Ríkisskattstjóri fær upplýsingar frá útleigusíðum til að rannsaka skattsvik

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra fær upp­lýs­ingar um greiðslur sem fara í gegnum útleigu­síður á net­inu, eins og Air­bnb, og fylgist þannig með því hvort fólk sem leigir út íbúðir er að svíkja undan skatti.

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag þar sem rætt er við Skúla Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóra. Skúli segir að menn hafi verið að teygja sig tals­vert í það að leigja út til ferða­manna hluta af heim­ilum sínum og þannig útleiga hafi auk­ist tals­vert og þar af leið­andi eft­ir­lit emb­ætt­is­ins með skatta­skilum af slíkri útleigu.

„Við förum ekki inn á heim­ili fólks til þess að ganga úr skugga um það. Þær athug­anir eru gerðar öðru­vísi. Við fáum upp­lýs­ingar um greiðslur sem fara í gegnum þær vef­síð­ur, sem sjá um slíka útleigu. Í kjöl­far þess að fá slíkar upp­lýs­ingar göngum við úr skugga um að skatta­skilin séu í lag­i,“ segir Skúli við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Skúli segir að starfs­menn emb­ættis hans hafi notað auk­inn mann­afla í eft­ir­lits­störf með rekstri í ferða­þjón­ust­unni almennt og með því hafi náðst góður árangur í bar­átt­unni gegn svartri atvinnu­starf­semi í grein­inni. Starfs­menn fari í heim­sóknir í fyr­ir­tæki í auknum mæli og kanni hvernig skatt­skilum sé hátt­að.

Hann segir að margir nýir rekstr­ar­að­ilar séu að taka til starfa, og mjög margir þeirra teng­ist ferða­iðn­aði eða þjón­ustu við ferða­menn. „Það eru gisti­stað­ir, ýmis­konar önnur þjón­usta og svo auð­vitað veit­inga­rekst­ur. Þetta er í mis­jöfnu ástandi og tals­verður hluti af tíma eft­ir­lits­manna okkar fer í það að leið­beina fólki um það hvernig það eigi að haga sér.“

Fólki virð­ist umhugað um að koma hús­um, her­bergjum og gisti­rýmum hvers konar í útleigu sem fyrst frekar en að huga að reglum sem teng­ist slíkum rekstri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None