Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Allar fyrirspurnir dagsins snérust með einum eða öðrum hætti um lagasetningu á verkföll, sem Alþingi samþykkti um helgina. Ekki bar á öðru en að bæði Bjarni og Kristján létu fyrirspyrjendur og frammíköll úr þingsalnum fara í taugarnar á sér, eins og sjá má á upptökum hér að neðan.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna um samkeppni um menntað vinnuafl á Íslandi. Hann ræddi um fjöldauppsagnir á spítölunum, Íslendingar ættu í mikilli samkeppni um menntað vinnuafl. Hann spurði svo að lokum hvort það gæti ekki verið að fólk væri óánægt með LÍN, Fæðingarorlofssjóð, húsnæðiskerfið, hátt matarverð og fleira, og ef þessi mál yrðu leyst væri hægt að halda menntuðu vinnuafli á Íslandi.
„Virðulegi forseti, hér í þingsal er mikil ókyrrð og menn þola misvel þegar er komið inn í umræðuna með sjónarmið sem er ekki stjórnarandstöðunni að skapi. Spurning er hvort stjórnarandstaðan vilji kannski frekar ræða um einhver önnur mál, eða kannski fara í fundarstjórn forseta hér, eða gefa manni tækifæri til að bregðast við fyrirspurn. Ég sé á andlitum hér í þingsal að það er enginn áhugi á svari við spurningum.“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, spurði Kristján Þór út í lausn deilna í heilbrigðiskerfinu, og sömuleiðis um uppsagnir heilbrigðisstétta og hvort ríkisstjórnin hefði ekki getað forgangsraðað frekar í þágu heilbrigðiskerfisins.
Kristján Þór svaraði því til að það hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins síðustu tvö ár. Jón Þór kallaði fram í fyrir Kristjáni, eins og heyra má á upptökunni hér að ofan, og það endaði með því að Kristján sagði: „ef háttvirtur þingmaður vill svar skal hann gefa ræðumanni færi á að svara. Þetta gjamm er algjörlega óþolandi að verða.“
Bæði Katrín Jakobsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir spurðu