Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir

Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið að setja 450 millj­ónir króna í við­spyrnu­að­gerðir í þágu tón­list­ar- og sviðs­lista­geir­anna vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna þessa kemur fram að þeir sem hafa helst tekjur af við­burð­ar­haldi hafi séð þær skreppa gríð­ar­lega saman á þeim 22 mán­uðum sem liðnir eru frá því að far­ald­ur­inn skall á. Þannig voru greiðslur til rétt­hafa í tón­list vegna tón­leika­halds á árinu 2021 til að mynda 87 pró­sent lægri en sam­svar­andi tekjur árið 2019. Auk þess hafi sjálf­stæð leik­hús og leik­hópar farið veru­lega illa út úr far­aldr­inum vegna sótt­varn­ar­að­gerða og lokanna. 

Á meðal aðgerða sem gripuð verður til er að eyrna­merkja fólki undir 35 ára aldri lista­manna­laun í fyrsta sinn. Það er gert ann­ars vegar þannig að 75 milljón króna við­bót­ar­fram­lag, alls 150 mán­að­ar­laun lista­manna, verður sett í starfs­laun lista­manna í gegnum launa­sjóð tón­list­ar­flytj­enda. Þar af verður úthlutun 50 mán­að­ar­launa bundin því skil­yrði að ungt tón­list­ar­fólk undir 35 ára aldri njóti góðs af þeim. Hins vegar verða 50 millj­ónir króna, alls 100 mán­að­ar­laun lista­manna, settar í starfs­laun lista­manna í gegnum launa­sjóð sviðs­lista­fólks og 50 mán­að­ar­laun verða „bundin því skil­yrði að ungt sviðs­lista­fólk undir 35 ára aldri njóti góðs af þeim.“

Auglýsing
Fyrr í þessum mán­uði úthlut­aði Launa­sjóður lista­manna alls 1.600 mán­að­ar­launum til lista­manna. Kostn­aður vegna þeirra er 785 millj­ónir króna. Alls fengu 236 lista­menn úthlutað launum en 1.117 ein­stak­lingar eða hópar sóttu um. Því er ljóst að mun fleiri sótt­ust eftir að fá slík en fengu. Starfs­laun lista­manna eru 490.920 krónur á mán­uði sam­kvæmt fjár­lögum 2022. Um verk­taka­greiðslur er að ræða.

Þá mun rík­is­sjóður standa að 150 milljón króna greiðslu til tón­höf­unda, sem hafa séð tekjur sínar af tón­leika­haldi rýrna um 80 pró­sent milli 2019 og 2020 og álíka mikið milli 2020 og 2021. Tekjur af dans­leikja­haldi rýrn­uðu einnig um 82 pró­sent milli áranna 2019 og 2021. „Með fram­lag­inu er hægt að styrkja rétt­hafa beint í gegnum STEF sam­tök­in, en þeim verður falið að setja við­mið um úthlutun fjár­ins sem næðu hvoru­tveggja til þeirra sem höfðu tekjur af höf­unda­rétt­ar­gjöldum fyrir heims­far­ald­ur­inn og þeirra sem hafa komið nýir inn á mark­að­inn und­an­far­ið.“

Tón­list­ar­sjóður fær 50 milljón króna við­bót­ar­fram­lag til að styðja við við­burða­hald á árinu 2022, Hljóð­rita­sjóður fær 40 millj­ónir króna og ÚTON fær tíu millj­ónir króna til að koma til móts við íslenskt tón­list­ar­fólk sem sækir fram á erlendri grundu. Þá fær Tón­verka­mið­stöðin tíu millj­ónir króna.

Sviðs­lista­sjóður fær svo 25 millj­ónir króna til að styðja við við­burð­ar­hald á árinu 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent