Píratar með meira fylgi en stjórnarflokkarnir til samans - Framsókn með 8,9 prósent

Auglýsing
Píratar eru langstærsti flokkur lands­ins með 34,1 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 24 pró­sent og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,9 pró­sent. Fylgi Pírata mælist því meira en sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Frá þessu er greint á vef RÚV. 
Fylgi rík­is­stjórn­ar­innar hefur aldrei mælst lægra í könn­unum Gallup, en um 31 pró­sent aðspurðra styðja nú rík­is­stjórn­ina. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur ekki mælst lægra í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins síðan að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son varð for­maður flokks­ins í jan­úar 2009. Nið­ur­stöð­urnar ríma að þessu leyti mjög við síð­ustu birtu nið­ur­stöður MMR.
Sam­fylk­ingin mælist með 12,4 pró­sent fylgi um þessar mundir og Vinstri græn með 9,8 pró­sent. Þá segj­ast 7,4 pró­senta aðspurðra að þeir myndu kjósa Bjarta fram­tíð og 4,3 pró­sent aðra flokka.

Píratar myndu fá 24 þing­mennEf kosið yrði í dag myndi það þýða að Píratar fengju 24 þing­menn af 63. Sam­fylk­ingin fengi átta þing­menn og stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar­inar tveir gætu því myndað afar tæpan meiri­hluta. Vinstri grænir myndu fá sex þing­menn og Björt fram­tíð fimm. Stjórn­ar­flokk­arnir tveir væru ansi langt frá því að vera með meiri­hluta á Alþingi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá 15 þing­menn en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fimm. Báðir flokkar fengu 19 þing­menn hvor í síð­ustu kosn­ing­um.

Könn­unin var net­könn­un, gerð dag­ana 30. apríl til 28. maí. 8500 ein­stak­ling­ar, valdir af handa­hófi, voru í úrtaki Gallup en svar­hlut­fallið var 57,2 pró­sent. Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjós­a?“. 10,9 pró­sent tóku ekki afstöðu milli flokka eða neit­uðu að svara en 10,8 pró­sent sögð­ust skila auðu eða ekki myndu kjósa. 78,4% nefndu flokk.

Vik­mörk á fylgi við flokka á lands­vísu eru 0,8-1,5 pró­sent.

AuglýsingErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None