Ráðuneyti ber að afhenda FA gögn um innflutning á búvöru

13223523394_c752e6b142_z1.jpg
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur úrskurðað að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu beru að afhenda Félagi atvinnu­rek­enda (FA) aðgang að gögnum og fund­ar­gerðum ráð­gjaf­ar­nefndar um inn- og útflutn­ing land­ún­að­ar­vara vegna til­lögu nefnd­ar­innar um að gefa út opinn inn­flutn­ings­kvóta á óger­il­sneyddri, líf­rænni mjólk vorið 2004.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda, sem var send fjöl­miðlum í dag ásamt úrskurði úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Ráðu­neytið neit­aði að afhenda gögnMjólk­ur­búið Kú óskaði eftir áður­nefndum kvóta þar sem slíkt hrá­efni var ekki í boði á inn­an­lands­mark­aði. FA óskaði eftir gögn­unum sem lög­bund­inn umsagn­ar­að­ili um til­lögur og ákvarð­anir ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­inn­ar. Ráðu­neytið hafði fall­ist á að afhenda FA hluta gagn­anna, en neit­aði að afhenda önnur þar sem þau inni­héldu upp­lýs­ingar um við­skipta­kjör og vörð­uðu við­skipta­hags­muni aðila.

Aðilar máls­ins, Mjólk­ur­búið Kú og Sam­tök afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, sáu reyndar ekk­ert að því að gögnin yrðu afhent, en Eim­skipa­fé­lagið lagð­ist gegn því að upp­lýs­ingar um til­boð sem félagið gerði í flutn­inga fyrir Kú yrðu afhent­ar. Úrskurð­ar­nefndin féllst ekki á það og lagði fyrir ráðu­neytið að afhenda níu fund­ar­gerðir ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­inn­ar, auk fjög­urra tölvu­pósta og til­boðs Eim­skip.

Auglýsing

Fagnar nið­ur­stöð­unni„Fé­lag atvinnu­rek­enda fagnar þess­ari nið­ur­stöðu og telur að með henni sé gefið mik­il­vægt for­dæmi um að stjórn­sýsla ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar verði gegn­særri þegar fjallað er um beiðnir fyr­ir­tækja um inn­flutn­ings­kvóta á búvörum á grund­velli skorts á þeim inn­an­lands,“ er haft eft­ir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra FA í frétta­til­kynn­ingu félags­ins. „Sá fjöldi gagna sem er undir í þessu máli sýnir hins vegar hversu flókið og þungt ferlið er, sem fyr­ir­tæki þurfa að ganga í gegnum til að fá jafn­sjálf­sagðar heim­ild­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None