Páll Magnússon gagnrýnir fjármál og stjórnun RÚV harðlega

pallmagg-1.jpg
Auglýsing

„Í stað þess að sigla nú lygnan sjó með rekst­ur­inn í jafn­vægi, eins og væri ef aðgerð­irnar í árs­lok 2013 hefðu verið látnar ná fram að ganga, er rekst­ur­inn nú í upp­námi með end­ur­tek­inni óvissu fyrir starfs­menn. Og ekki nóg með það: flestir þeir sem mesta reynslu og þekk­ingu höfðu á rekstri RÚV voru rekn­ir, nokkrir til við­bótar hættu af sjálfs­dáðum þegar þeir sáu hvað verða vildi, og það góða fólk sem kom í stað­inn á flest það sam­eig­in­legt að hafa enga reynslu né þekk­ingu á rekstri fjöl­miðla yfir höf­uð." Þetta segir Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri RÚV, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag þar sem hann gagn­rýnir núver­andi stjórn­endur RÚV og umræð­una um nið­ur­skurð til fyr­ir­tæk­is­ins harka­lega. Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fær líka sinn skerf af beittri gagn­rýni. Páll segir hann hafa hlaupið svo hratt frá sjálfum sér í málum tengdum RÚV að „svo virt­ist sem fjórir fætur væru á lofti í senn".

Páll full­yrðir að ef þær nið­ur­skurð­ar­að­gerðir sem hann og stjórn­enda­teymi hans réðst í í lok árs 2013 hefðu verið fram­kvæmdar að fullu myndu fjár­mál RÚV vera í jafn­vægi og við­bót­ar­fram­lag rík­is­ins gæti allt runnið til auk­innar dag­skrár­gerð­ar. Þess í stað hafi verið ráð­ist í kúvend­ing­ar. „Ár­ang­ur­inn er m.a. sá, þrátt fyrir afburða starfs­fólk, að nær allar kenni­tölur sem not­aðar eru sem mæli­kvarði á frammi­stöðu RÚV lækk­uðu á síð­asta ári: Hlutur RÚV í sjón­varps­á­horfi lands­manna minnk­aði; hlutur Rásar 2 í útvarps­hlustun lands­manna minnk­aði (Rás 1 jók hlut sinn lít­il­lega); áhorf á fréttir RÚV minnk­aði; traustið á RÚV sem stofnun minnk­aði og traustið á frétta­stofu RÚV minnk­aði. Og rekst­ur­inn sjálfur breytt­ist úr hagn­aði í tap sem ekki sér fyrir end­ann á, þrátt fyrir raun­tekju­aukn­ingu á fjár­lög­um."

Páll hætti sem útvarps­stjóri í des­em­ber 2013 eftir að stjórn RÚV ákvað að aug­lýsa stöðu hans. Magnús Geir Þórð­ar­son tók við starfi hans snemma árs 2014.

Auglýsing

Hægt er að lesa grein Páls í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None