Prins Póló ákvað að gera mjög góða plötu - og það virðist hafa tekist

unnamed.000.jpg
Auglýsing

Í gær var kunngjört að hljómplatan Sorrí með Prins Póló hefði verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2014. Tólf plötur eru tilnefndar í flokknum, þar af tvær íslenskar en platan Trash From the Boys með íslensku sveitinni Pink Street Boys hlaut sömuleiðis tilnefningu. Úrslitin verða kynnt á tónlistarhátíðinni By:Larm í Noregi þann 5. mars næstkomandi.

Platan Sorrí með Prins Póló toppaði ófáa árslista tónlistarspekúlantanna, og hefur almennt hlotið frábæra dóma gagnrýnenda. Fréttablaðið, Fréttatíminn og Reykjavík Grapevine völdu hana til að mynda sem plötu ársins og þá hafnaði hún í öðru sæti í vali hlustenda Rásar 2 á plötu ársins. Þá hlaut Prins Póló nýverið hlustendaverðlaun 365 fyrir lagið París Norðursins úr samnefndri kvikmynd, þar sem hljómsveitin samdi tónlistina. Þá hlaut Prins Póló fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, sem afhent verða 20. febrúar næstkomandi, sem og tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir bestu tónlist í kvikmynd, fyrir París Norðursins. Eddu-verðlaunaafhendingin fer fram 21. febrúar.

Nóg að gera hjá Prins Póló fjölskyldunni


Hljómsveitina Prins Póló skipa Kristján Freyr Halldórsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Berglind Häsler og prinsinn sjálfur, Svavar Pétur Eysteinsson. Hann býr ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, og þremur börnum á sveitabænum Karlsstöðum í Berufirði.  Þar hefur fjölskyldan staðið í ströngu undanfarna mánuði við að standsetja gestahús á staðnum sem gistiheimili og breyta fjósi í snakkverksmiðju þar sem til stendur að framleiða gulrófuflögur. Gistiheimilið er tilbúið, og verksmiðjan er á lokametrunum og gengur vel.

Fólkið hérna talast mikið saman og hittist mikið, þannig að við erum í ólgandi félagslífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rassgati.

Auglýsing

Prins Póló, bóndinn og rokkstjarnan, sér fram á annasaman tíma í febrúar. „Við verðum svolítið að hoppa á milli. Við stöndum í smíðavinnu á Karlsstaðabænum, og stökkvum svo í bæinn um helgar til að spila, hoppa og híast og taka á móti verðlaunum. Það er búið að vera svolítið span á okkur,“ segir Svavar Pétur í samtali við Kjarnann.

Maður reynir að gera sitt besta frá degi til dags


Það má með sanni segja að Prins Póló verði meira og minna með hamarinn í annarri hendi og rafmangsgítarinn í hinni næstu vikurnar. En hvernig gengur að samræma lífstíl frumkvöðlabóndans og rokkstjörnunar við fjölskyldulífið og barnauppeldið? „Sko, uppeldið verður náttúrulega bara að koma í ljós þegar fram í sækir, svona hvernig til tókst. En maður reynir bara að gera sitt besta frá degi til dags, og svo finnur maður alltaf á sínu eigin skinni þegar maður sinnir ekki börnunum eða fjölskyldunni nógu mikið og þá einfaldlega tekur maður sig á í því inn á milli. En annars erum við með mjög velheppnuð börn og mjög velheppnaða fjölskyldu og það hjálpast bara allir að og við reynum að hjálpa öðrum á móti til að þakka fyrir okkur.“

Prins Polo Prinsinn á Karlsstöðum í miðjum jólaundirbúningnum í desembermánuði síðastliðnum.

Svavar Pétur segir vel fara um fjölskylduna í Berufirði, og þar sé mikið félagsstarf og lifandi samfélag þó strjálbýlt sé. „Fólkið hérna talast mikið saman og hittist mikið, þannig að við erum í ólgandi félagslífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rassgati,“ segir Prins Póló og hlær.

Eins og áður segir hefur hljómplatan Sorrí hlotið nær einróma lof gagnrýnenda frá því að hún kom út á síðasta ári. Nýjasta viðurkenningin sem platan hlýtur er áðurnefnd tilnefning til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Svavar Pétur segir viðtökurnar við plötunni hafa bæði komið sér á óvart og líka ekki. „Viðtökurnar komu mér mjög mikið á óvart fyrst, en svo fór ég aðeins að hugsa hvort hún ætti að koma mér á óvart. Því að þegar ég byrjaði að gera þessa plötu í janúar 2012 setti ég mér stórt markmið að þessi plata yrði mjög góð. Svo kom platan út og ég spáði ekki mikið í hana eftir það, enda hafði ég nóg annað að gera. Svo byrjaði hún að vekja athygli og fékk þessar viðurkenningar í lok árs og þá kom það mér á óvart því ég var búinn að gleyma því að ég að gera mjög góða plötu. En það er gaman að hugsa til þess að maður geti sett sér markmið og fengið þessa uppskeru í kjölfarið,“ segir Prins Póló í samtali við Kjarnann.

*Forsíðumynd tekin af Baldri Kristjánsssyni ljósmyndara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None