Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands

Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.

Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Auglýsing

Carrin F. Pat­man, sem í febr­úar var til­nefnd af Joe Biden Banda­ríkja­for­seta til þess að gegna emb­ætti sendi­herra á Íslandi, kom fyrir utan­rík­is­mála­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings á fimmtu­dag og sagð­ist ætla að beita sér fyrir auknum tengslum Banda­ríkj­anna og Íslands á sviði varn­ar­mála, yrði hún stað­fest í emb­ætt­ið.

Á fundi nefnd­ar­innar kom auk ann­ars fram í máli Pat­man, sem er lög­fræð­ingur frá Texas, að hún teldi að Banda­ríkja­menn hefðu verið of snöggir á sér við að loka her­stöð sinni á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem nú hefði komið á dag­inn að Kalda stríð­inu væri í reynd mögu­lega ekki alveg lok­ið.

Hefur gefið dug­lega í kosn­inga­sjóði demókrata

Pat­man er, rétt eins Jef­frey R. Gunter, sendi­herr­ann sem Don­ald Trump til­nefndi í sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Reykja­vík, ekki með neina fyrri reynslu af störfum í utan­rík­is­þjón­ustu Banda­ríkj­anna.

Hún er hins vegar tengd inn í Demókra­ta­flokk­inn, en bæði pabbi hennar og afi hennar sátu í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir flokk­inn. Hinn afi hennar sat á rík­is­þingi Texa­s-­rík­is.

Pat­man sjálf hefur gefið all­nokkuð fé í kosn­inga­sjóði demókrata á und­an­förnum árum, þar af yfir 200 þús­und banda­ríkja­dali í ýmsa sjóði sem studdu við kosn­inga­bar­áttu Joe Bidens, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins Hou­ston Chron­icle, sem fjall­aði um til­nefn­ingu hennar í sendi­herra­stöð­una fyrr á árinu.

Í þeirri frétt er haft eftir Pat­man að síð­asta starf hennar sem stjórn­ar­for­maður Hou­ston Metro, opin­bers félags utan um almenn­ings­sam­göngur í Hou­ston, væri búið að búa hana undir diplómat­ískt starf. Reyndar var þess getið að hún væri að grín­ast.

Vill dýpka örygg­is­sam­starfið við Ísland

Í ræðu sinni frammi fyrir þing­nefnd­inni, sem lesa má í skrif­legri útgáfu hér, lagði Pat­man nokkra áherslu á varn­ar­mál. Hún sagði hnatt­ræna stað­setn­ingu Íslands mik­il­væga bæði fyrir Banda­ríkin og fyrir heim­inn.

Auglýsing

„Rúss­land og Kína skilja stra­tegískt mik­il­vægi Íslands, bæði efna­hags­lega og hern­að­ar­lega, og ef ég verð skipuð í emb­ætti, mun ég leit­ast við að dýpka örygg­is­sam­starf okkar við Ísland og styðja Ísland í að takast á við þessar áskor­an­ir,“ sagði Pat­man í ræð­unni.

Er Pat­man og fleiri til­nefndir verð­andi sendi­herrar sem komu fyrir nefnd­ina á fimmtu­dag höfðu lokið máli sínu fengu nefnd­ar­menn að spyrja þá spurn­inga um hugð­ar­efni sín.

Íslenskir ráða­menn sagðir á varð­bergi gagn­vart umsvifum Banda­ríkj­anna

Bill Hagerty þing­maður repúblik­ana frá Tenn­essee sagði að þrátt fyrir að íslenska rík­is­stjórnin hefði verið í sam­starfi við Banda­ríkja­menn um upp­bygg­ingu frek­ari aðstöðu á Kefla­vík­ur­flug­velli væru „sumir ráða­menn og þing­menn á Íslandi“ á varð­bergi (e. cauti­ous) gagn­vart auk­inni fyr­ir­ferð Banda­ríkja­manna á Íslandi, í hern­að­ar­legu til­liti.

„Ef þú verður stað­fest sem sendi­herra, hvernig myndir þú styrkja varn­ar­sam­bandið á milli Íslands og Banda­ríkj­anna?“ spurði Hager­ty.

Pat­man svar­aði því til að hún myndi leit­ast við að eiga gott sam­starf við æðstu lög rík­is­stjórnar Íslands, halda því sam­starfi áfram og gefa Íslend­ingum til kynna „hversu mik­ils metin þau eru og hafa verið í yfir 70 ár sem stra­tegískir banda­menn“.

Ben Car­din þing­maður demókrata beindi einnig spurn­ingu til Pat­man. Hann minnti á að Ísland hefði engan her, ein­ungis Land­helg­is­gæslu, gaf í skyn að Rússar væru til alls lík­legir á norð­ur­slóðum og vildi því fá að vita hvernig sendi­herr­ann verð­andi myndi beita sér fyrir því að varnir í heims­hlut­anum yrðu styrkt­ar.

Auglýsing

Pat­man vís­aði í svari sínu til nýlegrar ræðu sem hún hafði heyrt Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra halda á við­burði í Was­hington og sagð­ist hafa tekið það út úr ræð­unni að við­horf Íslands til Rúss­lands hefðu gjör­breyst í ljósi inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Íslend­ingar væru nú á tánum eða raunar „al­gjör­lega á hæsta við­bún­að­ar­stigi gagn­vart ógn­inni sem stafar frá Rússum“ og sagð­ist Pat­man telja að Ísland væri til í að grípa til „allra nauð­syn­legra aðgerða“ til þess að koma í veg fyrir slíka ógn.

Þá sagði hún að íslensk stjórn­völd hefðu einnig gert sér grein fyrir því að mögu­lega þyrfti aukna við­veru varn­ar­liðs á Íslandi til þess að tryggja örygg­is­hags­muni NATO. Að lokum sagð­ist Pat­man vilja koma því á fram­færi að þrátt fyrir að Ísland væri ekki með her­lið gæfi landið NATO mik­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent