Ríkisstjórn ræðir um að matarskatturinn verði ellefu prósent í stað tólf

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Virð­is­auka­skattur á mat­væli verður lík­lega hækk­aður úr sjö pró­sentum í ell­efu pró­sent við breyt­ingar á fjár­lög­um. Til stóð að mat­ar­skatt­ur­inn yrði hækk­aður í tólf pró­sent. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Með þessu ætlar rík­is­stjórnin að koma til móts við gagn­rýni á hækk­un­ina. Sú gagn­rýni hefur ekki síst komið úr röðum stjórn­ar­þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sam­þykktu fjár­laga­frum­varpið með fyr­ir­vara í sept­em­ber vegna mat­ar­skatts­hækk­un­ar­inn­ar. Stjórn­ar­and­staðan og verka­lýðs­hreyf­ingin í land­inu hefur einnig gagn­rýnt hækk­un­ina harð­lega.

Til­lögur um breyt­ingar á fjár­laga­frum­varp­inu verða ræddar á fundi fjár­laga­nefndar í dag.

Auglýsing

Skila miklum við­bót­ar­tekjumBreyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu, lækkun efra þreps þess og hækkun þess lægra, var ein stærsta kerf­is­breyt­ingin sem kynnt var í öðru fjár­lága­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem kynnt var í sept­em­ber. Tekjur rík­is­sjóðs vegna virð­is­auka­skatts eiga að hækka um 20 millj­arða króna á milli ára í kjöl­far breyt­ing­anna og sam­hliða bættri efna­hags­legri stöðu þjóð­ar­inn­ar.

Um ell­efu millj­arðar króna eiga að koma til vegna þess að lægra þrep skatts­ins, sem leggst meðal ann­ars á mat­væli og er því kall­aður mat­ar­skatt­ur, verður hækk­aður úr sjö pró­sentum í tólf. Sam­kvæmt úttekt ASÍ eyðir tekju­lægri hluti þjóð­ar­innar um það bil tvö­falt stærri hluta af launum sínum í mat­ar­inn­kaup en þeir sem eru tekju­hærri. Í fjár­laga­frum­varp­inu var gert ráð fyrir mót­væg­is­að­gerðum upp á einn millj­arð króna í formi barna­bóta til að milda þetta högg á þá tekju­lægri.

Gagn­rýni úr mörgum áttumÞing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins virt­ust ekki alveg sáttir með þessar breyt­ingar og sam­þykktu fjár­lögin með fyr­ir­vara vegna breyt­ing­anna á mat­ar­skatt­in­um. For­svars­menn ASÍ hafa for­dæmt þær og segja að breyt­ing­arnar á mat­ar­skatt­inum bitna fyrst og síðan á þeim verst settu í sam­fé­lag­inu, á meðan að aðrir hópar njóti ágóð­ans af lækkun efra þreps­ins.Í sama streng hefur stjórn­ar­and­staðan tek­ið.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sagði hækkun matarskatts vera rugl. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sagði hækkun mat­ar­skatts vera rugl.

And­stæð­ingum breyt­ing­anna barst óvæntur liðs­auki fyrir skemmstu þegar Davíð Odds­son, fyrrum for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, skrif­aði í Reykja­vík­ur­bréf blaðs­ins að rík­is­stjórnin ætl­aði nú „að keyra í gegn á fáum vikum mat­ar­skatt á lægst laun­aða fólkið í land­inu, hvað sem tautar og raul­ar. Eini ávinn­ing­ur­inn sem hægt er hugs­an­lega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum emb­ætt­is­mönnum fyrir að hafa ein­faldað virð­is­auka­skatts­kerfið með því að fækka skatt­þrepum þess úr tveimur ofan í tvö. Í stað þess að hætta við ruglið eru boð­aðar dul­ar­fullar „mót­væg­is­að­gerð­ir“ sem er svo sann­ar­lega ekki upp­skrift að því að „ein­falda kerf­ið“.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None