Ríkisstjórn ræðir um að matarskatturinn verði ellefu prósent í stað tólf

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Virð­is­auka­skattur á mat­væli verður lík­lega hækk­aður úr sjö pró­sentum í ell­efu pró­sent við breyt­ingar á fjár­lög­um. Til stóð að mat­ar­skatt­ur­inn yrði hækk­aður í tólf pró­sent. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Með þessu ætlar rík­is­stjórnin að koma til móts við gagn­rýni á hækk­un­ina. Sú gagn­rýni hefur ekki síst komið úr röðum stjórn­ar­þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sam­þykktu fjár­laga­frum­varpið með fyr­ir­vara í sept­em­ber vegna mat­ar­skatts­hækk­un­ar­inn­ar. Stjórn­ar­and­staðan og verka­lýðs­hreyf­ingin í land­inu hefur einnig gagn­rýnt hækk­un­ina harð­lega.

Til­lögur um breyt­ingar á fjár­laga­frum­varp­inu verða ræddar á fundi fjár­laga­nefndar í dag.

Auglýsing

Skila miklum við­bót­ar­tekjumBreyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu, lækkun efra þreps þess og hækkun þess lægra, var ein stærsta kerf­is­breyt­ingin sem kynnt var í öðru fjár­lága­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem kynnt var í sept­em­ber. Tekjur rík­is­sjóðs vegna virð­is­auka­skatts eiga að hækka um 20 millj­arða króna á milli ára í kjöl­far breyt­ing­anna og sam­hliða bættri efna­hags­legri stöðu þjóð­ar­inn­ar.

Um ell­efu millj­arðar króna eiga að koma til vegna þess að lægra þrep skatts­ins, sem leggst meðal ann­ars á mat­væli og er því kall­aður mat­ar­skatt­ur, verður hækk­aður úr sjö pró­sentum í tólf. Sam­kvæmt úttekt ASÍ eyðir tekju­lægri hluti þjóð­ar­innar um það bil tvö­falt stærri hluta af launum sínum í mat­ar­inn­kaup en þeir sem eru tekju­hærri. Í fjár­laga­frum­varp­inu var gert ráð fyrir mót­væg­is­að­gerðum upp á einn millj­arð króna í formi barna­bóta til að milda þetta högg á þá tekju­lægri.

Gagn­rýni úr mörgum áttumÞing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins virt­ust ekki alveg sáttir með þessar breyt­ingar og sam­þykktu fjár­lögin með fyr­ir­vara vegna breyt­ing­anna á mat­ar­skatt­in­um. For­svars­menn ASÍ hafa for­dæmt þær og segja að breyt­ing­arnar á mat­ar­skatt­inum bitna fyrst og síðan á þeim verst settu í sam­fé­lag­inu, á meðan að aðrir hópar njóti ágóð­ans af lækkun efra þreps­ins.Í sama streng hefur stjórn­ar­and­staðan tek­ið.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sagði hækkun matarskatts vera rugl. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sagði hækkun mat­ar­skatts vera rugl.

And­stæð­ingum breyt­ing­anna barst óvæntur liðs­auki fyrir skemmstu þegar Davíð Odds­son, fyrrum for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, skrif­aði í Reykja­vík­ur­bréf blaðs­ins að rík­is­stjórnin ætl­aði nú „að keyra í gegn á fáum vikum mat­ar­skatt á lægst laun­aða fólkið í land­inu, hvað sem tautar og raul­ar. Eini ávinn­ing­ur­inn sem hægt er hugs­an­lega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum emb­ætt­is­mönnum fyrir að hafa ein­faldað virð­is­auka­skatts­kerfið með því að fækka skatt­þrepum þess úr tveimur ofan í tvö. Í stað þess að hætta við ruglið eru boð­aðar dul­ar­fullar „mót­væg­is­að­gerð­ir“ sem er svo sann­ar­lega ekki upp­skrift að því að „ein­falda kerf­ið“.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None