Ólöglegar hleranir sérstaks saksóknara undir smásjánni

hlerun.jpg
Auglýsing

Mikil umræða hefur átt sér stað um hler­anir hér á landi frá því að dómur féll í svoköll­uðu Imon-­máli 3. júní síð­ast­lið­inn, en í því voru Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans, og Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, sýkn­uð. Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­miðl­unar bank­ans, var dæmdur í níu mán­aða fang­elsi, þar af sex mán­uði skil­orðs­bund­ið. Lík­legt er að mál­inu verði áfrýjað til Hæsta­réttar en end­an­leg ákvörðun um það liggur ekki fyrir að hálfu sér­staks sak­sókn­ara.

Það sem helst hefur orðið til­efni til umræðu, ekki síst meðal lög­manna, eru for­sendur dóms­ins þar sem vikið er að hler­unum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara á sím­tölum ákærðu.

Orð­rétt segir í dómn­um: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um með­ferð saka­mála bar rann­sak­anda að láta af sím­hlustun og stöðva upp­töku þegar ljóst var að um var að ræða sam­tal milli ákærðu og verj­enda þeirra. Sam­kvæmt loka­máls­lið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafn­framt að farga upp­tökum sím­tal­anna þegar í stað. Hvor­ugt var gert og fólu fram­an­greindar rann­sókn­ar­að­gerð­ir, eins og að þeim var stað­ið, í sér brot gegn til­vitn­uðum ákvæðum laga um með­ferð saka­mála.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/12[/em­bed]

Auglýsing

Fleiri til­vikLög­menn margra þeirra sem hafa verið til rann­sóknar vegna mála sem tengj­ast efna­hags­hrun­inu hafa áður kvartað yfir því hvernig staðið hefur verið að hler­un­um. Hörður Felix Harð­ar­son hrl., lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, hefur verið í hópi þeirra sem hafa gagn­rýnt hvernig að þessu hefur verið stað­ið. Hann fékk sjálfur að hlusta á hleruð sím­töl sér­staks sak­sókn­ara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal sím­töl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á ten­ingnum í Imon-­mál­inu og dóm­ari dæmdi ólölegar rann­sókn­ar­að­ferð­ir. Ljóst er því að sam­bæri­leg atvik þeim sem dæmd hafa verið ólög­mæt í hér­aði hafa komið upp áður.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurnum um þessi mál til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í mars síð­ast­liðnum eftir að upp­lýs­ingar bár­ust til rit­stjórnar um að sam­töl blaða­manna við suma þeirra sem hefðu verið til rann­sóknar hefðu verið hleruð og þau geymd. Sam­kvæmt svörum frá emb­ætt­inu var tekið fram að svo væri ekki, það er að sam­töl blaða­manna við fólk væru ekki hleruð og geymd. Lögð væri áhersla á það að afla aðeins upp­lýs­inga um það sem máli skipti, öðru væri eytt. En í ljósi þess hvernig hler­unin færi fram væri óhjá­kvæmi­legt að sím­töl sem vörð­uðu annað en málið sem til rann­sóknar væri gætu verið hleruð af starfs­mönnum emb­ætt­is­ins. Þeim bæri hins vegar að eyða öllu sem ekki tengd­ist mál­inu, og þá væri óheim­ilt að hlera sím­töl milli lög­manna og þeirra sem til rann­sóknar væru. Í ein­hverjum til­vikum kynni að hafa orðið mis­brestur á þessu, en þá hefði verið brugð­ist við því og öllu efni eytt sem þyrfti að eyða.

Líka í raun­tímaÓlafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hefur auk þess svarað því til að ekki sé hlerað í raun­tíma heldur séu tekin upp öll sam­töl, á grund­velli dóms­úr­skurðar þar sem heim­ild­ar­­­tíma­bil til hler­unar er til­tek­ið, og síðan fari starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara í gegnum þau eftir á og meti hvað eigi erindi við málið og hvað ekki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er þessi lýs­ing ekki alls kostar rétt. Í mörgum til­vikum hafa starfs­menn emb­ætt­is­ins hlerað sím­töl í raun­tíma og hafa getað fylgst með því í gegnum tölvu­kerfi hvenær sá sem heim­ilt er að hlera hefur átt sam­töl í síma. Það er ekk­ert annað að gera en að setja heyrn­ar­tólin á höf­uðið og hlusta á það sem fram fer.

Rík­is­sak­sókn­ari skoðar máliðRík­is­sak­sókn­ari hefur haft starfs­að­ferðir emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara til skoð­unar og rann­sóknar í nokkuð langan tíma, ekki síst vegna síend­ur­tek­inna kvart­ana lög­manna yfir starfs­að­ferðum þegar kemur að hler­un­um. Fyrr­­nefndur Hörður Felix hefur átt í form­legum sam­skiptum við rík­is­sak­sókn­ara vegna þess­ara mála fyrir hönd Hreið­ars Más og kraf­ist þess að ólög­legum hler­unum verði hætt hið snarasta, og hefur einnig fært fyrir því rök fyrir dómi að þessar ólög­legu aðgerðir sak­sókn­ara eigi að vera næg ástæða til þess að vísa málum á hendur Hreið­ari Má frá dómi. Grafal­var­legt sé að beita ólö­legum rann­sókn­ar­að­ferðum í málum og það eigi að nægja til þess að láta mál niður falla.

Eins og áður segir hefur sér­stakur sak­sókn­ari alfarið hafnað þessu, telur hler­an­irnar ekki vera neina ástæðu til þess að vísa málum frá eða fella niður mál.

Þetta er brot úr umfjöllun Kjarn­ans um hler­anir sér­staks sak­sókn­ara. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None