Af 1993 þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu, á tímabilinu frá 1. júlí til 31. september 2015, var um að ræða fyrstu fasteignakaup viðkomandi í 430 tilvikum, eða í 22 prósent tilvika. Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
Heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa á fasteign hefur verið til staðar frá 1. júlí 2008. Þjóðskrá mun héðan í frá birta upplýsingar ársfjórðungslega um fjölda og hlutfall samninga sem eru fyrstu fasteignakaup.
Hæst hlutfall fyrstu kaupa af heildarfjölda kaupsamninga var á Suðurnesjum og Vestfjörðum á 3. ársfjórðungi 2015. Þar var hlutfallið 30 prósent. Lægst var hlutfallið á Vesturlandi, eða 16 prósent. Hér að neðan má sjá hvernig hlutfallið skiptist milli landshluta. Taflan er fengin af vefsíðu Þjóðskrár.