Úthlutun makrílkvóta til smábáta er umdeild, en Landssamband smábátaeigenda er ekki ánægt með hvernig staðið er að og hefur gagnrýnt Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir.
Einn þeirra báta sem fær úthlutaðan makrílkvóta er Daðey GK, sem félagið Marver ehf. gerir út. Það félag er skráð til heimilis heima hjá Páli Jóhanni Pálssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Daðey fær 83,4 tonn, og er númer 28 á lista 192 smábáta sem fá úthlutaðan kvóta.
Það ætti að vera auðvelt fyrir þá flokksbræður, Pál Jóhann og Sigurð Inga, að ræða um gagnrýni Landssambands smábátaeigenda, enda báðir vel inn í þessum málum...
Auglýsing