Píratar vilja afgreiða stjórnarskrárfrumvarp Katrínar úr nefnd

Þingflokkur Pírata segir að það muni ekki stranda á sér að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, óháð því hvort sátt náist um málið eða ekki. Þingmenn eigi að fá að taka afstöðu til þess.

Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Auglýsing

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þingflokkurinn sé tilbúinn að afgreiða frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ljúka vinnu við það fyrir komandi kosningar.

Píratar segjast einnig styðja að Alþingi komi saman í haust, á svokölluðum þingstubbi, til þess að taka frumvarpið til lokaafgreiðslu, en veruleg óvissa er uppi um það hver örlög frumvarpsins verða. Það játaði forsætisráðherra sjálf í viðtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 um liðna helgi.

Samstarfsflokkar VG hafi ekki áhuga á málinu

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir við Kjarnann að Píratar muni ekki standa í vegi fyrir því að málið fari úr nefnd og fái umræðu í þingsal. Hann segir ýmislegt gott í frumvarpi Katrínar, en hans upplifun sé að það séu tveir flokkar í stjórnarsamstarfinu sem hafi engan áhuga á að gera eitthvað með frumvarp forsætisráðherra.

Auglýsing

Hann segir góða vinnu hafa verið unna í nefndinni eftir að frumvarpið var lagt fram á þingi, en að síðan hafi lítið gerst. Það sé því hans upplifun, nema eitthvað breytist núna og málið komist út úr nefnd, að málið allt sé pólitískt „sjónarspil“ og hafi verið lagt fram bara „til að leggja eitthvað fram.“

„Við viljum málið úr nefnd svo að það sé hægt að ræða stjórnarskránna,“ segir Jón Þór og segir það einu skipta hvort einhver sátt náist í nefndinni eða ekki. Þá verði það bara þingmanna að ræða málið áfram og taka afstöðu til breytingartillagna sem hafa komið fram.

Kalla eftir þjóðaratkvæði

„Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi telja Píratar rétt að frumvarpið verði svo borið undir þjóðaratkvæði áður en nýtt þing tekur það til afgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu þingflokks Pírata.

Þar segir einnig að ef frumvarpið dagi uppi í nefndinni og komi ekki til afgreiðslu þingsins sé það „lágmarkskrafa“ Pírata að afgreitt verði breytingarákvæði á stjórnarskránni sem tryggi möguleikann á breytingum á stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent