Örn Bárður Jónsson spyr hvort Evrópa verði undir íslömskum áhrifum 2050 - Fjarlægði færsluna

6909518767_6df9286ab7_b.jpg
Auglýsing

"Hvað bíður Evr­ópu? Þetta?" Svona spyr prest­ur­inn Örn Bárður Jóns­son í stöðu­upp­færslu á Face­book og birtir neð­an­greinda mynd með.

ornbardur

Örn Bárð­ur, sem er sókn­ar­prestur í Nes­kirkju, virð­ist með mynd­birt­ing­unni og stöðu­upp­færsl­unni vera að vísa til þess að ef Evr­ópa geti orðið fyrir auknum íslömskum áhrif­um árið 2050, á sama hátt og Afganistan og Íran í kjöl­far auk­inna áhrifa íslamskra bók­starfs­trú­ar­manna í þeim löndum frá átt­unda ára­tugn­um.

Auglýsing

Mikil umræða hefur verið um flótta­manna­mál í Evr­ópu und­an­farna daga í kjöl­far þess að þús­undir flótta­manna, að mestu frá Sýr­landi, hafa drukknað við það að reyna að kom­ast til Evr­ópu. Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að um 60 millj­ónir manna hafi flúið heim­ili sín víðs vegar um heim­inn. Sá flótta­manna­vandi sem nú er uppi er sá mesti sem heim­ur­inn hefur upp­lifað frá seinni heim­styrj­öld­inni. Margir flótta­mann­anna eru múslim­ar.

Líkti Van­trú við ISIS en baðst síðan afsök­unarÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Örn Bárður ratar í fréttir á und­an­förnum dög­um. Í síð­ustu viku líkti hann guð- og trú­leys­is­sam­tök­unum Van­trú við hryðju­verka­sam­tökin ISIS Face­book-­færslu. Örn Bárður birti mynd á Face­book-­síðu sinni þar sem spurt var hvort það sé stigs- eða eðl­is­munur á Van­trú og hryðju­verka­sam­tök­unum ISIS. Á mynd­inni sást mað­ur, vopn­aður hríð­skota­byssu og merktur ISIS og Van­trú, skjóta vængj­aða kirkj­unnar menn í höf­uðið og spurn­ing­in „­Stigs- eða eðl­is­mun­ur?“ sett fram. Örn Bárður baðst síðar afsök­unar á teikn­ing­unni og sagð­ist hafa farið fram úr sér. Hann bað þolendur um að fyr­ir­gefa sér mis­tökin og tók mynd­ina út af Face­book-­síðu sinni.

Upp­fært klukkan 17:54:Örn Bárður hefur fjar­lægt færsl­una af Face­book-­síðu sinni og birt eft­ir­far­andi stöðu­upp­færslu:

"Að gefnu til­efni.

Mér barst til eyrna að Kjarn­inn hefði túlkað afstöðu mína um flótta­fólk á annan veg en ég geri sjálf­ur.

Hef fagnað afstöðu Íslend­inga varð­andi mál­efni flótta­manna og styð heils­hugar að við björgun öllum sem við get­um.

Færsla mín á FB um þróun islam olli mis­skiln­ingu hvað varðar afstöðu mína og það harma ég. Því hef ég fjar­lægt færsl­una.

Ég er ekki á móti múslimum en geri mér grein fyrir því að mörg svo­nefnd múslimsk lönd hafa því miður ekki gengið í gegnum sið­bót (reformation), upp­lýs­ingu eða það sem franska bylyingin færði Vest­ur­löndum og heim­in­um. Það hefur aftur á móti hinn kristni heimur gert. Mér er annt um evr­ópska menn­ingu og gil­da­grunn en leit­ast við að virða öll trú­ar­brögð og menn­ing­ar­flóru.

Nefni það í leið­inni að ég bauð Sverri Agn­ars­syni tals­manni múslima til opins fundar í Nes­kirkju, í fyrra að mig minn­ir, til að kynna sína trú og afstöðu. Þá fékk ég reyndar ákúrur frá sum­um. Veit ekki til þess að aðrir prestar eða söfn­uðir á Íslandi hafi boðið til slíks sam­tals.

Það er vandi að tjá skoð­anir sínar og mér kemur í hug hið forn­kveðna: aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar.

Vona að þessi skrif taki af alla vafa um afstöðu mína."

Athuga­semd rit­stjórn­ar:

Kjarn­inn túlk­aði ekki á neinn hátt afstöðu Arnar Bárðar til flótta­manna í frétt sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None