Prins Póló ákvað að gera mjög góða plötu - og það virðist hafa tekist

unnamed.000.jpg
Auglýsing

Í gær var kunn­gjört að hljóm­platan Sorrí með Prins Póló hefði verið til­nefnd til Nor­rænu tón­list­ar­verð­laun­anna sem besta plata árs­ins 2014. Tólf plötur eru til­nefndar í flokkn­um, þar af tvær íslenskar en platan Trash From the Boys með íslensku sveit­inni Pink Street Boys hlaut sömu­leiðis til­nefn­ingu. Úrslitin verða kynnt á tón­list­ar­há­tíð­inni By:L­arm í Nor­egi þann 5. mars næst­kom­andi.

Platan Sorrí með Prins Póló topp­aði ófáa árs­lista tón­list­ar­spek­úlant­anna, og hefur almennt hlotið frá­bæra dóma gagn­rýnenda. Frétta­blað­ið, Frétta­tím­inn og Reykja­vík Grapevine völdu hana til að mynda sem plötu árs­ins og þá hafn­aði hún í öðru sæti í vali hlust­enda Rásar 2 á plötu árs­ins. Þá hlaut Prins Póló nýverið hlust­enda­verð­laun 365 fyrir lagið París Norð­urs­ins úr sam­nefndri kvik­mynd, þar sem hljóm­sveitin samdi tón­list­ina. Þá hlaut Prins Póló fjórar til­nefn­ingar til Íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna, sem afhent verða 20. febr­úar næst­kom­andi, sem og til­nefn­ingu til Eddu­verð­laun­anna fyrir bestu tón­list í kvik­mynd, fyrir París Norð­urs­ins. Edd­u-verð­launa­af­hend­ingin fer fram 21. febr­ú­ar.

Nóg að gera hjá Prins Póló fjöl­skyld­unniHljóm­sveit­ina Prins Póló skipa Krist­ján Freyr Hall­dórs­son, Bene­dikt Her­mann Her­manns­son, Berg­lind Häsler og prins­inn sjálf­ur, Svavar Pétur Eysteins­son. Hann býr ásamt eig­in­konu sinni, Berg­lindi Häsler, og þremur börnum á sveita­bænum Karls­stöðum í Berufirði.  Þar hefur fjöl­skyldan staðið í ströngu und­an­farna mán­uði við að stand­setja gesta­hús á staðnum sem gisti­heim­ili og breyta fjósi í snakkverk­smiðju þar sem til stendur að fram­leiða gul­rófuflög­ur. Gisti­heim­ilið er til­bú­ið, og verk­smiðjan er á loka­metr­unum og gengur vel.

­Fólkið hérna tal­ast mikið saman og hitt­ist mik­ið, þannig að við erum í ólg­andi félags­lífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rassgati.

Auglýsing

Prins Póló, bónd­inn og rokk­stjarn­an, sér fram á anna­saman tíma í febr­ú­ar. „Við verðum svo­lítið að hoppa á milli. Við stöndum í smíða­vinnu á Karls­staða­bæn­um, og stökkvum svo í bæinn um helgar til að spila, hoppa og híast og taka á móti verð­laun­um. Það er búið að vera svo­lítið span á okk­ur,“ segir Svavar Pétur í sam­tali við Kjarn­ann.

Maður reynir að gera sitt besta frá degi til dagsÞað má með sanni segja að Prins Póló verði meira og minna með ham­ar­inn í annarri hendi og raf­mangs­gít­ar­inn í hinni næstu vik­urn­ar. En hvernig gengur að sam­ræma lífstíl frum­kvöðla­bónd­ans og rokk­stjörn­unar við fjöl­skyldu­lífið og barna­upp­eld­ið? „Sko, upp­eldið verður nátt­úru­lega bara að koma í ljós þegar fram í sækir, svona hvernig til tókst. En maður reynir bara að gera sitt besta frá degi til dags, og svo finnur maður alltaf á sínu eigin skinni þegar maður sinnir ekki börn­unum eða fjöl­skyld­unni nógu mikið og þá ein­fald­lega tekur maður sig á í því inn á milli. En ann­ars erum við með mjög vel­heppnuð börn og mjög vel­heppn­aða fjöl­skyldu og það hjálp­ast bara allir að og við reynum að hjálpa öðrum á móti til að þakka fyrir okk­ur.“

Prins Polo Prins­inn á Karls­stöðum í miðjum jóla­und­ir­bún­ingnum í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um.

Svavar Pétur segir vel fara um fjöl­skyld­una í Berufirði, og þar sé mikið félags­starf og lif­andi sam­fé­lag þó strjál­býlt sé. „Fólkið hérna tal­ast mikið saman og hitt­ist mik­ið, þannig að við erum í ólg­andi félags­lífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rass­gat­i,“ segir Prins Póló og hlær.

Eins og áður segir hefur hljóm­platan Sorrí hlotið nær ein­róma lof gagn­rýnenda frá því að hún kom út á síð­asta ári. Nýjasta við­ur­kenn­ingin sem platan hlýtur er áður­nefnd til­nefn­ing til Nor­rænu tón­list­ar­verð­laun­anna. Svavar Pétur segir við­tök­urnar við plöt­unn­i hafa bæði komið sér á óvart og líka ekki. „Við­tök­urnar komu mér mjög mikið á óvart fyrst, en svo fór ég aðeins að hugsa hvort hún ætti að koma mér á óvart. Því að þegar ég byrj­aði að gera þessa plötu í jan­úar 2012 ­setti ég mér stórt mark­mið að þessi plata yrði mjög góð. Svo kom platan út og ég spáði ekki mikið í hana eftir það, enda hafði ég nóg annað að gera. Svo byrj­aði hún að vekja athygli og fékk þessar við­ur­kenn­ingar í lok árs og þá kom það mér á óvart því ég var búinn að gleyma því að ég að gera mjög góða plötu. En það er gaman að hugsa til þess að maður geti sett sér mark­mið og fengið þessa upp­skeru í kjöl­far­ið,“ segir Prins Póló í sam­tali við Kjarn­ann.

*For­síðu­mynd tekin af Baldri Krist­jánsssyni ljós­mynd­ara.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None