Prins Póló ákvað að gera mjög góða plötu - og það virðist hafa tekist

unnamed.000.jpg
Auglýsing

Í gær var kunn­gjört að hljóm­platan Sorrí með Prins Póló hefði verið til­nefnd til Nor­rænu tón­list­ar­verð­laun­anna sem besta plata árs­ins 2014. Tólf plötur eru til­nefndar í flokkn­um, þar af tvær íslenskar en platan Trash From the Boys með íslensku sveit­inni Pink Street Boys hlaut sömu­leiðis til­nefn­ingu. Úrslitin verða kynnt á tón­list­ar­há­tíð­inni By:L­arm í Nor­egi þann 5. mars næst­kom­andi.

Platan Sorrí með Prins Póló topp­aði ófáa árs­lista tón­list­ar­spek­úlant­anna, og hefur almennt hlotið frá­bæra dóma gagn­rýnenda. Frétta­blað­ið, Frétta­tím­inn og Reykja­vík Grapevine völdu hana til að mynda sem plötu árs­ins og þá hafn­aði hún í öðru sæti í vali hlust­enda Rásar 2 á plötu árs­ins. Þá hlaut Prins Póló nýverið hlust­enda­verð­laun 365 fyrir lagið París Norð­urs­ins úr sam­nefndri kvik­mynd, þar sem hljóm­sveitin samdi tón­list­ina. Þá hlaut Prins Póló fjórar til­nefn­ingar til Íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna, sem afhent verða 20. febr­úar næst­kom­andi, sem og til­nefn­ingu til Eddu­verð­laun­anna fyrir bestu tón­list í kvik­mynd, fyrir París Norð­urs­ins. Edd­u-verð­launa­af­hend­ingin fer fram 21. febr­ú­ar.

Nóg að gera hjá Prins Póló fjöl­skyld­unniHljóm­sveit­ina Prins Póló skipa Krist­ján Freyr Hall­dórs­son, Bene­dikt Her­mann Her­manns­son, Berg­lind Häsler og prins­inn sjálf­ur, Svavar Pétur Eysteins­son. Hann býr ásamt eig­in­konu sinni, Berg­lindi Häsler, og þremur börnum á sveita­bænum Karls­stöðum í Berufirði.  Þar hefur fjöl­skyldan staðið í ströngu und­an­farna mán­uði við að stand­setja gesta­hús á staðnum sem gisti­heim­ili og breyta fjósi í snakkverk­smiðju þar sem til stendur að fram­leiða gul­rófuflög­ur. Gisti­heim­ilið er til­bú­ið, og verk­smiðjan er á loka­metr­unum og gengur vel.

­Fólkið hérna tal­ast mikið saman og hitt­ist mik­ið, þannig að við erum í ólg­andi félags­lífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rassgati.

Auglýsing

Prins Póló, bónd­inn og rokk­stjarn­an, sér fram á anna­saman tíma í febr­ú­ar. „Við verðum svo­lítið að hoppa á milli. Við stöndum í smíða­vinnu á Karls­staða­bæn­um, og stökkvum svo í bæinn um helgar til að spila, hoppa og híast og taka á móti verð­laun­um. Það er búið að vera svo­lítið span á okk­ur,“ segir Svavar Pétur í sam­tali við Kjarn­ann.

Maður reynir að gera sitt besta frá degi til dagsÞað má með sanni segja að Prins Póló verði meira og minna með ham­ar­inn í annarri hendi og raf­mangs­gít­ar­inn í hinni næstu vik­urn­ar. En hvernig gengur að sam­ræma lífstíl frum­kvöðla­bónd­ans og rokk­stjörn­unar við fjöl­skyldu­lífið og barna­upp­eld­ið? „Sko, upp­eldið verður nátt­úru­lega bara að koma í ljós þegar fram í sækir, svona hvernig til tókst. En maður reynir bara að gera sitt besta frá degi til dags, og svo finnur maður alltaf á sínu eigin skinni þegar maður sinnir ekki börn­unum eða fjöl­skyld­unni nógu mikið og þá ein­fald­lega tekur maður sig á í því inn á milli. En ann­ars erum við með mjög vel­heppnuð börn og mjög vel­heppn­aða fjöl­skyldu og það hjálp­ast bara allir að og við reynum að hjálpa öðrum á móti til að þakka fyrir okk­ur.“

Prins Polo Prins­inn á Karls­stöðum í miðjum jóla­und­ir­bún­ingnum í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um.

Svavar Pétur segir vel fara um fjöl­skyld­una í Berufirði, og þar sé mikið félags­starf og lif­andi sam­fé­lag þó strjál­býlt sé. „Fólkið hérna tal­ast mikið saman og hitt­ist mik­ið, þannig að við erum í ólg­andi félags­lífi hérna þó við búum á sveitabæ austur í rass­gat­i,“ segir Prins Póló og hlær.

Eins og áður segir hefur hljóm­platan Sorrí hlotið nær ein­róma lof gagn­rýnenda frá því að hún kom út á síð­asta ári. Nýjasta við­ur­kenn­ingin sem platan hlýtur er áður­nefnd til­nefn­ing til Nor­rænu tón­list­ar­verð­laun­anna. Svavar Pétur segir við­tök­urnar við plöt­unn­i hafa bæði komið sér á óvart og líka ekki. „Við­tök­urnar komu mér mjög mikið á óvart fyrst, en svo fór ég aðeins að hugsa hvort hún ætti að koma mér á óvart. Því að þegar ég byrj­aði að gera þessa plötu í jan­úar 2012 ­setti ég mér stórt mark­mið að þessi plata yrði mjög góð. Svo kom platan út og ég spáði ekki mikið í hana eftir það, enda hafði ég nóg annað að gera. Svo byrj­aði hún að vekja athygli og fékk þessar við­ur­kenn­ingar í lok árs og þá kom það mér á óvart því ég var búinn að gleyma því að ég að gera mjög góða plötu. En það er gaman að hugsa til þess að maður geti sett sér mark­mið og fengið þessa upp­skeru í kjöl­far­ið,“ segir Prins Póló í sam­tali við Kjarn­ann.

*For­síðu­mynd tekin af Baldri Krist­jánsssyni ljós­mynd­ara.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None