Össur Skarphéðinsson: Jón Gnarr gæti orðið forsætisráðherra Pírata

14434273221-8c2f462911-k.jpg
Auglýsing

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrrum for­maður flokks­ins, segir að eng­inn maður eigi meiri mögu­leika á því að verða næsti for­sæt­is­ráð­herra en Jón Gnarr. Hann þurfi bara að kæra sig um það. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu Öss­urar sem birt­ist fyrr í dag.

Össur segir að í síð­ustu viku hafi orðið vatna­skil í „póli­tískri sögu best lukk­aða borg­ar­stjóra Reyk­vík­inha þegar hann sá ekki lengur bjarta fram­tíð í Bjartri Fram­tíð. Það þurfti kannski ekki húmorista til því þó flokk­ur­inn hafi sann­ar­lega bjarta for­tíð er fram­tíðin heldur dekkri. Björt fram­tíð hefur í und­an­gengnum könn­unum verið minnsti flokkur lands­ins – hvað sem síðar verð­ur.“

Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar. Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Að mati Öss­urar þýðir þetta skref Jóns Gnarr varla annað en  að hann sé á leið­inni þangað sem hann hefur alltaf átt heima, til Pírata. „Þá vaknar skemmti­legur mögu­leiki. Ég tel litlar og dvín­andi líkur á að núver­andi stjórn nái aftur meiri­hluta. Sig­mundur Davíð sér eig­in­lega um það einsog svo margt ann­að. Gunn­ari Braga hefur sömu­leiðis tek­ist að sam­eina stjórn­ar­and­stöð­una, og mér finnst lík­legt að hún nái meiri­hluta. Þó vís­ast haldi Píratar ekki núver­andi styrk þegar kemur til kosn­inga er allt eins lík­legt að þeir verði stærstir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Þá mun for­sæt­is­ráð­herr­ann koma úr röðum Pírata.

Píratar hafa marg­sinnis sagt að þeir vilji fara ótroðnar slóð­ir, og að það kæmi vel til greina að sækja ráð­herra­efni út fyrir raðir þing­flokks­ins. Eng­inn í seil­ing­ar­fjar­lægð við Pírata hefur meiri reynslu til að stýra land­inu en sá sem hefur stýrt höf­uð­borg með far­sælum hætti. Það tókst Jóni Gnarr sann­ar­lega. Passi hann að fara ekki í fram­boð til þings yrði hann nán­ast sjálf­kjör­inn sem reynslu­bolti utan þings til að fara með aðal­hlut­verkið á stóra svið­inu í Stjórn­ar­ráð­inu. Honum mun örugg­lega ekki takast það verr en þeim sem stjórna land­inu í dag. Ákvörðun hans um að skera á tengslin við Bjarta fram­tíð skilur vafa­lítið eftir súrt bragð í munni margra þar á bæ – en tíma­setn­ingin virt­ist ekki falla af himnum ofan.

Í dag á því eng­inn maður jafn mikla mögu­leika á að verða næsti for­sæt­is­ráð­herra og Jón Gnarr – svo fremi hann kæri sig um.“Jón Gnarr á leið í Stjórn­ar­ráð­ið­Jón Gnarr er búinn að til­kynna þjóð­inni að hann er hættur við að verða for­seti. Þó hef...

Posted by Össur Skarp­héð­ins­son on Monday, March 30, 2015

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None