Ólöglegar hleranir sérstaks saksóknara undir smásjánni

hlerun.jpg
Auglýsing

Mikil umræða hefur átt sér stað um hler­anir hér á landi frá því að dómur féll í svoköll­uðu Imon-­máli 3. júní síð­ast­lið­inn, en í því voru Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans, og Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, sýkn­uð. Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­miðl­unar bank­ans, var dæmdur í níu mán­aða fang­elsi, þar af sex mán­uði skil­orðs­bund­ið. Lík­legt er að mál­inu verði áfrýjað til Hæsta­réttar en end­an­leg ákvörðun um það liggur ekki fyrir að hálfu sér­staks sak­sókn­ara.

Það sem helst hefur orðið til­efni til umræðu, ekki síst meðal lög­manna, eru for­sendur dóms­ins þar sem vikið er að hler­unum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara á sím­tölum ákærðu.

Orð­rétt segir í dómn­um: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um með­ferð saka­mála bar rann­sak­anda að láta af sím­hlustun og stöðva upp­töku þegar ljóst var að um var að ræða sam­tal milli ákærðu og verj­enda þeirra. Sam­kvæmt loka­máls­lið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafn­framt að farga upp­tökum sím­tal­anna þegar í stað. Hvor­ugt var gert og fólu fram­an­greindar rann­sókn­ar­að­gerð­ir, eins og að þeim var stað­ið, í sér brot gegn til­vitn­uðum ákvæðum laga um með­ferð saka­mála.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/12[/em­bed]

Auglýsing

Fleiri til­vikLög­menn margra þeirra sem hafa verið til rann­sóknar vegna mála sem tengj­ast efna­hags­hrun­inu hafa áður kvartað yfir því hvernig staðið hefur verið að hler­un­um. Hörður Felix Harð­ar­son hrl., lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, hefur verið í hópi þeirra sem hafa gagn­rýnt hvernig að þessu hefur verið stað­ið. Hann fékk sjálfur að hlusta á hleruð sím­töl sér­staks sak­sókn­ara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal sím­töl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á ten­ingnum í Imon-­mál­inu og dóm­ari dæmdi ólölegar rann­sókn­ar­að­ferð­ir. Ljóst er því að sam­bæri­leg atvik þeim sem dæmd hafa verið ólög­mæt í hér­aði hafa komið upp áður.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurnum um þessi mál til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í mars síð­ast­liðnum eftir að upp­lýs­ingar bár­ust til rit­stjórnar um að sam­töl blaða­manna við suma þeirra sem hefðu verið til rann­sóknar hefðu verið hleruð og þau geymd. Sam­kvæmt svörum frá emb­ætt­inu var tekið fram að svo væri ekki, það er að sam­töl blaða­manna við fólk væru ekki hleruð og geymd. Lögð væri áhersla á það að afla aðeins upp­lýs­inga um það sem máli skipti, öðru væri eytt. En í ljósi þess hvernig hler­unin færi fram væri óhjá­kvæmi­legt að sím­töl sem vörð­uðu annað en málið sem til rann­sóknar væri gætu verið hleruð af starfs­mönnum emb­ætt­is­ins. Þeim bæri hins vegar að eyða öllu sem ekki tengd­ist mál­inu, og þá væri óheim­ilt að hlera sím­töl milli lög­manna og þeirra sem til rann­sóknar væru. Í ein­hverjum til­vikum kynni að hafa orðið mis­brestur á þessu, en þá hefði verið brugð­ist við því og öllu efni eytt sem þyrfti að eyða.

Líka í raun­tímaÓlafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hefur auk þess svarað því til að ekki sé hlerað í raun­tíma heldur séu tekin upp öll sam­töl, á grund­velli dóms­úr­skurðar þar sem heim­ild­ar­­­tíma­bil til hler­unar er til­tek­ið, og síðan fari starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara í gegnum þau eftir á og meti hvað eigi erindi við málið og hvað ekki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er þessi lýs­ing ekki alls kostar rétt. Í mörgum til­vikum hafa starfs­menn emb­ætt­is­ins hlerað sím­töl í raun­tíma og hafa getað fylgst með því í gegnum tölvu­kerfi hvenær sá sem heim­ilt er að hlera hefur átt sam­töl í síma. Það er ekk­ert annað að gera en að setja heyrn­ar­tólin á höf­uðið og hlusta á það sem fram fer.

Rík­is­sak­sókn­ari skoðar máliðRík­is­sak­sókn­ari hefur haft starfs­að­ferðir emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara til skoð­unar og rann­sóknar í nokkuð langan tíma, ekki síst vegna síend­ur­tek­inna kvart­ana lög­manna yfir starfs­að­ferðum þegar kemur að hler­un­um. Fyrr­­nefndur Hörður Felix hefur átt í form­legum sam­skiptum við rík­is­sak­sókn­ara vegna þess­ara mála fyrir hönd Hreið­ars Más og kraf­ist þess að ólög­legum hler­unum verði hætt hið snarasta, og hefur einnig fært fyrir því rök fyrir dómi að þessar ólög­legu aðgerðir sak­sókn­ara eigi að vera næg ástæða til þess að vísa málum á hendur Hreið­ari Má frá dómi. Grafal­var­legt sé að beita ólö­legum rann­sókn­ar­að­ferðum í málum og það eigi að nægja til þess að láta mál niður falla.

Eins og áður segir hefur sér­stakur sak­sókn­ari alfarið hafnað þessu, telur hler­an­irnar ekki vera neina ástæðu til þess að vísa málum frá eða fella niður mál.

Þetta er brot úr umfjöllun Kjarn­ans um hler­anir sér­staks sak­sókn­ara. Lestu hann í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None