Ágúst Bjarni Garðarsson, sem var efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári, hefur verið ráðinn til tímabundinna verkefna í einn mánuð á skrifstofu utanríkisráðherra. Vefsíðan fréttanetid.is greindi frá því í morgun að Ágúst hefði verið ráðinn sem nýr aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar en fyrir sinnir Sunna Gunnars Marteinsdóttir starfi aðstoðarmanns.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að það sé ekki rétt að Ágúst hafi verið ráðinn sem aðstoðarmaður. Hann hóf störf í gær.