Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir

Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið að setja 450 millj­ónir króna í við­spyrnu­að­gerðir í þágu tón­list­ar- og sviðs­lista­geir­anna vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna þessa kemur fram að þeir sem hafa helst tekjur af við­burð­ar­haldi hafi séð þær skreppa gríð­ar­lega saman á þeim 22 mán­uðum sem liðnir eru frá því að far­ald­ur­inn skall á. Þannig voru greiðslur til rétt­hafa í tón­list vegna tón­leika­halds á árinu 2021 til að mynda 87 pró­sent lægri en sam­svar­andi tekjur árið 2019. Auk þess hafi sjálf­stæð leik­hús og leik­hópar farið veru­lega illa út úr far­aldr­inum vegna sótt­varn­ar­að­gerða og lokanna. 

Á meðal aðgerða sem gripuð verður til er að eyrna­merkja fólki undir 35 ára aldri lista­manna­laun í fyrsta sinn. Það er gert ann­ars vegar þannig að 75 milljón króna við­bót­ar­fram­lag, alls 150 mán­að­ar­laun lista­manna, verður sett í starfs­laun lista­manna í gegnum launa­sjóð tón­list­ar­flytj­enda. Þar af verður úthlutun 50 mán­að­ar­launa bundin því skil­yrði að ungt tón­list­ar­fólk undir 35 ára aldri njóti góðs af þeim. Hins vegar verða 50 millj­ónir króna, alls 100 mán­að­ar­laun lista­manna, settar í starfs­laun lista­manna í gegnum launa­sjóð sviðs­lista­fólks og 50 mán­að­ar­laun verða „bundin því skil­yrði að ungt sviðs­lista­fólk undir 35 ára aldri njóti góðs af þeim.“

Auglýsing
Fyrr í þessum mán­uði úthlut­aði Launa­sjóður lista­manna alls 1.600 mán­að­ar­launum til lista­manna. Kostn­aður vegna þeirra er 785 millj­ónir króna. Alls fengu 236 lista­menn úthlutað launum en 1.117 ein­stak­lingar eða hópar sóttu um. Því er ljóst að mun fleiri sótt­ust eftir að fá slík en fengu. Starfs­laun lista­manna eru 490.920 krónur á mán­uði sam­kvæmt fjár­lögum 2022. Um verk­taka­greiðslur er að ræða.

Þá mun rík­is­sjóður standa að 150 milljón króna greiðslu til tón­höf­unda, sem hafa séð tekjur sínar af tón­leika­haldi rýrna um 80 pró­sent milli 2019 og 2020 og álíka mikið milli 2020 og 2021. Tekjur af dans­leikja­haldi rýrn­uðu einnig um 82 pró­sent milli áranna 2019 og 2021. „Með fram­lag­inu er hægt að styrkja rétt­hafa beint í gegnum STEF sam­tök­in, en þeim verður falið að setja við­mið um úthlutun fjár­ins sem næðu hvoru­tveggja til þeirra sem höfðu tekjur af höf­unda­rétt­ar­gjöldum fyrir heims­far­ald­ur­inn og þeirra sem hafa komið nýir inn á mark­að­inn und­an­far­ið.“

Tón­list­ar­sjóður fær 50 milljón króna við­bót­ar­fram­lag til að styðja við við­burða­hald á árinu 2022, Hljóð­rita­sjóður fær 40 millj­ónir króna og ÚTON fær tíu millj­ónir króna til að koma til móts við íslenskt tón­list­ar­fólk sem sækir fram á erlendri grundu. Þá fær Tón­verka­mið­stöðin tíu millj­ónir króna.

Sviðs­lista­sjóður fær svo 25 millj­ónir króna til að styðja við við­burð­ar­hald á árinu 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent