Ríkislögreglustjóri: Hætta á hryðjuverkum á Íslandi í meðallagi

kaupmannahofn_skotaras.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra metur hætt­una á hryðju­verkum eða á öðrum stór­felldum árásum hér­lendis í með­al­lagi. Það þýðir að "al­mennt er talið að ekki sé hægt að úti­loka hættu á hryðju­verkum vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­u­m". Þetta kemur fram í nýju mati sem emb­ætti ríkil­sög­reglu­stjóra hefur sent frá sér og er dag­sett 20. febr­úar 2015.

Í mat­inu segir að hér­lendis sé til staðar geta til að fram­kvæma árásir með vopnum sem séu aðgengi­leg almenn­ingi, að slikar árásir geti bæði verið til­fallandi eða skipu­lagðar og að áróður eins og til dæmis mál­flutn­ingur liðs­manna í Ríki Íslams (IS­IS) geti "fengið ein­stak­linga hér á landi til að fremja voða­verk".

Grein­ing­ar­deildin segir ekki búa yfir upp­lýs­ingum um að í und­ir­bún­ingi séu hryðju­verk "gegn Íslandi eða íslenskum hags­mun­um". Tak­mark­aðar rann­sókn­ar­heim­ildir geri það hins vegar að verkum að upp­lýs­ingar skorti til að leggja mat á mögu­lega ógn. Það skapi óvissu og fái lög­reglan ekki  "­upp­lýs­ingar getur það leitt til þess að ekki er hægt að bregð­ast við og koma í veg fyrir voða­verk. Af þessu leiðir að skortur á upp­lýs­ingum er veik­leiki sem fall­inn er til að auka áhætt­u."

Auglýsing

Til að taka á þess­ari stöðu er það meðal ann­ars til­laga rík­is­lög­reglu­stjóra að rann­sókn­ar­heim­ildir lög­reglu verði aukn­ar, að hugað verði að laga­setn­ingu sem banni ferða­lög til þátt­töku sem erlendir bar­daga­menn í hryðju­verka­starf­semi og að Ísland taki mið af þeim við­bún­aði sem tíðkast við hryðju­verkum á öðrum Norð­ur­löndum og í Evr­ópu­sam­band­inu.

Nið­ur­staða ógn­ar­mats grein­ing­ar­deildar vegna hryðju­verka:





  • Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem fyrir liggja og með þeim fyr­ir­vörum sem greint er frá í skýrsl­unni er nið­ur­staða grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra að hættu­stig á Íslandi er metið í með­al­lagi. Hættu­stig í með­al­lagi er skil­greint svo: Almennt er talið að ekki sé hægt að úti­loka hættu á hryðju­verkum vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­um.


  • Vest­ur­löndum stafar almenn og vax­andi ógn af starf­semi hryðju­verka­sam­taka og hættu­legra ein­stak­linga.


  • Óvissa um hryðju­verkaógn fer vax­andi á Íslandi og á hinum Norð­ur­lönd­unum ekki síst vegna mögu­leika hryðju­verka­sam­taka að koma á fram­færi áróð­urs­boð­skap á inter­net­inu og sam­fé­lags­miðlum í því skyni að hvetja til hryðju­verka.


  • Alvar­leg og vax­andi ógn á Norð­ur­lönd­unum skapar aukna óvissu í ógn­ar­mynd­inni hér á landi.


  • Grein­ing­ar­deild býr yfir upp­lýs­ingum um að Ísland hafi verið notað sem „gegn­um­streym­is­land“ manna frá Norð­ur­-Am­er­íku á leið til og frá þátt­töku í bar­dögum í Mið-Aust­ur­löndum í nafni Ríkis íslams.


  • Sam­dóma mat örygg­is­stofn­ana á Vest­ur­löndum er að raun­veru­leg hætta sé á að fólk sem heill­ast af mál­flutn­ingi liðs­manna á borð við Ríki íslams, oftar en ekki um inter­net­ið, reyn­ist reiðu­búið að fremja ódæð­is­verk í nafni sam­tak­anna þó svo að við­kom­andi hafi ekki tekið þátt í bar­dögum undir fána Ríkis íslams í Mið-Aust­ur­lönd­um. Það er mat grein­ing­ar­deildar að slíkur áróður geti fengið ein­stak­linga hér á landi til að fremja voða­verk.


  • Hér er til staðar geta til að fram­kvæma árásir með vopnum sem eru aðgengi­leg almenn­ingi. Slíkar árásir geta bæði verið til­fallandi eða skipu­lagðar með stuttum fyr­ir­vara. Lög­regla á Íslandi býr yfir upp­lýs­ingum um ein­stak­linga sem telja verður hættu­lega sam­fé­lag­inu þar sem við­kom­andi búa yfir bæði löngun og getu til að fremja voða­verk.


  • Í land­inu eru vopn, aðgengi­leg almenn­ingi, sem nýta má til að fram­kvæma hryðju­verk og aðrar stór­felldar árás­ir. Rúm­lega 72.000 skot­vopn eru lög­lega skráð í land­inu en fjöldi óskráðra vopna er óþekkt­ur.


  • Grein­ing­ar­deild býr ekki yfir upp­lýs­ingum um að í und­ir­bún­ingi sé hryðju­verk gegn Íslandi eða íslenskum hags­mun­um. Vegna tak­mark­aðra rann­sókn­ar­heim­ilda skortir upp­lýs­ingar til að leggja mat á mögu­lega ógn. Grein­ingar verða því óná­kvæm­ari en ella sem um leið felur í sér meiri áhættu fyrir sam­fé­lag­ið.


  • Skortur á upp­lýs­ingum skapar óvissu. Ef lög­reglan fær ekki upp­lýs­ingar getur það leitt til þess að ekki er hægt að bregð­ast við og koma í veg fyrir voða­verk. Af þessu leiðir að skortur á upp­lýs­ingum er veik­leiki sem fall­inn er til að auka áhættu.




Til­lögur rík­is­lög­reglu­stjóra til úrbóta:





  • Hugað verði að laga­setn­ingu um auknar rann­sókn­ar­heim­ildir lög­reglu vegna rann­sókna brota er bein­ast gegn stjórn­skipan rík­is­ins og æðstu stjórn s.s. hryðju­verka­brot­um, sbr. X. og XI. kafla almennra hegn­inga­laga nr. 19/1940 með síð­ari breyt­ing­um.


  • Einnig verði hugað að laga­setn­ingu sem banna ferða­lög til þátt­töku sem erlendir bar­daga­menn (e. For­eign fighters) í hryðju­verka­starf­semi.


  • Lagt er til að lög­reglan verði efld til þess að sinna for­vörnum og fyr­ir­byggj­andi starfi á ofan­greindu sviði með fjölgun lög­reglu­manna, sér­fræð­inga og bættum bún­aði.


  • Einnig er lagt er til að við­bún­að­ar­geta almennrar lög­reglu þ.m.t. sér­sveitar vegna hryðju­verkaógnar og ann­arra alvar­legra voða­verka verði efld með auknum bún­aði og þjálf­un.


  • Lagt er til að mynd­aður verði sam­ráðs­vett­vangur lög­reglu, félags­þjón­ustu og heil­brigð­is­yf­ir­valda með auknum heim­ildum til að miðla upp­lýs­ingum um ein­stak­linga sem kunna að ógna öryggi almenn­ings.  Sköpuð verði félags­leg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum rót­tækni (ra­dikalís­er­ing­ar, e. rad­icalization).


  • Taka þarf á Íslandi mið af þeim við­bún­aði við hryðju­verkum sem tíðkast á öðrum Norð­ur­löndum og Evr­ópu­sam­band­inu.


  • Veita þarf lög­reglu­yf­ir­völdum sam­bæri­legar heim­ildir á sviði hryðju­verka­varna og gert er í nágranna­ríkj­um, en jafn­framt að tryggja fullt eft­ir­lit Alþingis og dóm­stóla með slíkum heim­ild­um.


  • Varnir gegn öfga- og hryðju­verka­starf­semi geta ekki tak­markast við öfl­ugri við­búnað lög­reglu, heldur verða þær líka að byggj­ast á stefnu í mál­efnum nýrra Íslend­inga og flótta­manna sem tryggir jafn­vægi í sam­fé­lag­inu og auð­veldar aðlögun nýrra borg­ara að því.


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None