Páll Jóhann færði stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins yfir á konuna sína eftir kosningar

14425827783_237988f064_z1.jpg
Auglýsing

Páll Jóhann Páls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og full­trúi í atvinnu­vega­nefnd Alþing­is, sem telur sig ekki van­hæfan til að fjalla um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um úthlutun mak­ríl­kvóta þó útgerð­ar­fé­lag konu hans, Mar­ver, fái fimm­tíu millj­óna króna mak­ríl­kvóta verði frum­varpið að lög­um, stofn­aði umrætt útgerð­ar­fé­lag árið 2002 og sat sem stjórn­ar­for­maður þess þar til í lok nóv­em­ber 2013, eða sjö mán­uðum eftir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar.

Eig­in­kona Páls Jóhanns, Guð­munda Krist­jáns­dótt­ir, tók þá við stöðu stjórn­ar­fomanns hjá Mar­ver­i og er hún skráð einn eig­andi að félag­inu í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Credit­in­fo. Til­kynnt var um breyt­ingu á stjórn félags­ins til fyr­ir­tækja­skrár Rík­is­skatt­stjóra þann 22. nóv­em­ber árið 2013.

Sam­kvæmt svo­kall­aðri sam­runa­á­ætlun Mar­vers og félags­ins Dorgs ehf, frá því í des­em­ber 2011, átti Páll Jóhann 90 pró­senta hlut í sam­ein­uðu félagi á þeim tíma. Eig­in­kona hans átti þá tíu pró­senta hlut. Ekki kemur fram í gögnum sem send hafa verið fyr­ir­tækja­skrá hvenær eign­ar­hlutur Páls Jóhanns var færður alfarið yfir til eig­in­konu hans.

Auglýsing

Auk þessa á fyrr­greindur þing­mað­ur, Páll Jóhann, og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í atvinnu­vega­nefnd Alþing­is, tæp­lega 5 pró­senta hlut í útgerð­ar­fé­lag­inu Vísi í Grinda­vík­. En sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið er að fullu í eigu Páls og fjöl­skyldu hans.

Þá má geta þess að bátur í eigu Dav­íðs Freys Jóns­son­ar, sem á sæti í sjáv­ar­út­vegs­nefnd Fram­sókn­ar­flokks­ins, fær úthlutað mak­ríl­kvóta sem met­inn er á 200 millj­ónir króna, sem er þrefalt meiri kvóti en bát­ur­inn veiddi á síð­asta fisk­veiði­ári, verði frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, að lög­um. Frétta­blaðið greinir frá þessu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None