RÚV braut lög með því að sýna James Bond of snemma um kvöld

GoldenEye-02.jpg
Auglýsing

RÚV braut gegn fjöl­miðla­lögum með því að sýna James Bond kvik­mynd­ina Gold­enEye klukkan föstu­dags­kvöldið 9. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sýn­ing mynd­ar­innar hófst klukkan 20:55, en hún sam­kvæmt flokkun er myndin bönnuð börnum innan tólf ára. Sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum má ekki sýna efni sem er bannað börnum í línu­legri dag­skrá í sjón­varpi fyrir klukkan 22:00 á kvöld­in.

RÚV harm­aði mis­tökin en nið­ur­staða fjöl­miðla­nefndar er afdrátt­ar­laus: RÚV braut gegn fjöl­miðla­lög­um. Hins vegar var fallið frá sekt­ar­á­kvörðun í mál­inu.

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefndar sem var birt í dag.

Auglýsing

Hand­bolta­leik um að kennaÞann 13. jan­úar síð­ast­lið­inn barst fjöl­miðla­nefnd bréf þar sem vakin var athygli á þessu mögu­lega broti. Í kjöl­farið óskaði nefndin eftir upp­lýs­ingum frá RÚV „um hvaða sjón­ar­mið hefðu legið því til grund­vallar að myndin var talin hæf til sýn­ingar í sjón­varpi hjá RÚV fyrir kl. 22:00 föstu­dags­kvöldið 9. jan­úar 2015“.Ruv-blatt

Í svari RÚV, sem barst 23. jan­ú­ar, kom fram að þessa „óheppi­legu dag­skrár­setn­ingu hjá RÚV væri að rekja til þess að umrætt kvöld hafi verið bein útsend­ing frá lands­leik í hand­bolta karla sem hafi varað nokkru skemur en gert hafi verið ráð fyrir í dag­skrár­setn­ingu. Auk þess hafi verið tekin ákvörðun með of skömmum fyr­ir­vara um að falla frá dag­skrár­liðnum Útsvari, sem hafi átt að vera í sýn­ingu milli lands­leiks­ins og Gold­enEye, þar sem dag­skrár­lið­ur­inn skar­að­ist við íþrótta­út­send­ing­una. Þetta hafi leitt til þess að Gold­enEye hafi farið í loftið klukku­tíma fyrr en upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyrir í dag­skrár­setn­ingu umrætt kvöld. Fram kom í bréfi Rík­is­út­varps­ins að dag­skrár­deild sjón­varps harmi þessi mis­tök“.

Fyrsta brot RÚVFjöl­miðla­nefnd komst síðan að þeirri nið­ur­stöðu síð­ast­lið­inn mánu­dag að RÚV hefði brotið geng fjöl­miðla­lögum með því að sýna Gold­enEye á þeim tíma sem hún fór línu­lega í loft­ið. Það var hins vegar ákveðið að falla frá því að sekta RÚV, þótt heim­ild hafi verið til þess, þar sem um óveru­legt brot var að ræða og þetta er í fyrsta sinn sem RÚV fremur brot af þessu tagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None