Blóðugur niðurskurður framundan hjá Reykjanesbæ

reykjanesbaer.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt svartri skýrslu end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPM­G, um fjár­hags­stöðu og fram­tíð­ar­horfur bæj­ar­sjóðs og sam­stæðu Reykja­nes­bæj­ar, er sveit­ar­fé­lagið orðið skuldug­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Fram til þessa hefur Sand­gerð­is­bær setið í topp­sæti lista yfir skuldug­ustu sveit­ar­fé­laga lands­ins, en í árs­lok 2013 skuld­aði Sand­gerð­is­bær rúm 227 pró­sent af árlegum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins. Sam­kvæmt nýlegri úttekt grein­ing­ar­deildar Arion banka á skulda­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna voru þrjú skuld­sett­ustu sveit­ar­fé­lögin Fljóts­dals­hér­að, Reykja­nes­bær og Sand­gerð­is­bær, með skuldir yfir 200 pró­sent af árs­tekj­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans nemur hlut­fall skulda Reykja­nes­bæjar  á móti tekjum um 240 til 250 pró­sent­um.

Heim­ildir herma að bæj­ar­sjóð Reykja­nes­bæjar skorti um fimmtán millj­arða króna til að geta staðið við lög­bundnar skuld­bind­ingar sínar um að koma skuldum niður fyrir 150 pró­sent af árlegum tekjum sveitarfélagsins.

Skýrsla KPMG um alvar­lega fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar hefur enn ekki verið gerð opin­ber, en nið­ur­stöður hennar verða kynntar á opnum íbúa­fundi í Stapa í kvöld. Skýrslan var lögð fram á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi sveit­ar­fé­lags­ins, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru nið­ur­stöður hennar meðal ann­ars kynntar á fundi Sam­fylk­ing­ar­innar á laug­ar­dag­inn. Heim­ildir herma að bæj­ar­sjóð Reykja­nes­bæjar skorti um fimmtán millj­arða króna til að geta staðið við lög­bundnar skuld­bind­ingar sínar um að koma skuldum niður fyrir 150 pró­sent af árlegum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins.

Auglýsing

KPMG tók "punkt­stöðu" á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjarSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans tekur skýrsla KPMG mið af fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar í dag, óháð fyr­ir­hug­uðum atvinnu­verk­efnum í sveit­ar­fé­lag­inu. KPMG mat sem sagt fjár­mál sveit­ar­fé­lags­ins óháð því hvað verða vill.

Miðað við skulda­stöðu Reykja­nes­bæj­ar mun sveit­ar­fé­lagið að óbreyttu ekki geta snúið við fjár­hags­stöðu sinni fyrir árið 2022, sem eru tíma­mörkin sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga gaf skuld­sett­ustu sveit­ar­fé­lögum lands­ins, til að ná skuldum sínum niður fyrir 150 pró­sent af árlegum tekj­um.

Á áður­nefndum íbúa­fundi í kvöld, þar sem skýrsla KPMG verður kynnt, verður sömu­leiðis kynnt sér­stök aðgerð­ar­á­ætlun sem Reykja­nes­bær hyggst ráð­ast í í sam­ræmi við til­lögur skýrslu­höf­unda. Áætl­unin hefur hlotið nafnið "Sókn­in."

Blóð­ugur nið­ur­skurður og sjö millj­arða skuldir Helgu­vík­ur­hafnarSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hyggst Reykja­nes­bær hækka álögur til að auka skatt­tekjur sveit­ar­fé­lags­ins, draga úr rekstr­ar­kostn­aði, selja frek­ari eignir sveit­ar­fé­lags­ins, og end­ur­semja við lána­drottna sína til að bregð­ast við alvar­legri stöðu bæj­ar­sjóðs Reykja­nes­bæj­ar. Til að bregð­ast við brýnasta ­vand­anum er til athug­unar hjá Reykja­nesbæ að skera niður fjár­fram­lög til umhverf­is- og skipu­lags­mála, æsku- og íþrótta­starfs og félags­þjón­ust­unn­ar, og þá verða fjár­fram­lög til fjár­hags­að­stoðar atvinnu­lausra og mál­efna fatl­aðra end­ur­skoð­uðu, enda vega kostn­að­ar­lið­irnir þungt á sveit­ar­fé­lag­inu. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Reykja­nes­bær muni sömu­leiðis fara fram á hærri arð­greiðslur frá HS Veitum vegna skulda­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. Þá hyggst sveit­ar­fé­lagið skera niður yfir­vinnu og end­ur­skoða kostn­að­ar­liði eins og bíla­styrki til starfs­fólks.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að skuldir Helgu­vík­ur­hafnar vegi þyngst í fjár­málum Reykja­nes­bæj­ar, en skuldir hafn­ar­innar nema sjö millj­örðum króna.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að skuldir Helgu­vík­ur­hafnar vegi þyngst í fjár­málum Reykja­nes­bæj­ar, en skuldir hafn­ar­innar nema sjö millj­örðum króna. Tafir á upp­bygg­ingu hafn­sæk­innar atvinnu­starf­semi hefur sett strik sitt í reikn­ing­inn hjá Reykja­nes­bæ, því á meðan lítið hefur gerst hefur fjár­magns­kostn­aður hafn­ar­innar hlað­ist upp. Rekstur hafn­ar­innar er mjög slæm­ur, og skilar sveit­ar­fé­lag­inu litlu.

Þess ber þó að geta að tölu­verð atvinnu­upp­bygg­ing hefur átt sér stað í sveit­ar­fé­lag­inu á und­an­förnum miss­er­um. Fjögur gagna­ver eru komin í gagnið í Reykja­nes­bæ, tvö kís­il­ver eru í upp­bygg­ingu í Helgu­vík, tvö líf­tækni­fyr­ir­tæki eru í píp­unum og alþjóða­flug­völl­ur­inn á Mið­nes­heiði skilar sínu, en fjöl­mörg flug­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eru starf­rækt í sveit­ar­fé­lag­inu. Þá er sveit­ar­fé­lagið orðið ansi lang­eygt eftir að álver Norð­ur­áls í Helgu­vík kom­ist loks­ins á kopp­inn. Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá virð­ast hins vegar litlar líkur á að af bygg­ingu álvers­ins verði.

 

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None