Rekstrarerfiðleikar í Straumsvík – Áróður segja verkalýðsfélög starfsmanna

alver-1.jpg
Auglýsing

Starfs­menn ISAL, sem rekur álver Rio Tinto á Íslandi í Straums­vík, fengu allir sent bréf í frá Rann­veigu Rist, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, í gær þar sem rekstr­ar­erf­ið­leikum fyr­ir­tæk­is­ins var lýst og afstaða þess í kjara­við­ræðum við starfs­menn sett í sam­hengi við þá stöðu. Í þeim við­ræðum hefur ISAL viljað breyta hluta af störfum starfs­manna úr föstum störfum í verk­töku og borið fyrir sig sam­keppn­is­sjón­ar­mið. Það sé sann­gjarnt að fyr­ir­tækið starfi við sömu aðstæður og önnur fyr­ir­tæki á Íslandi og geti boðið út auk­inn hluta af starf­semi sinni.

Rekstr­ar­erf­ið­leikar vegna töðu á mörk­uðum og nýrra samn­ingaÍ bréf­inu, sem Morg­un­blaðið greinir frá,  segir að afkoma ISAL sé slæm og að á árunum 2012 og 2013 hafi fyr­ir­tækið tapað sjö millj­örðum króna. Á síð­asta ári hafi verið um 400 millj­óna krona hagn­aður en að hann sam­svari ein­ungis 0,3 pró­sent ávöxtun eigin fjár. Síðan segir orð­rétt: „Staða á mörk­uðum er slæm og hefur versnað veru­lega frá ára­mót­um. Heims­mark­aðs­verð á áli hefur lækkað mikið og það á einnig við um mark­aðs­upp­bæt­ur, sem eru hluti af verð­inu sem við fáum fyrir álið. Eft­ir­spurn er langt undir áætl­un­um. Sam­an­lögð áhrif þessa á sölu­tekjur ISAL eru harka­leg. Og þar sem orku­verð ISAL er ekki lengur tengt við álverð þolum við lágt álverð miklu verr en áður.“

Áróður vegna slæmra ákvarð­ana stjórn­endaÓlafur Teitur Guðna­son, upp­lýs­inga­full­trúi RioT­into á Íslandi, segir við Morg­un­blaðið að bréfið hafi verið sent út til þess að upp­lýsa starfs­menn um afstöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Skyn­sam­legt sé að þeir hafi eins miklar upp­lýs­ingar undir höndum og hægt sé.

Gylfi Ingv­ars­son, tals­maður verka­lýðs­fé­lag­anna í Straums­vík,  er ekki sömu skoð­un­ar. Hann segir við Morg­un­blaðið að um áróður sé að ræða og að stjórn­endur séu að láta slæmar ákvarð­ana­tökur sínar koma niður á starfs­mönn­um. „ISAL gerði nýjan samn­ing árið 2010 við Lands­virkjun sem átti að vera alveg rosa­lega góður en leiðir í raun til þess að ISAL er að borga 40% hærra verð en Norð­urál og Fjarða­ál. Þær tækni­breyt­ingar sem áttu að ger­ast í þriðja skál­anum um 20% fram­leiðslu­aukn­ingu, og áttu að borga fram­leiðslu­breyt­ingar í steypu­skála, eru ein­göngu 8%. Þetta eru allt ákvarð­ana­tökur stjórn­enda og eig­enda sem setja fyr­ir­tækið í þá stöðu sem það er í núna. Þeir sjá enga aðra leið en að það eigi að lækka laun hjá 80 starfs­mönn­um,“ segir Gylfi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None