„Óþægilegt þegar maður heyrði ekki í konunni í Palestínu í nokkra daga“

Bigital.Kjarni.jpg
Auglýsing

Birgir Örn Stein­ars­son, eða Biggi í Maus eins og flestir þekkja hann, flutt­ist búferlum ásamt fjöl­skyldu sinni til Kaup­manna­hafnar síð­asta sum­ar. Þar ­sett­ust Biggi og eig­in­kona hans Kol­brún Magnea Krist­jáns­dótttir á skóla­bekk, þar sem hann nemur sál­fræði og hún mann­fræði.

Lítið hefur heyrst frá Bigga frá því að hann flutti af landi brott skömmu eftir að kvik­myndin Von­ar­stræti var frum­sýnd. Vel­gengni Von­ar­strætis er flestum kunn, en Biggi skrif­aði hand­ritið að kvik­mynd­inni ásamt leik­stjór­anum Bald­vini Z.

Kjarn­inn hitti Bigga í Eng­have garð­inum í Kaup­manna­höfn á dög­unum og tók hann spjalli. Þar ræðir hann opin­skátt um list­ina, lífið og ást­ina, en eig­in­kona hans hefur dvalist í hart­nær þrjá mán­uði í Palest­ínu við rann­sókn­ar­störf þar sem hún hefur kom­ist í hann krapp­ann og verið í lífs­hættu­legum aðstæð­um. Á meðan hafa Biggi og dóttir hans, Kol­brá Kría, beðið óþreyju­full.

Auglýsing

Þá ræðir Biggi fleiri kvik­mynda­hand­rit sem eru í bígerð, nýja plötu sem er vænt­an­leg úr smiðju hans innan skamms undir nafn­inu Bigital, sem hann vann nær ein­vörð­ungu sjálfur að öllu leyti, sem og „ástand­ið“ á Íslandi séð úr fjar­lægð.

Heyrn er sögu rík­ari. Hlust­aðu á við­talið, og nýtt lag með Bigital, í spil­ar­anum hér að ofan.

Feðginin Kolbrá Kría Birgisdóttir og Birgir Örn Steinarsson. Feðginin Kol­brá Kría Birg­is­dóttir og Birgir Örn Stein­ars­son. Mynd: Þor­bergur Taró

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None