Refresco skráð á markað, hluthafar Stoða fá tugi milljarða í sinn hlut

refresco-1.jpg
Auglýsing

Á blaða­manna­fundi sem hald­inn var í Amster­dam í morgun var til­kynnt að drykkja­vöru­fram­leið­and­inn Refresco-­Ger­ber verður skráð á Euro­next hluta­bréfa­mark­að­inn í Hollandi eftir ell­efu daga. Stoð­ir, sem áður hétu FL Group, eiga 32 pró­sent hlut í félag­inu.

Allir hlut­hafar munu selja helm­ing af því hlutafé sem þeir eiga í Refresco-­Ger­ber við skrán­ing­una og gengið verður 13-16 evrur á hlut. Það þýðir að heild­ar­virði Refreso-­Ger­ber er metið á 147 til 176 millj­arða króna. Þegar Refresco-­Ger­ber verður skráð á markað þá verður gefið út 100 miljón evra nýtt hlutafé og hlutur Stoða þynn­ist því sem því nem­ur. Hlutur Stoða er sam­kvæmt þessu metin á 45 til 50 millj­arða króna. Um helm­ingur þeirrar upp­hæðar skilar sér til félags­ins við skrán­ing­una, sem fer fram 27. mars næst­kom­andi. Þetta stað­festir Júl­íus Þor­finns­son, fram­kvæmda­stjóri Stoða, í sam­tali við Kjarn­ann.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans áform eru síðan uppi um að selja þann eign­ar­hlut sem eftir er á mark­aði í kjöl­far skrán­ing­ar.

Auglýsing

Þrotabú Glitnis er langstærsti eig­andi Stoða, með rúm­lega 30 pró­sent hlut. Arion banki á síðan 16 pró­sent. Á meðal ann­arra eig­enda eru Lands­bank­inn, og sjóðir í stýr­ingu erlendu stór­bank­anna J.P. Morgan og Credit Suis­se. Jón Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri FL Group, Þor­steinn M. Jóns­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Glitnis og áður stór hlut­hafi í FL Group, og Hilmar Þór Krist­ins­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Kaup­þings, sitja allir í átta manna stjórn Refresco-­Ger­ber fyrir hönd ­ís­lenskra eig­enda.

Enda­lok Stoða/FL Group nálg­astJúl­íus segir að Refresco-­Ger­ber hlut­ur­inn sé eig­in­lega síð­asta eignin sem Stoðir haldi á. „Það má segja að það sé búið að finna út úr nær öllum þeim lög­fræði­legu álita­efnum og dóms­málum sem félagið stóð í. Þetta er síð­asta eignin sem við höldum á. Við erum búin að greiða upp allar skuld­ir. Við erum búin að greiða upp allt for­gangs­hluta­fé. Við greiddum þriggja millj­arða króna arð á síð­asta ári. Félagið er komið meira og minna fyrir vind.“

Því eru enda­lok Stoða, áður FL Group, nærri. Félagið er ein fræg­asta tákn­mynd íslensku útrás­ar­inn­ar. Félagið fór ekki í þrot þrátt fyrir afleita stöðu eftir banka­hrun­ið, en það var meðal ann­ars stærsti ein­staki eig­andi Glitnis áður en að sá banki féll. Þess í stað var sam­þykktur nauða­samn­ingur við kröfu­hafa árið 2009. Síðan þá hefur verið unnið að því að leysa úr fjöl­mörgum lög­fræði­legum ágrein­ings­mál­um, greiða skuldir félags­ins og kröfu­höfum þess það sem eftir er í arð. Með söl­unni á hlutnum í Refresco-­Ger­ber er ljóst að þeir geta átt von á tug­millj­arða króna arð­greiðslu á næsta ári til við­bótar við þá þrjá millj­arða króna sem félagið greiddi til þeirra á síð­asta ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None