Össur Skarphéðinsson: Jón Gnarr gæti orðið forsætisráðherra Pírata

14434273221-8c2f462911-k.jpg
Auglýsing

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrrum for­maður flokks­ins, segir að eng­inn maður eigi meiri mögu­leika á því að verða næsti for­sæt­is­ráð­herra en Jón Gnarr. Hann þurfi bara að kæra sig um það. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu Öss­urar sem birt­ist fyrr í dag.

Össur segir að í síð­ustu viku hafi orðið vatna­skil í „póli­tískri sögu best lukk­aða borg­ar­stjóra Reyk­vík­inha þegar hann sá ekki lengur bjarta fram­tíð í Bjartri Fram­tíð. Það þurfti kannski ekki húmorista til því þó flokk­ur­inn hafi sann­ar­lega bjarta for­tíð er fram­tíðin heldur dekkri. Björt fram­tíð hefur í und­an­gengnum könn­unum verið minnsti flokkur lands­ins – hvað sem síðar verð­ur.“

Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar. Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Að mati Öss­urar þýðir þetta skref Jóns Gnarr varla annað en  að hann sé á leið­inni þangað sem hann hefur alltaf átt heima, til Pírata. „Þá vaknar skemmti­legur mögu­leiki. Ég tel litlar og dvín­andi líkur á að núver­andi stjórn nái aftur meiri­hluta. Sig­mundur Davíð sér eig­in­lega um það einsog svo margt ann­að. Gunn­ari Braga hefur sömu­leiðis tek­ist að sam­eina stjórn­ar­and­stöð­una, og mér finnst lík­legt að hún nái meiri­hluta. Þó vís­ast haldi Píratar ekki núver­andi styrk þegar kemur til kosn­inga er allt eins lík­legt að þeir verði stærstir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Þá mun for­sæt­is­ráð­herr­ann koma úr röðum Pírata.

Píratar hafa marg­sinnis sagt að þeir vilji fara ótroðnar slóð­ir, og að það kæmi vel til greina að sækja ráð­herra­efni út fyrir raðir þing­flokks­ins. Eng­inn í seil­ing­ar­fjar­lægð við Pírata hefur meiri reynslu til að stýra land­inu en sá sem hefur stýrt höf­uð­borg með far­sælum hætti. Það tókst Jóni Gnarr sann­ar­lega. Passi hann að fara ekki í fram­boð til þings yrði hann nán­ast sjálf­kjör­inn sem reynslu­bolti utan þings til að fara með aðal­hlut­verkið á stóra svið­inu í Stjórn­ar­ráð­inu. Honum mun örugg­lega ekki takast það verr en þeim sem stjórna land­inu í dag. Ákvörðun hans um að skera á tengslin við Bjarta fram­tíð skilur vafa­lítið eftir súrt bragð í munni margra þar á bæ – en tíma­setn­ingin virt­ist ekki falla af himnum ofan.

Í dag á því eng­inn maður jafn mikla mögu­leika á að verða næsti for­sæt­is­ráð­herra og Jón Gnarr – svo fremi hann kæri sig um.“Jón Gnarr á leið í Stjórn­ar­ráð­ið­Jón Gnarr er búinn að til­kynna þjóð­inni að hann er hættur við að verða for­seti. Þó hef...

Posted by Össur Skarp­héð­ins­son on Monday, March 30, 2015

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None