Kjarninn í samstarfi við Íslensk verðbréf stendur fyrir opnum fundi um raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu 20. apríl og stendur yfir milli 9:00 og 10:30, en húsið opnar 8:30. Léttar veitingar eru í boði, aðgangur ókeypis og fundurinn opinn öllum svo lengi sem rúm leyfir, en skráning fer fram með póstsendingu á fundir@kjarninn.is.
Fjallað verður ítarlega um málið frá ýmsum hliðum. Pólitískur og efnahagslegur veruleiki þess verður ræddur í þaula, og kostir og gallar við verkefnið dregnir fram í erindum sérfræðinga og umræðum í standandi pallborði.
Lesendur Morgunpósts Kjarnans fengu tilkynningu um fundinn í morgun, og hafa margir þegar skráð sig.
Markmiðið er að stuðla að upplýstri og yfirvegaðri umræðu um þetta mikilvæga og margslungna mál. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri, munu stýra fundinum og umræðum í pallborði.
Dagskrá:
Þórður Snær Júlíusson opnar fundinn og kynnir frummælendur og erindi.
9:00 – 9:25 Fjármögnun sæstrengs
Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
9:30 – 9:55 Afstaða Breta til sæstrengsins
Charles Hendry, fyrrverandi þingmaður, ráðgjafi og fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi.
10:00 – 10:30 Pallborðsumræður
Þórunn Elísabet Bogadóttir stýrir umræðum, en Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, auk frummælendanna, Sigþórs Jónssonar og Charles Hendry, munu taka þátt í umræðum, og opið verður fyrir spurningar úr sal.
Sætaframboð er takmarkað við rúmlega 100 sæti, en eins og áður segir er hægt að skrá sig til þátttöku með því að senda nafn viðkomandi á fundir@kjarninn.is.