RÚV braut lög með því að sýna James Bond of snemma um kvöld

GoldenEye-02.jpg
Auglýsing

RÚV braut gegn fjöl­miðla­lögum með því að sýna James Bond kvik­mynd­ina Gold­enEye klukkan föstu­dags­kvöldið 9. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sýn­ing mynd­ar­innar hófst klukkan 20:55, en hún sam­kvæmt flokkun er myndin bönnuð börnum innan tólf ára. Sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum má ekki sýna efni sem er bannað börnum í línu­legri dag­skrá í sjón­varpi fyrir klukkan 22:00 á kvöld­in.

RÚV harm­aði mis­tökin en nið­ur­staða fjöl­miðla­nefndar er afdrátt­ar­laus: RÚV braut gegn fjöl­miðla­lög­um. Hins vegar var fallið frá sekt­ar­á­kvörðun í mál­inu.

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefndar sem var birt í dag.

Auglýsing

Hand­bolta­leik um að kennaÞann 13. jan­úar síð­ast­lið­inn barst fjöl­miðla­nefnd bréf þar sem vakin var athygli á þessu mögu­lega broti. Í kjöl­farið óskaði nefndin eftir upp­lýs­ingum frá RÚV „um hvaða sjón­ar­mið hefðu legið því til grund­vallar að myndin var talin hæf til sýn­ingar í sjón­varpi hjá RÚV fyrir kl. 22:00 föstu­dags­kvöldið 9. jan­úar 2015“.Ruv-blatt

Í svari RÚV, sem barst 23. jan­ú­ar, kom fram að þessa „óheppi­legu dag­skrár­setn­ingu hjá RÚV væri að rekja til þess að umrætt kvöld hafi verið bein útsend­ing frá lands­leik í hand­bolta karla sem hafi varað nokkru skemur en gert hafi verið ráð fyrir í dag­skrár­setn­ingu. Auk þess hafi verið tekin ákvörðun með of skömmum fyr­ir­vara um að falla frá dag­skrár­liðnum Útsvari, sem hafi átt að vera í sýn­ingu milli lands­leiks­ins og Gold­enEye, þar sem dag­skrár­lið­ur­inn skar­að­ist við íþrótta­út­send­ing­una. Þetta hafi leitt til þess að Gold­enEye hafi farið í loftið klukku­tíma fyrr en upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyrir í dag­skrár­setn­ingu umrætt kvöld. Fram kom í bréfi Rík­is­út­varps­ins að dag­skrár­deild sjón­varps harmi þessi mis­tök“.

Fyrsta brot RÚVFjöl­miðla­nefnd komst síðan að þeirri nið­ur­stöðu síð­ast­lið­inn mánu­dag að RÚV hefði brotið geng fjöl­miðla­lögum með því að sýna Gold­enEye á þeim tíma sem hún fór línu­lega í loft­ið. Það var hins vegar ákveðið að falla frá því að sekta RÚV, þótt heim­ild hafi verið til þess, þar sem um óveru­legt brot var að ræða og þetta er í fyrsta sinn sem RÚV fremur brot af þessu tagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None