Reykjanesbær verður brátt eina sveitarfélagið eftir í Fasteign hf.

reykjanesbaer.jpg
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lagið Norð­ur­þing á nú í við­ræðum við Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign um að kaupa til baka eignir sveit­ar­fé­lags­ins út úr eign­ar­halds­fé­lag­inu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru samn­inga­við­ræður langt komn­ar, og von er á því að kaup­samn­ingar verði und­ir­rit­aðir á næst­unni.

Bæj­ar­stjórn Fljóts­dals­hér­aðs sam­þykkti á fundi sínum þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn að nýta sér kaup­rétt­ar­á­kvæði í leigu­samn­ingi sínum við Fast­eign hf. og keypti til baka fast­eignir sem áður voru í eigu sveit­ar­fé­lags­ins í lok des­em­ber. Um er að ræða sex deilda leik­skóla­hús­næði við Skóg­ar­lönd á Egils­stöðum og gervi­gras­völl ásamt þjón­ustu­rými í Fella­bæ. Fjár­hæð leigu­skuld­bind­inga Fljóts­dals­hér­aðs gagn­vart Fast­eign ehf. nam 697 millj­ónum króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi sveit­ar­fé­lags­ins fyrir árið 2013. Arion banki fjár­magn­aði kaup sveit­ar­fé­lags­ins.

Með brott­hvarfi Fljóts­dals­hér­aðs og yfir­vof­andi brott­hvarfi Norð­ur­þings út úr Eign­ar­halds­fé­lag­inu Fast­eign, verður Reykja­nes­bær eina sveit­ar­fé­lagið eftir í félag­inu.

Auglýsing

Leigu­skuld­bind­ingar upp á 13,7 millj­arða krónaSam­kvæmt úttekt Har­alds L. Har­alds­sonar hag­fræð­ings á rekstri og fjár­málum Reykja­nes­bæjar frá því í ágúst, nema leigu­skuld­bind­ingar sveit­ar­fé­lags­ins 13,7 millj­örðum króna. Leigu­skuld­bind­ing­arn­ar ­nema um 34 pró­sentum af heildar skuldum og skuld­bind­ingum sveit­ar­fé­lags­ins, en flestar hús­eignir Reykja­nes­bæjar eru leigðar af Fast­eign ehf. Til sam­an­burðar eru lang­tíma­skuld­bind­ingar Reykja­nes­bæj­ar við lána­stofn­anir 41 pró­sent af skuldum sveit­ar­fé­lags­ins. Í úttekt­inni er lagt til að kann­aður verði mögu­leik­inn á að greiða upp leigu­skuld­bind­ing­arn­ar, eða fá þær lækk­að­ar.

Árið 2002 sam­ein­uð­ust nokkur sveit­ar­fé­lög um að stofna sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag sem þau myndu selja fast­eign­irnar sínar inn í, sem félagið mynd­i ­síðan sér­hæfa sig í að reka og ann­ast upp­bygg­ingu nýrra fast­eigna fyrir sveit­ar­fé­lög­in. Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign hf var svo stofnað árið 2003.

Félagið hefur verið umdeilt frá stofn­un, en það lenti í tölu­verðum fjár­hags­vand­ræðum í kjöl­far banka­hruns­ins meðal ann­ars vegna erf­iðrar stöðu Álfta­ness og lána í erlendri mynt. Fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­inu félags­ins lauk í árs­lok 2012, en þá voru eig­endur og leigu­takar félags­ins níu sveit­ar­fé­lög ásamt Arion banka. Sveit­ar­fé­lögin sem um ræðir voru Fjarð­ar­byggð, Fljóts­dals­hér­að, Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepp­ur, Norð­ur­þing, Reykja­nes­bær, Sand­gerði, Vest­manna­eyj­ar, Vogar og Ölf­us.

Í kjöl­far fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar Fast­eignar voru gerðir nýir ­leigu­samn­ingar við sveit­ar­fé­lögin þar sem leigu­greiðsl­urnar voru lækk­aðar umtals­vert auk þess sem við­hald fast­eign­anna færð­ist yfir á hendur sveit­ar­fé­lag­anna. Þá gafst sveit­ar­fé­lög­unum sömu­leiðis kostur á að kaupa fast­eignir sínar til baka, sem þau hafa nú flest gert eins og áður seg­ir.

Útganga sveit­ar­fé­lags­ins Norð­ur­þings út úr félag­inu er yfir­vof­andi eins og framan grein­ir, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa engar við­ræður átt sér stað á milli full­trúa Reykja­nes­bæjar og Fast­eignar ehf. um mögu­leg end­ur­kaup sveit­ar­fé­lags­ins á eignum sínum út úr eign­ar­halds­fé­lag­inu. Eins og áður seg­ir, verður Reykja­nes­bær eitt sveit­ar­fé­laga eftir í Fast­eign þegar Norð­ur­þing gengur úr félag­inu á næstu miss­er­um.

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None