Heildarkostnaður Pírata vegna borgarstjórnarkosninganna í vor var 1.076,268 krónur. Af því fór mest í kynningarkostnað, alls 673.975 krónur, og rekstur kosningaskrifstofu, alls 278,489 krónur. Píratar upplýstu um þetta á heimasíðu sinni í dag.
Alls námu fjárframlög til Pírata í Reykjavík, svæðisbundins aðildarfélags Pírata í höfuðborginni, 1.464.664 krónum. Því var rekstrarafgangur eftir kosningarnar upp á 388.396 krónur. Af fjárframlögum framboðsins komu 827 þúsund krónur frá Reykjavíkurborg vegna árangur Pírata í kosningunum, en þeir komu einum manni, Halldóri Auðari Svanssyni, í borgarstjórn. Hann myndaði síðar meirihluta með Samfylkingu, Bjartri Framtíð og Vinstri grænum þar sem Dagur B. Eggertsson var gerður að borgarstjóra.