Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands

Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.

Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Auglýsing

Carrin F. Pat­man, sem í febr­úar var til­nefnd af Joe Biden Banda­ríkja­for­seta til þess að gegna emb­ætti sendi­herra á Íslandi, kom fyrir utan­rík­is­mála­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings á fimmtu­dag og sagð­ist ætla að beita sér fyrir auknum tengslum Banda­ríkj­anna og Íslands á sviði varn­ar­mála, yrði hún stað­fest í emb­ætt­ið.

Á fundi nefnd­ar­innar kom auk ann­ars fram í máli Pat­man, sem er lög­fræð­ingur frá Texas, að hún teldi að Banda­ríkja­menn hefðu verið of snöggir á sér við að loka her­stöð sinni á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem nú hefði komið á dag­inn að Kalda stríð­inu væri í reynd mögu­lega ekki alveg lok­ið.

Hefur gefið dug­lega í kosn­inga­sjóði demókrata

Pat­man er, rétt eins Jef­frey R. Gunter, sendi­herr­ann sem Don­ald Trump til­nefndi í sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Reykja­vík, ekki með neina fyrri reynslu af störfum í utan­rík­is­þjón­ustu Banda­ríkj­anna.

Hún er hins vegar tengd inn í Demókra­ta­flokk­inn, en bæði pabbi hennar og afi hennar sátu í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir flokk­inn. Hinn afi hennar sat á rík­is­þingi Texa­s-­rík­is.

Pat­man sjálf hefur gefið all­nokkuð fé í kosn­inga­sjóði demókrata á und­an­förnum árum, þar af yfir 200 þús­und banda­ríkja­dali í ýmsa sjóði sem studdu við kosn­inga­bar­áttu Joe Bidens, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins Hou­ston Chron­icle, sem fjall­aði um til­nefn­ingu hennar í sendi­herra­stöð­una fyrr á árinu.

Í þeirri frétt er haft eftir Pat­man að síð­asta starf hennar sem stjórn­ar­for­maður Hou­ston Metro, opin­bers félags utan um almenn­ings­sam­göngur í Hou­ston, væri búið að búa hana undir diplómat­ískt starf. Reyndar var þess getið að hún væri að grín­ast.

Vill dýpka örygg­is­sam­starfið við Ísland

Í ræðu sinni frammi fyrir þing­nefnd­inni, sem lesa má í skrif­legri útgáfu hér, lagði Pat­man nokkra áherslu á varn­ar­mál. Hún sagði hnatt­ræna stað­setn­ingu Íslands mik­il­væga bæði fyrir Banda­ríkin og fyrir heim­inn.

Auglýsing

„Rúss­land og Kína skilja stra­tegískt mik­il­vægi Íslands, bæði efna­hags­lega og hern­að­ar­lega, og ef ég verð skipuð í emb­ætti, mun ég leit­ast við að dýpka örygg­is­sam­starf okkar við Ísland og styðja Ísland í að takast á við þessar áskor­an­ir,“ sagði Pat­man í ræð­unni.

Er Pat­man og fleiri til­nefndir verð­andi sendi­herrar sem komu fyrir nefnd­ina á fimmtu­dag höfðu lokið máli sínu fengu nefnd­ar­menn að spyrja þá spurn­inga um hugð­ar­efni sín.

Íslenskir ráða­menn sagðir á varð­bergi gagn­vart umsvifum Banda­ríkj­anna

Bill Hagerty þing­maður repúblik­ana frá Tenn­essee sagði að þrátt fyrir að íslenska rík­is­stjórnin hefði verið í sam­starfi við Banda­ríkja­menn um upp­bygg­ingu frek­ari aðstöðu á Kefla­vík­ur­flug­velli væru „sumir ráða­menn og þing­menn á Íslandi“ á varð­bergi (e. cauti­ous) gagn­vart auk­inni fyr­ir­ferð Banda­ríkja­manna á Íslandi, í hern­að­ar­legu til­liti.

„Ef þú verður stað­fest sem sendi­herra, hvernig myndir þú styrkja varn­ar­sam­bandið á milli Íslands og Banda­ríkj­anna?“ spurði Hager­ty.

Pat­man svar­aði því til að hún myndi leit­ast við að eiga gott sam­starf við æðstu lög rík­is­stjórnar Íslands, halda því sam­starfi áfram og gefa Íslend­ingum til kynna „hversu mik­ils metin þau eru og hafa verið í yfir 70 ár sem stra­tegískir banda­menn“.

Ben Car­din þing­maður demókrata beindi einnig spurn­ingu til Pat­man. Hann minnti á að Ísland hefði engan her, ein­ungis Land­helg­is­gæslu, gaf í skyn að Rússar væru til alls lík­legir á norð­ur­slóðum og vildi því fá að vita hvernig sendi­herr­ann verð­andi myndi beita sér fyrir því að varnir í heims­hlut­anum yrðu styrkt­ar.

Auglýsing

Pat­man vís­aði í svari sínu til nýlegrar ræðu sem hún hafði heyrt Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra halda á við­burði í Was­hington og sagð­ist hafa tekið það út úr ræð­unni að við­horf Íslands til Rúss­lands hefðu gjör­breyst í ljósi inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Íslend­ingar væru nú á tánum eða raunar „al­gjör­lega á hæsta við­bún­að­ar­stigi gagn­vart ógn­inni sem stafar frá Rússum“ og sagð­ist Pat­man telja að Ísland væri til í að grípa til „allra nauð­syn­legra aðgerða“ til þess að koma í veg fyrir slíka ógn.

Þá sagði hún að íslensk stjórn­völd hefðu einnig gert sér grein fyrir því að mögu­lega þyrfti aukna við­veru varn­ar­liðs á Íslandi til þess að tryggja örygg­is­hags­muni NATO. Að lokum sagð­ist Pat­man vilja koma því á fram­færi að þrátt fyrir að Ísland væri ekki með her­lið gæfi landið NATO mik­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent