Forseti Alþingis hefur sent frá sér tilkynningu þar sem han nsegir að Ólög Nordal innanríkisráðherra hafi sagt sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands með bréfi dagsettu 8. desember 2014, sama dag og hún tók sæti í ríkisstjórn Íslands.
Í bréfi hennar sagði m.a. : „Hinn 5. júlí 2013 var ég skipuð í bankaráð Seðlabanka Íslands í samræmi við 26. gr. laga nr. 36/2001. Vegna skipunnar minnar í embætti innanríkisráðherra segi ég mig hér með úr bankaráði Seðlabanka Íslands. Í samræmi við ákvæði 26. gr. tekur varamaður sæti mitt þar til Alþingi hefur kosið nýjan aðalmann til loka kjörtímabils bankaráðsins.“
Í frétt á vef Hringbrautar sem birtist í gær kom fram að Ólöf væri enn skráð formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að ráðherra sé óheimilt að sitja í bankaráði samkvæmt lögum. Þessu var breytt í gær og nú er Jón Helgi Egilsson skráður formaður ráðsins.