Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist ekki styðja að óbreyttu frumvarp Höskuldar Þórhallssonar og annarra framsóknarmanna um að ríkið taki yfir skipulagsvald á alþjóðaflugvöllum í landinu. Ef frumvarpið verður að lögum verður skipulagsvaldið á hendi innanríkisráðherra.
Frumvarpið var afgreitt úr umhverfis- og samgöngunefnd þingsins í gærmorgun. Frumvarpið fjallaði upphaflega bara um að skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli yrði tekið af borginni, en á fundi nefndarinnar í gær kom fram breytt tillaga þar sem búið var að bæta Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli inn í það. Minnihluti nefndarinnar mótmælti þessu harðlega í gær, eins og Kjarninn greindi frá.
„Þetta eiginlega endurspeglar það að við höfum ekki náð neinu samkomulagi um það hvernig framtíðarmál flugvallarins eiga að vera en ég tel mjög varhugavert að stíga skref eins og Höskuldur er að gera þarna og ég get ekki séð fyrir mér að þetta sé nein niðurstaða sem sátt verði um,“ segir Ólöf um málið í samtali við RÚV.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar