Ragnheiður Elín og dómgreindarskorturinn

Ragnheidur-elin-2.jpg
Auglýsing

Jæja, þá liggur það fyr­ir. Frum­varp Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, um nátt­úrupass­ann svo­kall­aða verður ekki að lögum á yfir­stand­andi þingi. Það þýðir að nú mun enn eitt sum­arið líða án sam­hæfðar gjald­töku af ferða­mönn­um, til að standa straum af upp­bygg­ingu og varð­veislu nátt­úru Íslands og helstu ferða­manna­staða, sem margir liggja nú þegar undir alvar­legum skemmd­um.

Það er leit­andi að öðru eins frum­varpi á síð­ustu árum ­sem jafn mikil and­staða er við, þvert á flokka. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, sagði í sjón­varps­fréttum RÚV í gær, að það væru von­brigði hversu mik­ill ágrein­ingur væri um frum­varp­ið. Þú segir ekki!

Ragn­heiði Elínu er vor­kunn, hún er búin að láta Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, snúa sér í marga hringi í mál­inu og situr nú uppi með Svarta-­Pét­ur. Hand­ó­nýtt frum­varp sem nán­ast engin vill snerta með töng­um.

Auglýsing

Fyrir utan hvað það var mikið póli­tískt harakiri að ætla sér að skatt­pína Íslend­ing­inn til að borga fyrir að njóta íslenskrar nátt­úru, þá var frum­varpið svo ólík­legt til að hljóta fram­göngu, að bara það eitt að leggja það fram er erfitt að túlka öðru­vísi en sem veru­legan dóm­greind­ar­skort hjá ráð­herra ferða­mála. Og á meðan bíður nátt­úr­an.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None