Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands

Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.

Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Auglýsing

Carrin F. Pat­man, sem í febr­úar var til­nefnd af Joe Biden Banda­ríkja­for­seta til þess að gegna emb­ætti sendi­herra á Íslandi, kom fyrir utan­rík­is­mála­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings á fimmtu­dag og sagð­ist ætla að beita sér fyrir auknum tengslum Banda­ríkj­anna og Íslands á sviði varn­ar­mála, yrði hún stað­fest í emb­ætt­ið.

Á fundi nefnd­ar­innar kom auk ann­ars fram í máli Pat­man, sem er lög­fræð­ingur frá Texas, að hún teldi að Banda­ríkja­menn hefðu verið of snöggir á sér við að loka her­stöð sinni á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem nú hefði komið á dag­inn að Kalda stríð­inu væri í reynd mögu­lega ekki alveg lok­ið.

Hefur gefið dug­lega í kosn­inga­sjóði demókrata

Pat­man er, rétt eins Jef­frey R. Gunter, sendi­herr­ann sem Don­ald Trump til­nefndi í sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Reykja­vík, ekki með neina fyrri reynslu af störfum í utan­rík­is­þjón­ustu Banda­ríkj­anna.

Hún er hins vegar tengd inn í Demókra­ta­flokk­inn, en bæði pabbi hennar og afi hennar sátu í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir flokk­inn. Hinn afi hennar sat á rík­is­þingi Texa­s-­rík­is.

Pat­man sjálf hefur gefið all­nokkuð fé í kosn­inga­sjóði demókrata á und­an­förnum árum, þar af yfir 200 þús­und banda­ríkja­dali í ýmsa sjóði sem studdu við kosn­inga­bar­áttu Joe Bidens, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins Hou­ston Chron­icle, sem fjall­aði um til­nefn­ingu hennar í sendi­herra­stöð­una fyrr á árinu.

Í þeirri frétt er haft eftir Pat­man að síð­asta starf hennar sem stjórn­ar­for­maður Hou­ston Metro, opin­bers félags utan um almenn­ings­sam­göngur í Hou­ston, væri búið að búa hana undir diplómat­ískt starf. Reyndar var þess getið að hún væri að grín­ast.

Vill dýpka örygg­is­sam­starfið við Ísland

Í ræðu sinni frammi fyrir þing­nefnd­inni, sem lesa má í skrif­legri útgáfu hér, lagði Pat­man nokkra áherslu á varn­ar­mál. Hún sagði hnatt­ræna stað­setn­ingu Íslands mik­il­væga bæði fyrir Banda­ríkin og fyrir heim­inn.

Auglýsing

„Rúss­land og Kína skilja stra­tegískt mik­il­vægi Íslands, bæði efna­hags­lega og hern­að­ar­lega, og ef ég verð skipuð í emb­ætti, mun ég leit­ast við að dýpka örygg­is­sam­starf okkar við Ísland og styðja Ísland í að takast á við þessar áskor­an­ir,“ sagði Pat­man í ræð­unni.

Er Pat­man og fleiri til­nefndir verð­andi sendi­herrar sem komu fyrir nefnd­ina á fimmtu­dag höfðu lokið máli sínu fengu nefnd­ar­menn að spyrja þá spurn­inga um hugð­ar­efni sín.

Íslenskir ráða­menn sagðir á varð­bergi gagn­vart umsvifum Banda­ríkj­anna

Bill Hagerty þing­maður repúblik­ana frá Tenn­essee sagði að þrátt fyrir að íslenska rík­is­stjórnin hefði verið í sam­starfi við Banda­ríkja­menn um upp­bygg­ingu frek­ari aðstöðu á Kefla­vík­ur­flug­velli væru „sumir ráða­menn og þing­menn á Íslandi“ á varð­bergi (e. cauti­ous) gagn­vart auk­inni fyr­ir­ferð Banda­ríkja­manna á Íslandi, í hern­að­ar­legu til­liti.

„Ef þú verður stað­fest sem sendi­herra, hvernig myndir þú styrkja varn­ar­sam­bandið á milli Íslands og Banda­ríkj­anna?“ spurði Hager­ty.

Pat­man svar­aði því til að hún myndi leit­ast við að eiga gott sam­starf við æðstu lög rík­is­stjórnar Íslands, halda því sam­starfi áfram og gefa Íslend­ingum til kynna „hversu mik­ils metin þau eru og hafa verið í yfir 70 ár sem stra­tegískir banda­menn“.

Ben Car­din þing­maður demókrata beindi einnig spurn­ingu til Pat­man. Hann minnti á að Ísland hefði engan her, ein­ungis Land­helg­is­gæslu, gaf í skyn að Rússar væru til alls lík­legir á norð­ur­slóðum og vildi því fá að vita hvernig sendi­herr­ann verð­andi myndi beita sér fyrir því að varnir í heims­hlut­anum yrðu styrkt­ar.

Auglýsing

Pat­man vís­aði í svari sínu til nýlegrar ræðu sem hún hafði heyrt Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra halda á við­burði í Was­hington og sagð­ist hafa tekið það út úr ræð­unni að við­horf Íslands til Rúss­lands hefðu gjör­breyst í ljósi inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Íslend­ingar væru nú á tánum eða raunar „al­gjör­lega á hæsta við­bún­að­ar­stigi gagn­vart ógn­inni sem stafar frá Rússum“ og sagð­ist Pat­man telja að Ísland væri til í að grípa til „allra nauð­syn­legra aðgerða“ til þess að koma í veg fyrir slíka ógn.

Þá sagði hún að íslensk stjórn­völd hefðu einnig gert sér grein fyrir því að mögu­lega þyrfti aukna við­veru varn­ar­liðs á Íslandi til þess að tryggja örygg­is­hags­muni NATO. Að lokum sagð­ist Pat­man vilja koma því á fram­færi að þrátt fyrir að Ísland væri ekki með her­lið gæfi landið NATO mik­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent