„Staðreyndin er því miður sú að rót vandans liggur í henni sjálfri. Á tveimur og hálfu ári hefur Ragnheiður Elín engu komið í verk til að tryggja tekjustreymi til að byggja upp innviði á ferðamannastöðum. Hún hefur hins vegar átt í langvinnum útistöðum við ferðaþjónustuna um leiðir til þess,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Össur gagnrýnir Ragnheiði Elínu harðlega í færslu á Facebook-síðu sinni og segir meðal annars að sem betur fer séu ráðherrar eins og hún einsdæmi.
Ragnheiður Elín segir í Fréttablaðinu í dag að það sé merki um hegðunar- og uppeldisvandamál frekar en annað að ferðamenn skuli ganga örna sinna úti í náttúrunni. Hún segir jafnframt að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar sé ekki aðeins spurning um fjármagn, heldur margt fleira.
Össur segir um fréttirnar frá því í morgun að í tvö og hálft ár í embætti hafi „nær ekkert gerst“ í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Á meðan fjölgi ferðamönnum stöðugt og innviðir séu víða að springa. „Eina „afrek“ hennar er hinn steindauði náttúrupassi sem allir, jafnt hennar flokkur sem ferðaþjónustan, skutu á bólakaf enda alvitlausasta hugmynd sem fram hefur komið í áratugi.“
„Hegðunarvandamál“ Ragnheiðar ElínarÞráinn Bertelsson segir að ráðherrar af kalíber Ragnheiðar Elínar séu sjaldgæfir. ...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, July 21, 2015