ólafur Ragnar að hefð væri fyrir því að for­setar lands­ins til­kynn­i hvort þeir ætli að hætta eður ei í nýársávarpi eða við setn­ingu þings. Í þætti Sölva segir Ólafur Ragnar að hann muni til­kynna um fram­boð sitt í nýársávarpi sínu um kom­andi ára­mót.

Þar tjáir Ólafur Ragnar sig einnig um fjar­veru sína úr for­seta­af­mæli Vig­dísar Finn­boga­dóttur fyrr í sum­ar. Hann segir að við­burð­ur­inn hafi ekki gert ráð fyrir hon­um. Verið hefði að heiðra Vig­dísi og hann vildi ekki taka athygli frá henni. Þess vegna hafi gagn­rýnin sem sett hafi verið fram verið sér­kenni­leg.

https://www.youtu­be.com/watch?t=16&v=J9-JmDqgoRM

Ólaf­ur Ragnar ræðir líka mis­skipt­ingu í við­tal­inu og segir að í litlu sam­fé­lagi eins og því íslenska finni fólk alltaf meira fyrir henni en ann­ars stað­ar. Alltaf sé hægt að gera betur í að skipta gæðum jafn­ar.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None