Örn Bárður Jónsson spyr hvort Evrópa verði undir íslömskum áhrifum 2050 - Fjarlægði færsluna

6909518767_6df9286ab7_b.jpg
Auglýsing

"Hvað bíður Evr­ópu? Þetta?" Svona spyr prest­ur­inn Örn Bárður Jóns­son í stöðu­upp­færslu á Face­book og birtir neð­an­greinda mynd með.

ornbardur

Örn Bárð­ur, sem er sókn­ar­prestur í Nes­kirkju, virð­ist með mynd­birt­ing­unni og stöðu­upp­færsl­unni vera að vísa til þess að ef Evr­ópa geti orðið fyrir auknum íslömskum áhrif­um árið 2050, á sama hátt og Afganistan og Íran í kjöl­far auk­inna áhrifa íslamskra bók­starfs­trú­ar­manna í þeim löndum frá átt­unda ára­tugn­um.

Auglýsing

Mikil umræða hefur verið um flótta­manna­mál í Evr­ópu und­an­farna daga í kjöl­far þess að þús­undir flótta­manna, að mestu frá Sýr­landi, hafa drukknað við það að reyna að kom­ast til Evr­ópu. Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að um 60 millj­ónir manna hafi flúið heim­ili sín víðs vegar um heim­inn. Sá flótta­manna­vandi sem nú er uppi er sá mesti sem heim­ur­inn hefur upp­lifað frá seinni heim­styrj­öld­inni. Margir flótta­mann­anna eru múslim­ar.

Líkti Van­trú við ISIS en baðst síðan afsök­unarÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Örn Bárður ratar í fréttir á und­an­förnum dög­um. Í síð­ustu viku líkti hann guð- og trú­leys­is­sam­tök­unum Van­trú við hryðju­verka­sam­tökin ISIS Face­book-­færslu. Örn Bárður birti mynd á Face­book-­síðu sinni þar sem spurt var hvort það sé stigs- eða eðl­is­munur á Van­trú og hryðju­verka­sam­tök­unum ISIS. Á mynd­inni sást mað­ur, vopn­aður hríð­skota­byssu og merktur ISIS og Van­trú, skjóta vængj­aða kirkj­unnar menn í höf­uðið og spurn­ing­in „­Stigs- eða eðl­is­mun­ur?“ sett fram. Örn Bárður baðst síðar afsök­unar á teikn­ing­unni og sagð­ist hafa farið fram úr sér. Hann bað þolendur um að fyr­ir­gefa sér mis­tökin og tók mynd­ina út af Face­book-­síðu sinni.

Upp­fært klukkan 17:54:Örn Bárður hefur fjar­lægt færsl­una af Face­book-­síðu sinni og birt eft­ir­far­andi stöðu­upp­færslu:

"Að gefnu til­efni.

Mér barst til eyrna að Kjarn­inn hefði túlkað afstöðu mína um flótta­fólk á annan veg en ég geri sjálf­ur.

Hef fagnað afstöðu Íslend­inga varð­andi mál­efni flótta­manna og styð heils­hugar að við björgun öllum sem við get­um.

Færsla mín á FB um þróun islam olli mis­skiln­ingu hvað varðar afstöðu mína og það harma ég. Því hef ég fjar­lægt færsl­una.

Ég er ekki á móti múslimum en geri mér grein fyrir því að mörg svo­nefnd múslimsk lönd hafa því miður ekki gengið í gegnum sið­bót (reformation), upp­lýs­ingu eða það sem franska bylyingin færði Vest­ur­löndum og heim­in­um. Það hefur aftur á móti hinn kristni heimur gert. Mér er annt um evr­ópska menn­ingu og gil­da­grunn en leit­ast við að virða öll trú­ar­brögð og menn­ing­ar­flóru.

Nefni það í leið­inni að ég bauð Sverri Agn­ars­syni tals­manni múslima til opins fundar í Nes­kirkju, í fyrra að mig minn­ir, til að kynna sína trú og afstöðu. Þá fékk ég reyndar ákúrur frá sum­um. Veit ekki til þess að aðrir prestar eða söfn­uðir á Íslandi hafi boðið til slíks sam­tals.

Það er vandi að tjá skoð­anir sínar og mér kemur í hug hið forn­kveðna: aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar.

Vona að þessi skrif taki af alla vafa um afstöðu mína."

Athuga­semd rit­stjórn­ar:

Kjarn­inn túlk­aði ekki á neinn hátt afstöðu Arnar Bárðar til flótta­manna í frétt sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None