„Óþægilegt þegar maður heyrði ekki í konunni í Palestínu í nokkra daga“

Bigital.Kjarni.jpg
Auglýsing

Birgir Örn Stein­ars­son, eða Biggi í Maus eins og flestir þekkja hann, flutt­ist búferlum ásamt fjöl­skyldu sinni til Kaup­manna­hafnar síð­asta sum­ar. Þar ­sett­ust Biggi og eig­in­kona hans Kol­brún Magnea Krist­jáns­dótttir á skóla­bekk, þar sem hann nemur sál­fræði og hún mann­fræði.

Lítið hefur heyrst frá Bigga frá því að hann flutti af landi brott skömmu eftir að kvik­myndin Von­ar­stræti var frum­sýnd. Vel­gengni Von­ar­strætis er flestum kunn, en Biggi skrif­aði hand­ritið að kvik­mynd­inni ásamt leik­stjór­anum Bald­vini Z.

Kjarn­inn hitti Bigga í Eng­have garð­inum í Kaup­manna­höfn á dög­unum og tók hann spjalli. Þar ræðir hann opin­skátt um list­ina, lífið og ást­ina, en eig­in­kona hans hefur dvalist í hart­nær þrjá mán­uði í Palest­ínu við rann­sókn­ar­störf þar sem hún hefur kom­ist í hann krapp­ann og verið í lífs­hættu­legum aðstæð­um. Á meðan hafa Biggi og dóttir hans, Kol­brá Kría, beðið óþreyju­full.

Auglýsing

Þá ræðir Biggi fleiri kvik­mynda­hand­rit sem eru í bígerð, nýja plötu sem er vænt­an­leg úr smiðju hans innan skamms undir nafn­inu Bigital, sem hann vann nær ein­vörð­ungu sjálfur að öllu leyti, sem og „ástand­ið“ á Íslandi séð úr fjar­lægð.

Heyrn er sögu rík­ari. Hlust­aðu á við­talið, og nýtt lag með Bigital, í spil­ar­anum hér að ofan.

Feðginin Kolbrá Kría Birgisdóttir og Birgir Örn Steinarsson. Feðginin Kol­brá Kría Birg­is­dóttir og Birgir Örn Stein­ars­son. Mynd: Þor­bergur Taró

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None