Ólöglegar hleranir sérstaks saksóknara undir smásjánni

hlerun.jpg
Auglýsing

Mikil umræða hefur átt sér stað um hler­anir hér á landi frá því að dómur féll í svoköll­uðu Imon-­máli 3. júní síð­ast­lið­inn, en í því voru Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans, og Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, sýkn­uð. Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­miðl­unar bank­ans, var dæmdur í níu mán­aða fang­elsi, þar af sex mán­uði skil­orðs­bund­ið. Lík­legt er að mál­inu verði áfrýjað til Hæsta­réttar en end­an­leg ákvörðun um það liggur ekki fyrir að hálfu sér­staks sak­sókn­ara.

Það sem helst hefur orðið til­efni til umræðu, ekki síst meðal lög­manna, eru for­sendur dóms­ins þar sem vikið er að hler­unum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara á sím­tölum ákærðu.

Orð­rétt segir í dómn­um: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um með­ferð saka­mála bar rann­sak­anda að láta af sím­hlustun og stöðva upp­töku þegar ljóst var að um var að ræða sam­tal milli ákærðu og verj­enda þeirra. Sam­kvæmt loka­máls­lið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafn­framt að farga upp­tökum sím­tal­anna þegar í stað. Hvor­ugt var gert og fólu fram­an­greindar rann­sókn­ar­að­gerð­ir, eins og að þeim var stað­ið, í sér brot gegn til­vitn­uðum ákvæðum laga um með­ferð saka­mála.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/12[/em­bed]

Auglýsing

Fleiri til­vikLög­menn margra þeirra sem hafa verið til rann­sóknar vegna mála sem tengj­ast efna­hags­hrun­inu hafa áður kvartað yfir því hvernig staðið hefur verið að hler­un­um. Hörður Felix Harð­ar­son hrl., lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, hefur verið í hópi þeirra sem hafa gagn­rýnt hvernig að þessu hefur verið stað­ið. Hann fékk sjálfur að hlusta á hleruð sím­töl sér­staks sak­sókn­ara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal sím­töl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á ten­ingnum í Imon-­mál­inu og dóm­ari dæmdi ólölegar rann­sókn­ar­að­ferð­ir. Ljóst er því að sam­bæri­leg atvik þeim sem dæmd hafa verið ólög­mæt í hér­aði hafa komið upp áður.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurnum um þessi mál til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í mars síð­ast­liðnum eftir að upp­lýs­ingar bár­ust til rit­stjórnar um að sam­töl blaða­manna við suma þeirra sem hefðu verið til rann­sóknar hefðu verið hleruð og þau geymd. Sam­kvæmt svörum frá emb­ætt­inu var tekið fram að svo væri ekki, það er að sam­töl blaða­manna við fólk væru ekki hleruð og geymd. Lögð væri áhersla á það að afla aðeins upp­lýs­inga um það sem máli skipti, öðru væri eytt. En í ljósi þess hvernig hler­unin færi fram væri óhjá­kvæmi­legt að sím­töl sem vörð­uðu annað en málið sem til rann­sóknar væri gætu verið hleruð af starfs­mönnum emb­ætt­is­ins. Þeim bæri hins vegar að eyða öllu sem ekki tengd­ist mál­inu, og þá væri óheim­ilt að hlera sím­töl milli lög­manna og þeirra sem til rann­sóknar væru. Í ein­hverjum til­vikum kynni að hafa orðið mis­brestur á þessu, en þá hefði verið brugð­ist við því og öllu efni eytt sem þyrfti að eyða.

Líka í raun­tímaÓlafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hefur auk þess svarað því til að ekki sé hlerað í raun­tíma heldur séu tekin upp öll sam­töl, á grund­velli dóms­úr­skurðar þar sem heim­ild­ar­­­tíma­bil til hler­unar er til­tek­ið, og síðan fari starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara í gegnum þau eftir á og meti hvað eigi erindi við málið og hvað ekki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er þessi lýs­ing ekki alls kostar rétt. Í mörgum til­vikum hafa starfs­menn emb­ætt­is­ins hlerað sím­töl í raun­tíma og hafa getað fylgst með því í gegnum tölvu­kerfi hvenær sá sem heim­ilt er að hlera hefur átt sam­töl í síma. Það er ekk­ert annað að gera en að setja heyrn­ar­tólin á höf­uðið og hlusta á það sem fram fer.

Rík­is­sak­sókn­ari skoðar máliðRík­is­sak­sókn­ari hefur haft starfs­að­ferðir emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara til skoð­unar og rann­sóknar í nokkuð langan tíma, ekki síst vegna síend­ur­tek­inna kvart­ana lög­manna yfir starfs­að­ferðum þegar kemur að hler­un­um. Fyrr­­nefndur Hörður Felix hefur átt í form­legum sam­skiptum við rík­is­sak­sókn­ara vegna þess­ara mála fyrir hönd Hreið­ars Más og kraf­ist þess að ólög­legum hler­unum verði hætt hið snarasta, og hefur einnig fært fyrir því rök fyrir dómi að þessar ólög­legu aðgerðir sak­sókn­ara eigi að vera næg ástæða til þess að vísa málum á hendur Hreið­ari Má frá dómi. Grafal­var­legt sé að beita ólö­legum rann­sókn­ar­að­ferðum í málum og það eigi að nægja til þess að láta mál niður falla.

Eins og áður segir hefur sér­stakur sak­sókn­ari alfarið hafnað þessu, telur hler­an­irnar ekki vera neina ástæðu til þess að vísa málum frá eða fella niður mál.

Þetta er brot úr umfjöllun Kjarn­ans um hler­anir sér­staks sak­sókn­ara. Lestu hann í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None