Ráðuneytið bregst við umfjöllun Kastljóss, telur það hafa farið með rangt mál

Ragnheidur-elin-2.jpg
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna umfjöll­unar Kast­ljóss um íviln­un­ar­samn­ing sem það gerði nýverið við Matorku. Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að ráðu­neytið telur Kast­ljós hafa farið rangt með nokkur atriði og vill „leið­rétta þessar missagn­ir“. Yfir­lýs­ingin er send að beiðni Ragn­heiðar Elínar Árna­dott­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Hér að neðan eru athuga­semdir ráðu­neyt­is­inseins og þær eru fram­settar í yfir­lýs­ing­unni:



Í fyrsta lagi ber að árétta að ekki er efn­is­legur munur á fjár­fest­ing­ar­samn­ingi við Matorku og öðrum nýlegum fjár­fest­ing­ar­samn­ingum. Í Kast­ljósi var þannig rangt með farið að í fjár­fest­ing­ar­samn­ingi frá 2014 við Thorsil, vegna kís­il­vers í Helgu­vík, væri gert ráð fyrir 18% tekju­skatts­hlut­falli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálf­un­ar­styrkj­um. Hið rétta er að fjár­fest­ing­ar­samn­ing­ur­inn við Thorsil, frá maí 2014, er efn­is­lega sams konar og fjár­fest­ing­ar­samn­ing­ur­inn við Matorku og inni­heldur bæði 15% tekju­skatts­hlut­fall og kveðið er á um mögu­leika á þjálf­un­ar­styrkj­um. Veit­ing þjálf­un­ar­að­stoðar er þó ávallt háð heim­ild í fjár­lögum og á það jafnt við um Thorsil og Matorku.

Í öðru lagi ber að hafa í huga að þegar fjallað er um hlut­fall rík­is­að­stoðar í fjár­fest­ing­ar­samn­ingi þá ræðst það af stærð við­kom­andi verk­efnis og fyr­ir­tækis. Sam­kvæmt EES reglum lækkar þetta hlut­fall eftir því sem verk­efnið er stærra og því eru rík­ari heim­ildir til að styrkja minni fyr­ir­tæki en stærri. Á þessum grund­velli er hlut­fallið hærra í til­viki Matorku (35%) en Thorsil, þó svo að sjálfar íviln­an­irnar séu efn­is­lega þær sömu. Veit­ing þjálf­un­ar­styrks er síðan ávalt háð sér­stöku mati og sam­þykki á fjár­lög­um, og sams konar ákvæði hefur verið í fyrri fjár­fest­ing­ar­samn­ingum hvað það varð­ar. Í öllu falli getur hlut­fallið aldrei orðið 60% eins og fram kom í umfjöllun Kast­ljóss og í Við­skipta­blað­inu í síð­ustu viku. Þar af leið­andi getur aldrei verið um 700 m.kr. rík­is­að­stoð að ræða í samn­ingnum við Matorku. Hámarkið í eft­ir­gjöf opin­berra gjalda sam­kvæmt samn­ingnum er 425 m.kr. ef allar for­sendur ganga eft­ir. Fyr­ir­tækið hefur að auki lagt inn umsókn um 50 m.kr. þjálf­un­ar­að­stoð til þess að mennta starfs­fólk sem félagið hyggst ráða.  Til skoð­unar er hvort félagið geti fengið hluta þess kostn­aðar í formi fram­lags frá rík­inu í sam­ræmi við  reglur EES. Slík fjár­veit­ing yrði háð sam­þykki Alþingis eins og fram kemur í fjár­fest­ing­ar­samn­ingn­um..

Í þriðja lagi er mik­il­vægt að halda því til haga að umræddir fjár­fest­ing­ar­samn­ingar fela ekki í sér að afslættir frá til­teknum sköttum séu greiddir beint út, óháð fram­vindu verk­efn­is­ins. Hinar veittu íviln­anir eru skatta­legs eðlis og þannig beint tengdar rekstri við­kom­andi verk­efnis og hugs­an­legum fram­tíðar skatt­greiðslum þess (sem ella hefðu ekki fallið til þar sem íviln­unin er for­senda verk­efn­is­ins). Auk þess er um tíma­bundnar íviln­anir að ræða á fyrstu árum verk­efn­is­ins. Ef verk­efnið verður ekki að veru­leika er því ekki um neinar íviln­anir að ræða og ef það er minna að umfangi en áætl­anir stóðu til þá lækka veittar íviln­anir sem því nem­ur. Í samn­ingnum er þannig ein­göngu kveðið á um hvert hámarkið geti orð­ið.

Auglýsing

Ef rekstur félags hefst seinna en áætl­anir gerðu ráð fyrir þegar fjár­fest­ing­ar­samn­ingur var und­ir­rit­að­ur, þ.e. hefst 2018 í stað 2016, þýðir það í raun að félag fær afslátt af sköttum í færri ár en ella vegna þess að fjár­fest­ing­ar­samn­ingur gildir að hámarki í 13 ár frá und­ir­ritun hans og ein­göngu er heim­ilt að veita afslátt í 10 ár.

Þetta almenna fyr­ir­komu­lag við veit­ingu skatta­legra íviln­ana er því efn­is­lega ólíkt því þegar á fjár­lögum eru sam­þykktar sér­stakar fjár­veit­ingar (styrkir) til fram­kvæmda við t.d. iðn­að­ar­lóð vegna fisk­eld­is­vinnslu á Bíldu­dal eða lóð­ar­fram­kvæmda á Bakka við Húsa­vík, eins og gert hefur verið á liðnum árum.

Í fjórða lagi verður að benda á að í fjár­fest­ing­ar­samn­ingnum við Matorku, líkt og við gerð ann­arra fjár­fest­ing­ar­samn­inga, er það hlut­verk l nefndar á vegum ráðu­neyt­is­ins að fara með fag­legum hætti yfir umsóknir um íviln­anir og leggja mat á það hvort þær upp­fylli þau skil­yrði sem sett eru fyrir veit­ingu íviln­ana en hluti af þeirri skoðun er m.a. að fara yfir upp­lýs­ingar um þá aðila sem að verk­efn­inu standa. Að lok­inni yfir­ferð sinni gerir nefndin til­lögu til ráð­herra um afgreiðslu við­kom­andi umsókn­ar. . Ráð­herra kemur því ekki að yfir­ferð umsókna á fyrri stig­um, hvorki í þessu máli né öðr­um. Alfarið er því vísað á bug aðdrótt­unum um að ann­ar­leg sjón­ar­mið, eins og frænd­semi eða önnur tengsl, hafi haft áhrif á að gerður var fjár­fest­ing­ar­samn­ingur við Matorku. Það á hvorki við í þessu máli né öðrum þeim fjár­fest­ing­ar­samn­ingum sem gerðir hafa verið á und­an­förnum árum. Allar starfs­greinar eru jafnar fyrir lögum um íviln­anir

Fyr­ir­huguð lög­gjöf um íviln­anir og fram­kvæmd stjórn­valda á henni er ramma­lög­gjöf og sam­kvæmt henni eru íviln­anir almennt í boði fyrir öll fyr­ir­tæki sem hyggja á nýfjár­fest­ingar og upp­fylla almenn skil­yrði lag­anna (m.a. um stað­setn­ingu á byggða­kort­i). Lög­gjöfin gerir því ekki upp á milli fyr­ir­tækja eða atvinnu­greina. Það er heldur ekki í höndum fram­kvæmda­valds­ins að velja eða gera upp á milli fyr­ir­tækja í þeim efn­um, enda kemur fram í 40. gr. stjórn­ar­skrár­innar að skatta­málum beri að skipa með lögum (þar með talið skatta­legum íviln­un­um). Ekki er því unnt að semja sér­stak­lega um skatta­leg frá­vik ein­stakra fyr­ir­tækja án þess að almenn laga­heim­ild sé til stað­ar. Bæði lögin og fram­kvæmd þeirra tryggja því jafn­ræði þegar kemur að veit­ingu íviln­ana. Ef ætl­unin væri að tak­marka veit­ingu íviln­ana við atvinnu­greinar sem ekki eru fyrir í land­inu þyrfti að gera það með almennum hætti. Það myndi þá hafa þær afleið­ingar að ekki væri hægt að veita íviln­anir til að laða hingað til lands fleiri fyr­ir­tæki í ýmsum greinum sem hingað til hafa verið talin eft­ir­sókn­ar­verð, t.a.m. gagna­vers­iðn­aði og líf­tækni.

Frum­varp til laga um íviln­anir til nýfjár­fest­inga er nú til með­ferðar á Alþingi og í ljósi umræð­unnar er eðli­legt að Alþingi skoði nánar hvort ástæða sé til að þrengja frekar skil­yrði þess að veita íviln­anir vegna nýfjár­fest­inga, án þess þó að það gangi gegn þeirri stefnu stjórn­valda sem kemur fram í stjórn­ar­sátt­mál­anum frá maí 2013 um að leita leiða til að efla og örva nýfjár­fest­ingar í land­inu.

Til upp­lýs­inga er hér listi yfir þau fyr­ir­tæki sem gerðir hafa verið fjár­fest­ing­ar­samn­ingar við að und­an­förnu og efn­is­legt inni­hald þeirra samn­inga:

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None